Tónlist Miri í verðlaunastuttmynd frá Hong Kong 22. desember 2011 12:00 Miri ætlar að hefja smíðar á nýju efni eftir áramót, en breiðskífa hennar, Okkar, kom út árið 2010. Hljómsveitin Miri á tónlistina í nýrri stuttmynd frá Hong Kong. Miri-menn áttu ekki von á að myndin yrði þekkt, en hún hlaut stærstu verðlaun á alþjóðlegri stuttmyndahátíð á dögunum. „Jú, okkur fannst þetta mjög skemmtilegt,“ segir Óttar Brjánn Eyþórsson, gítarleikari austfirsku hljómsveitarinnar Miri. Drengirnir í Miri tóku síðastliðið sumar vel í beiðni kvikmyndagerðarfólks frá Hong Kong um að fá að nota tónlistina þeirra við gerð stuttmyndar, og fengu í vikunni skemmtilegar fréttir af velgengni myndarinnar. Myndin, sem kallast Not Now But When, tók þátt í Fresh Wave International Short Film Festival og var valin mynd hátíðarinnar. Aðspurður segir Óttar þá ekki hafa hugmynd um hvernig aðstandendur myndarinnar komust í kynni við tónlist sveitarinnar. „Tónlistin okkar er náttúrulega aðgengileg öllum á netinu, en maður hefur litla hugmynd um hversu langt út fyrir landsteinana hún berst. Það er alltaf gaman að fá staðfestingu á því að einhver er að hlusta á þetta.“ Stuttmyndin fjallar um unga stúlku sem er orðin þreytt á óréttlæti samfélagsins í Kína og bíður spennt eftir heimsendi sem hún vonar að komi árið 2012. Lög Miri hljóma bæði í kynningarstiklu myndarinnar sem og í myndinni sjálfri, og líklegt er að hljómsveitin eignist nýjan hlustendahóp vegna dreifingar myndarinnar. Þeir hyggja þó ekki á landvinninga í Kína eins og er, en fara í stað þess þriðju ferð sína til Kanada í byrjun næsta árs. „Við fórum tvær góðar ferðir þangað í sumar og spiluðum á tveimur tónlistarhátíðum. Nú bætist sú þriðja í hópinn í mars. Við kunnum afskaplega vel við okkur í Kanada og erum orðnir tíðir gestir þarna.“ bergthora@frettabladid.is Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Fleiri fréttir Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Sjá meira
Hljómsveitin Miri á tónlistina í nýrri stuttmynd frá Hong Kong. Miri-menn áttu ekki von á að myndin yrði þekkt, en hún hlaut stærstu verðlaun á alþjóðlegri stuttmyndahátíð á dögunum. „Jú, okkur fannst þetta mjög skemmtilegt,“ segir Óttar Brjánn Eyþórsson, gítarleikari austfirsku hljómsveitarinnar Miri. Drengirnir í Miri tóku síðastliðið sumar vel í beiðni kvikmyndagerðarfólks frá Hong Kong um að fá að nota tónlistina þeirra við gerð stuttmyndar, og fengu í vikunni skemmtilegar fréttir af velgengni myndarinnar. Myndin, sem kallast Not Now But When, tók þátt í Fresh Wave International Short Film Festival og var valin mynd hátíðarinnar. Aðspurður segir Óttar þá ekki hafa hugmynd um hvernig aðstandendur myndarinnar komust í kynni við tónlist sveitarinnar. „Tónlistin okkar er náttúrulega aðgengileg öllum á netinu, en maður hefur litla hugmynd um hversu langt út fyrir landsteinana hún berst. Það er alltaf gaman að fá staðfestingu á því að einhver er að hlusta á þetta.“ Stuttmyndin fjallar um unga stúlku sem er orðin þreytt á óréttlæti samfélagsins í Kína og bíður spennt eftir heimsendi sem hún vonar að komi árið 2012. Lög Miri hljóma bæði í kynningarstiklu myndarinnar sem og í myndinni sjálfri, og líklegt er að hljómsveitin eignist nýjan hlustendahóp vegna dreifingar myndarinnar. Þeir hyggja þó ekki á landvinninga í Kína eins og er, en fara í stað þess þriðju ferð sína til Kanada í byrjun næsta árs. „Við fórum tvær góðar ferðir þangað í sumar og spiluðum á tveimur tónlistarhátíðum. Nú bætist sú þriðja í hópinn í mars. Við kunnum afskaplega vel við okkur í Kanada og erum orðnir tíðir gestir þarna.“ bergthora@frettabladid.is
Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Fleiri fréttir Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Sjá meira