Lífið

Andrea Maack sendir frá sér nýtt ilmvatn

Sjötta ilmvatn íslensku listakonunnar Andreu Maack er væntanlegt til landsins í byrjun febrúar. Ilmurinn, sem ber nafnið COAL er innblásin af kolaverki, en öll ilmvötn Andreu eru unnin út frá teikningum eftir hana sjálfa. Eins og fyrri ilmvötnin verður COAL ætlað fyrir bæði kynin en þó segir Andrea að að ilmurinn verði ólíkur að vissu leiti.

Tíska og hönnun

Helgarmaturinn - Fljótlegur kjúklingaréttur

Guðrún Linda Pétursdóttir Whitehead ÍAK einkaþjálfari og CrossFit þjálfari hjá CrossFit Sport í Sporthúsinu deilir hér orkuríkri og hollri máltíð sem gæti hentað vel fyrir helgina.

Matur

Er hún búin að láta stækka á sér brjóstin?

Kántrísöngkonan Taylor Swift mætti á People's Choice-verðlaunahátíðina í flegnum, hvítum kjól og sýndi talsvert hold. Síðan þá hafa sögur gengið manna á milli að Taylor sé búin að láta stækka barm sinn.

Lífið

Misstu 60 kg

"Ég og maðurinn minn höfum á undanförnum tveimur árum breytt algjörlega um lífsstíl og létt okkur um samtals 60 kg með breyttu mataræði án öfga og án megrunar og tekur öll fjölskyldan þátt í þessu með okkur, bæði börnin okkar tvö og foreldrar," útskýrir Guðrún Ásdís Sturlaugsdóttir spurð um nýjan lífsstíl sem hefur gjörbreytt lífi hennar og eiginmannsins Tjörva Óskarssonar.

Lífið

Auðvitað vil ég skilja

Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian hefur í nægu að snúast við að mæta í hin ýmsu viðtöl til að tala um ófætt barn sitt. Hjónaband hennar við Kris Humphries bar á góma í einu af þessum viðtölum.

Lífið

Á skilið að fá meiri athygli

Ef það er hægt að tala um ókost við sterkt tónlistarár eins og var í fyrra, þá er það kannski helst að margar fínar plötur ná ekki í gegn og fá ekki þá athygli sem þær eiga skilið. Sérðu mig í lit? kom út seint á síðasta ári en flaug frekar lágt.

Gagnrýni

Leikkonur sem einu sinni voru fyrirsætur

Margar af skærustu leikkonum Hollywood sáu fyrir sér sem fyrirsætur áður en þær hófu leikferil sinn. Sumar stefndu alltaf að því að verða leikkonur á meðan aðrar einfaldlega duttu í lukkupottinn og fengu stóra tækifærið fyrir tilviljun.

Lífið

Ræðir við del Toro

Leikstjórinn Guillermo del Toro vill fá leikkonuna Emmu Stone til að fara með hlutverk í nýrri kvikmynd eftir sig. Kvikmyndin er hrollvekja sem ber titilinn Crimson Peak.

Lífið

Kynþokkafyllstu ömmur Íslands

Vikan velur kynþokkafyllstu ömmur Íslands í nýjasta tölublaðinu. Eins og segir í tímaritinu eiga þessar konur það allar sameiginlegt að líta glæsilega út og bera ömmutitilinn með miklum sóma. Á listanum eru Unnur Steinsson vörustjóri Lyfju, Sólveig Eiríksdóttir kokkur, Brynja Árný Nordquist flugfreyja, Tinna Gunnlaugs leikhússtjóri, Ragnhildur Gísladóttir söngkona, Guðrún Bergmann rithöfundur, Hjördís Gissurardóttir gullsmiður, Edda Björgvinsdóttir leikkona, Sigrún Stefánsdóttir fjölmiðlakona, Iðunn Angela Andrésdóttir verslunareigandi, Elín Hirst fjölmiðlakona og Helga Möller söngkona.

Lífið

Lítillækkandi stimpill

Megan Fox fannst hún vanmáttug eftir að hún var stimpluð kynbomba af fjölmiðlum. Þetta kemur fram í viðtali sem leikkonan veitti Esquire. „Mér fannst ég vanmáttug. Mér fannst ég ekki sterk. Stimpillinn át alla aðra þætti persónuleika míns, ekki persónulega heldur í því hvernig fólk sá mig. Það var ekkert annað sem því þótti vert að vita eða sjá. Það gerði lítið úr mér. Ég var ímynd. Ég var uppstilling,“ sagði Fox, sem hefur að mestu dregið sig í hlé frá leiklistinni og frægðinni.

Lífið

Ofurfyrirsæta sendir frá sér undirfatalínu

Victoria's Secret engillinn og ofurfyrirsætan Rosie Huntington-Whiteley sendir frá sér sína fjórðu nærfatalínu fyrir verslunarkeðjuna Marks & Spencer í febrúar. Línan, sem ber heitið Rosie for Autograph, hefur notið gífurlegra vinsælda og varð sú mest selda hjá verslunarkeðjunni frá upphafi.

