Lífið

Rokkstjarna í jólaskapi

Rokkstjarnan Pink var mynduð við jólainnkaupin í Harrods í vikunni. Sást stjarnan meðal annars með fallegan, loðin bangsa í fanginu á leið sinni út- eflaust fyrir dóttir sína Willow Sage.

Lífið

Kynbomba í feldi

Baywatch stjarnan og kynbomban, Carmen Electra var flott á því þegar hún yfirgaf sjónvarpsþáttinn, The Wendy Williams Show í New York í gær íklædd feldi og öðrum flottheitum.

Lífið

Steed Lord í Dans dans dans

Svala Björgvins og meðlimir í hljómsveitinni Steedlord eru nýlent frá LA og ætla að mæta í úrslitaþátt Dans Dans Dans á laugardaginn. Þar flytja þau lagið sitt Precognition sem var einnig notað í sjónvarpsþáttunum So you think you can Dance. Svala Björgvins er þekkt fyrir litríka og skemmtilega sviðsframkomu - það verður spennandi að sjá atriðið þeirra á morgun.

Lífið

Gjörsamlega búin á því

Raunveruleikastjarnan og leikkonan, Tori Spelling á miklu barnaláni að fagna en það hefur svo sannarlega tekið sinn toll af henni enda búin að fæða fjögur börn á aðeins fimm árum.

Lífið

Afmæli Gissurar fagnað með söng

Það er sjaldan sem fréttamaðurinn og gleðigjafinn Gissur Sigurðsson verður kjaftstopp. Það gerðist þó í morgun þegar Gissur Páll Gissurarson, sonur hans, og Kristján Jóhannsson óperusöngvari sungu fyrir hann afmælissönginn að beiðni góðs vinar á fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis. Gissur, sem hefur verið fréttamaður um áratugaskeið, fagnar 65 ára afmæli í dag.

Lífið

Iðunn fagnar 30 ára höfundarafmæli

Hvorki meira né minna en 30 ára höfundarafmæli rithöfundarins Iðunnar Steinsdóttur var fagnað í vikunni í húsnæði Sölku útgáfu. Eins og sjá má á myndunum mættu margir til að fagna með Iðunni sem fékk ófaa blómvendina og hlýjar kveðjurnar.

Lífið

Skuldar skattinum

Vandræði Lindsay Lohan virðast engan endi ætla að taka því skatturinn hefur nú fryst bankainnistæður leikkonunnar vegna vanskila. Tmz.com sagði frá þessu fyrir skemmstu.

Lífið

Skutla bílunum heim fyrir ölvaða fólkið

Keyrðu mig heim nefnist nýstofnað fyrirtæki sem sérhæfir sig í bílstjóraþjónustu fyrir ölvaða. Félagarnir Ómar Þröstur Hjaltason og Kristinn Sævar Magnússon eru með bílstjóra á sínum snærum sem sækja samkvæmisljón í bæinn og skutla þeim heim á þeirra eigin bíl.

Lífið

Hanna sérstaka lyfjapoka

Mary-Kate og Ashley Olsen hafa tekið höndum saman við listamanninn Damien Hirst og munu hanna nokkuð einstaka bakpoka í takmörkuðu upplagi.

Lífið

Fín fyrir fastagestina

Ballhljómsveit rifjar upp gamla slagara. Þetta er plata sem reikna má með að fastagestir á dansleikjum með sveitinni taki fagnandi.

Gagnrýni

Léttsveitin söng inn jólin

Kvennakórinn Léttsveit Reykjavíkur hélt eftirminnilega aðventutónleika í Langholtskirkju í kvöld fyrir fullri kirkju. Tónleikarnir voru frábærir að mati gesta. Meðfylgjandi myndir voru teknar af meðlimum kórsins baksviðs í kvöld. Aðrir aðventutónleikar Léttsveitarinnar verða laugardaginn 8. desember næstkomandi klukkan 16:00.

Lífið

Við erum bara vinir

Fyrirsætan Miranda Kerr og leikarinn Leonardo DiCaprio voru mjög innileg í teiti um síðustu helgi og byrjaði slúðurpressan strax að draga þær ályktanir að eitthvað væri á milli þeirra.

Lífið

Breskar bombur berjast

Leikkonan Emily Blunt og frægasta systir í heimi, Pippa Middleton, eru báðar smekkkonur þegar kemur að fötum.

Lífið

Alvöru stelpuslagur í Hollywood

Raunveruleikastjarnan Brandi Glanville vill ekki að kántrísöngkonan LeAnn Rimes komi nálægt sonum sínum, Mason og Jake, sem hún á með núverandi eiginmanni LeAnn, Eddie Cibrian.

Lífið

Sagan á bak við Clinique

Árið 1967 tók blaðamaðurinn Carol Phillips viðtal við einn fremsta húðlækni þess tíma, Dr. Norman Orentreich, fyrir bandaríska tímaritið Vogue. Í viðtalinu sem bar titilinn "Can Great Skin Be Created?“, á ensku eða "Er hægt að búa til fallega húð?“ á íslensku, var leitast við að svara þeirri spurningu með lýsingu á einfaldri hugmynd sem átti eftir að marka tímamót í snyrtivöruframleiðslu. Í greininni lýsir Dr. Orentreich hvernig hægt sé að gera húðina fallegri og heilbrigðari.

Tíska og hönnun

Konur í smóking

Þegar styttist í hátíðarnar má sjá konur í smóking í auknu mæli. Eins og sjá má á meðylgjandi myndum þarf smóking ekki að vera herralegur í sniðinuheldur þvert á móti.

Tíska og hönnun

Furðuheimur vex á Heljarþröm

Heljarþröm nefnist önnur bókin í þríleiknum Saga eftirlifenda eftir Emil Hjörvar Petersen, sem hefur ekki aðeins vakið athygli á Íslandi heldur víðar. Í bókinni er sögð saga ásanna sem lifðu af Ragnarrök og baráttu þeirra við að ná tökum á heiminum á ný.

Menning

Blússandi hamingja eftir brúðkaupið

Leikkonan Jessica Biel, 30 ára, og eiginmaður hennar, poppstjarnan Justin Timberlake, leiddust áberandi hamingjusöm, þegar þau mættu í teiti sem fram fór í New York í gærkvöldi. Eins og sjá má á myndunum er Jessica stórglæsileg klædd í myntugrænan kjól og skó í sama lit. Það verður seint sagt að Jessica sé ekki ein glæsilegasta leikkonan í Hollywood.

Lífið

Ásdís Halla prýðir forsíðu Lífsins

Ásdís Halla Bragadóttir prýðir forsíðu Lífsins á morgun, föstudag. Ásdís er kraftmikil fjölskyldukona sem leggur sig um þessar mundir fram við uppbyggingu á dvalarheimili fyrir einstaklinga sem kjósa að láta sér líða vel. Þessi kraftmikla kona ræðir aðventuna, stjórnmál, bróðurmissinn og hennar sýn á lífið og tilveruna.

Lífið

Kate líður betur núna

Katrín Middleton hertogaynjan af Cambridge brosti til fréttamanna sem biðu í ofvæni fyrir utan King Edward sjúkrahúsið í London í dag þar sem hún hefur legið undanfarna daga vegna alvarlegrar morgunógleði í kjölfar þess að hún er barnshafandi. Eins og sjá má á myndunum fylgdi Vilhjálmur Bretaprins eiginkonu sinni út af sjúkrahúsinu. Í tilkynningu frá bresku konungsfjölskyldunni segir að þau hjónin hafi haldið til Kensington hallar en þar mun Kate dvelja á næstunni og hvíla sig.

Lífið