Lífið

Efast um sjálfan sig

óöruggur Radcliffe var aðeins ellefu ára þegar hann lék í fyrstu myndinni um Harry Potter.
óöruggur Radcliffe var aðeins ellefu ára þegar hann lék í fyrstu myndinni um Harry Potter.
Þrátt fyrir að vera sá leikari sem halar inn mestum tekjum í kvikmyndahúsum heimsins efast Daniel Radcliffe enn um hæfileika sína sem leikari.

Ferill Radcliffes spannar ellefu ár þótt hann sé einungis 22 ára gamall, en nú hefur hann lokið við að leika í fyrstu myndinni síðan Harry Potter-seríunni lauk. Hann viðurkennir að þótt hann hafi lært margt við tökur myndarinnar hafi hann stundum verið handviss um gagnsleysi sitt sem leikara. Hann segir efasemdarraddir hvetja sig áfram.

„Alltaf þegar ég heyri fólk tala um Harry Potter krakkana eins og við munum ekki komast af í kvikmyndaheiminum fæ ég aukinn kraft. En það er dagamunur á því hversu góður manni finnst maður vera.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.