Syngur texta pabba til mömmu 7. desember 2012 07:00 Júlíus Guðmundsson sendir frá sér plötuna Gálan. Fréttablaðið/anton „Það má segja að þetta séu ástarljóð frá pabba til mömmu,“ segir Júlíus Guðmundsson, sem sendi frá sér plötuna Gálan á miðvikudag. Flest lög plötunnar eru við texta föður hans, tónlistarmannsins Rúnars Júlíussonar. Júlíus fann textana á tölvu Rúnars, sem lést árið 2008, og ákvað að búa til plötu. Sumir textarnir voru tilbúnir en aðrir voru bara ein setning sem Júlíus gerði að lagatexta. Textarnir eru flestir ortir til móður Júlíusar, Maríu Baldursdóttur, og samdir af Rúnari árið sem hann lést. „Þá var hann greinilega kominn í ákveðinn gír og líklega farinn að finna á sér hvað væri í vændum. Pabbi var ekki mikið fyrir að vera persónulegur í textagerð sinni en margir textanna eru um hvernig mamma eigi að pluma sig þegar hann er farinn,“ segir Júlíus og bætir við að þeir feðgarnir hafi alltaf ætlað að gera plötu saman áður en Rúnar féll frá. Sjálfur er Júlíus allt í öllu á plötunni Gálan. Hann stjórnar útsetningum, tekur myndina á plötuumslaginu og spilar á næstum öll hljóðfærin. „Það er hægt að kalla þetta sjálfsþurftarbúskap. Ég játaði mig samt sigraðan þegar kom að fiðlunni, þar fékk ég Roland Hartwell til að aðstoða mig.“ Ekki er hægt annað en að spyrja Júlíus út í nafn plötunnar, Gálan. „Það er nú ekki flókin saga. Þetta nafn hefur fylgt mér lengi en ég er í tríóinu Gálan, götuleikarinn og guð. Þar er ég gálan.“- áp Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Fleiri fréttir Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Sjá meira
„Það má segja að þetta séu ástarljóð frá pabba til mömmu,“ segir Júlíus Guðmundsson, sem sendi frá sér plötuna Gálan á miðvikudag. Flest lög plötunnar eru við texta föður hans, tónlistarmannsins Rúnars Júlíussonar. Júlíus fann textana á tölvu Rúnars, sem lést árið 2008, og ákvað að búa til plötu. Sumir textarnir voru tilbúnir en aðrir voru bara ein setning sem Júlíus gerði að lagatexta. Textarnir eru flestir ortir til móður Júlíusar, Maríu Baldursdóttur, og samdir af Rúnari árið sem hann lést. „Þá var hann greinilega kominn í ákveðinn gír og líklega farinn að finna á sér hvað væri í vændum. Pabbi var ekki mikið fyrir að vera persónulegur í textagerð sinni en margir textanna eru um hvernig mamma eigi að pluma sig þegar hann er farinn,“ segir Júlíus og bætir við að þeir feðgarnir hafi alltaf ætlað að gera plötu saman áður en Rúnar féll frá. Sjálfur er Júlíus allt í öllu á plötunni Gálan. Hann stjórnar útsetningum, tekur myndina á plötuumslaginu og spilar á næstum öll hljóðfærin. „Það er hægt að kalla þetta sjálfsþurftarbúskap. Ég játaði mig samt sigraðan þegar kom að fiðlunni, þar fékk ég Roland Hartwell til að aðstoða mig.“ Ekki er hægt annað en að spyrja Júlíus út í nafn plötunnar, Gálan. „Það er nú ekki flókin saga. Þetta nafn hefur fylgt mér lengi en ég er í tríóinu Gálan, götuleikarinn og guð. Þar er ég gálan.“- áp
Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Fleiri fréttir Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Sjá meira