Tíska og hönnun

Hálfmaraþon og maraþon – á einni helgi

Popparinn Joey Fatone brosti blítt þegar hann kom í mark eftir að hafa hlaupið maraþon í skemmtigarðinum Disney World fyrir stuttu. Hann var samt sem áður frekar þreyttur. Ekki furða – hann hljóp hálfmaraþon deginum áður.

Lífið

Funheitur Íslandsvinur

Skoski leikarinn og Íslandsvinurinn Gerard Butler sat nýlega fyrir í myndaþætti fyrir karlútgáfu ítalska Vogue, L’uomo Vogue. Butler er vægast sagt sjóðheitur á myndunum, en hann er myndaður af Tom Murno og klæðist m.a. fötum frá Givenchy og Giorgio Armani. „Ég lék í kvikmynd á Íslandi árið 2005 sem hét Bjólfur og Grendill. Fyrst var ég í Svíþjóð og fór síðan til Íslands. Og það var frábært - ég ber mikla ást til landsins," lét Gerard hafa eftir sér í viðtali.

Lífið

Syngur í brjóstahaldaranum

Kryddpían Geri Halliwell er sveitt í stúdíói þessa dagana að taka upp efni á nýjustu sólóplötu sína. Svo sveitt reyndar að hún fann sig knúna til að fara úr bolnum og söng á brjóstahaldaranum.

Lífið

Í skóm klámmyndastjörnu

Kvikmyndin Lovelace ku vera djarfasta mynd sem gefin verður út á þessu ári. Í henni leikur ljóshærða leikkonan Amanda Seyfried klámmyndastjörnuna Lindu Lovelace sem lék meðal annars í goðsagnakenndu klámmyndinni Deep Throat árið 1972.

Lífið

Íslenskur tískubloggari um það sem koma skal

Þá fer að síga á annan endann á útsölunum og búðirnar fara að fyllast af nýjum vörum. Það verður af nógu að taka og ágætt að fá smá yfirsýn um helstu trendin sem koma með vorinu. Lífið fékk Hildi Ragnarsdóttur til að fara í gegnum sína uppáhalds tískustrauma, en hún er mikill tískusérfræðingur, verslunarstjóri í Gallerí 17 og bloggari á Trendnet.is.

Tíska og hönnun

Hinn mystíski draumaheimur

Fyrsta EP-plata hljómsveitarinnar Oyama, I Wanna, er óður til svefnsins. Sveitin hóf störf fyrir um ári og spilar melódískt hávaðarokk. "Í kringum páskaleytið í fyrra kom Júlía söngkona loksins inn og þá varð þetta eins og þetta er núna,“ segir bassaleikarinn Bergur Anderson. Meðlimirnir koma úr ýmsum hljómsveitum af höfuðborgarsvæðinu, eða Swords of Chaos, Sudden Weather Change, Útidúr, We Painted the Walls og Me, the Slumbering Napoleon.

Tónlist

Hreinskilinn við Cox

Courteney Cox og David Arquette standa í skilnaði um þessar mundir en það þýðir ekki að þeim sé ekki vel til vina. Cox mærði fyrrverandi eiginmann sinn í viðtalsþætti Ellen DeGeneres fyrir skemmstu og Arquette dásamaði Cox í nýlegu viðtali við People.

Lífið

Segir allt meira kósí á nýjum 800 Bar

800 Bar á Selfossi verður opnaður á nýjan leik á Selfossi í vor við Austurveg 52 hjá gömlu slökkvistöðinni. "Þetta er við aðalgötuna. Það er traffík þarna framhjá og þetta er mjög góður staður,“ segir Eiður Birgisson, sem á nýja staðinn ásamt Sverri Rúnarssyni. Tæpt ár er liðið síðan 800 Bar brann til kaldra kola við Eyraveg eftir að eldur kom upp í röraverksmiðju en breiddist svo út í skemmtistaðinn.

Lífið

Búin að gleyma Bieber

Söng- og leikkonan Selena Gomez, 20 ára, var glæsileg á rauða dreglinum um helgina þegar hún var mynduð á rauða dreglinum í teiti sem haldið var eftir Golden Globe verðlaunahátíðina. Selena leit ekki út fyrir að sakna Justin Bieber fyrrum unnusta síns. Nú er stúlkan að hitta ástralskan leikara, Luke Bracey sem er 23 ára gamall. "Þau leiddust og létu vel að hvort öðru," er haft eftir vitni sem sá þau stinga nefjum saman á dögunum - sem segir að henni líkar við kauða.

Lífið

Jón Þór fagnar nýrri sólóplötu

Tónlistarmaðurinn Jón Þór, fyrrum söngvari og gítarleikari Lödu Sport og Dynamo Fog, heldur upp á útgáfu sinnar fyrstu sólóplötu, Sérðu mig í lit?, á Faktorý á föstudaginn.

Tónlist

Egill leikur Egil

Atriði fyrir Hollywood-myndina The Man Who Sold the World verður tekið upp í stúdíói Silfurs Egils í dag.

Lífið