Ballettdansari með brennandi áhuga á hinu ljóta 23. desember 2011 10:15 Gunnlaugur Egilsson og ein gríma hans í baksýn. Gunnlaugur hefur mótað grímur fyrir mörg dansverk, og hannaði einnig hundsgrímur fyrir nýlega uppsetningu Þjóðleikhússins á Kardemommubænum.Fréttablaðið/anton Gunnlaugur Egilsson á velgengni að fagna í ballettheiminum en hannar leðurgrímur í frítíma sínum. Grímurnar, sem margar hverjar eru óhugnanlegar, eru til sýnis í Hringu á Laugavegi til 28. desember. „Ég hef ekki enn dansað með mínar eigin grímur en einhvern tíma kemur að því,“ segir Gunnlaugur Egilsson, ballettdansari og danshöfundur. Gunnlaugur, sem er sonur Egils Ólafssonar söngvara og Tinnu Gunnlaugsdóttur Þjóðleikhússtjóra, hefur löngum farið óhefðbundnar leiðir í lífinu og byrjaði að stunda ballett níu ára gamall. Síðan þá hefur hann komið víða við í dansheiminum, en honum er fleira til lista lagt því í jólafríi sínu á Íslandi mun hann sýna leðurgrímur sem hann hannar og gerir í versluninni Hringu á Laugaveginum. Gunnlaugur hefur verið að hanna grímurnar frá 2008, þegar hann samdi verk fyrir Íslenska dansflokkinn og vantaði eina slíka til að varpa skugga upp á tjald. „Þetta áttu að vera árar, skuggarnir breyttust í einhvers konar púka í verkinu. Leðrið varð fyrir valinu vegna þess að það er hægt að hamast með það í dansinum án þess að það detti í sundur.“ Grímurnar eru margar hverjar dökkar og heldur óhugnanlegar og Gunnlaugur segir íslensku þjóðsögurnar vera hluta af innblæstrinum fyrir útliti þeirra, en dansarinn segist hafa jafn mikinn áhuga á því ljóta og hinu fagra. Ballettdans er fyrir mörgum táknmynd hins fagra og fágaða, og Gunnlaugur segir grímugerðina veita honum útrás fyrir annars konar listræna hlið á sjálfum sér. „Ég held það sé líka mjög kærkomin útrás. Af því að fókusinn í klassískum ballett er svo mikið á hið fagra, allt á að vera svo slétt og fellt og fallegt og ilma vel. Þá er svo gaman að geta brotist út úr því, í raun og veru er það kannski ákveðin nauðsyn.“ Gunnlaugur heldur áfram að telja upp strangar kröfur ballettheimsins, sem meðal annars eru þær að karlmenn megi ekki vera órakaðir og alls ekki með skalla, að vera ungur sé ákveðið skilyrði og gríðarmikil áhersla sé lögð á allt útlit. Hann segist líta á þetta allt saman sem ákveðinn flótta undan ljótleika tilverunnar, en sjálfur sér hann fegurðina í því ljóta. „Mér finnst ljótleikinn oft segja sögu. Það er eins og með leðrið, það er ekki fallegt fyrr en það er orðið krumpað og gamalt. Þá fer það að segja einhverja sögu, annars er það bara slétt og fellt og segir ekki neitt.“ Gunnlaugur er kominn í jólaskap en stoppar stutt á Íslandi áður en hann heldur aftur til Svíþjóðar, þar sem hann dansar hjá Konunglegu sænsku óperunni. „Núna ætla ég bara að njóta þess að vera með fjölskyldunni heima og sýna þessar óhuggulegu grímur.“bergthora@frettabladid.is Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Fleiri fréttir Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Sjá meira
Gunnlaugur Egilsson á velgengni að fagna í ballettheiminum en hannar leðurgrímur í frítíma sínum. Grímurnar, sem margar hverjar eru óhugnanlegar, eru til sýnis í Hringu á Laugavegi til 28. desember. „Ég hef ekki enn dansað með mínar eigin grímur en einhvern tíma kemur að því,“ segir Gunnlaugur Egilsson, ballettdansari og danshöfundur. Gunnlaugur, sem er sonur Egils Ólafssonar söngvara og Tinnu Gunnlaugsdóttur Þjóðleikhússtjóra, hefur löngum farið óhefðbundnar leiðir í lífinu og byrjaði að stunda ballett níu ára gamall. Síðan þá hefur hann komið víða við í dansheiminum, en honum er fleira til lista lagt því í jólafríi sínu á Íslandi mun hann sýna leðurgrímur sem hann hannar og gerir í versluninni Hringu á Laugaveginum. Gunnlaugur hefur verið að hanna grímurnar frá 2008, þegar hann samdi verk fyrir Íslenska dansflokkinn og vantaði eina slíka til að varpa skugga upp á tjald. „Þetta áttu að vera árar, skuggarnir breyttust í einhvers konar púka í verkinu. Leðrið varð fyrir valinu vegna þess að það er hægt að hamast með það í dansinum án þess að það detti í sundur.“ Grímurnar eru margar hverjar dökkar og heldur óhugnanlegar og Gunnlaugur segir íslensku þjóðsögurnar vera hluta af innblæstrinum fyrir útliti þeirra, en dansarinn segist hafa jafn mikinn áhuga á því ljóta og hinu fagra. Ballettdans er fyrir mörgum táknmynd hins fagra og fágaða, og Gunnlaugur segir grímugerðina veita honum útrás fyrir annars konar listræna hlið á sjálfum sér. „Ég held það sé líka mjög kærkomin útrás. Af því að fókusinn í klassískum ballett er svo mikið á hið fagra, allt á að vera svo slétt og fellt og fallegt og ilma vel. Þá er svo gaman að geta brotist út úr því, í raun og veru er það kannski ákveðin nauðsyn.“ Gunnlaugur heldur áfram að telja upp strangar kröfur ballettheimsins, sem meðal annars eru þær að karlmenn megi ekki vera órakaðir og alls ekki með skalla, að vera ungur sé ákveðið skilyrði og gríðarmikil áhersla sé lögð á allt útlit. Hann segist líta á þetta allt saman sem ákveðinn flótta undan ljótleika tilverunnar, en sjálfur sér hann fegurðina í því ljóta. „Mér finnst ljótleikinn oft segja sögu. Það er eins og með leðrið, það er ekki fallegt fyrr en það er orðið krumpað og gamalt. Þá fer það að segja einhverja sögu, annars er það bara slétt og fellt og segir ekki neitt.“ Gunnlaugur er kominn í jólaskap en stoppar stutt á Íslandi áður en hann heldur aftur til Svíþjóðar, þar sem hann dansar hjá Konunglegu sænsku óperunni. „Núna ætla ég bara að njóta þess að vera með fjölskyldunni heima og sýna þessar óhuggulegu grímur.“bergthora@frettabladid.is
Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Fleiri fréttir Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Sjá meira