Lífið

Misstu 60 kg

Ellý Ármanns skrifar
"Ég og maðurinn minn höfum á undanförnum tveimur árum breytt algjörlega um lífsstíl og létt okkur um samtals 60 kg með breyttu mataræði án öfga og án megrunar og tekur öll fjölskyldan þátt í þessu með okkur, bæði börnin okkar tvö og foreldrar," útskýrir Guðrún Ásdís Sturlaugsdóttir spurð um nýjan lífsstíl sem hefur gjörbreytt lífi hennar og eiginmannsins Tjörva Óskarssonar.

Breytingin á Guðrúnu er svakaleg.
"Á dögunum opnuðum við loks heimasíðu þar sem við setjum inn allar uppskriftirnar okkar og ég er að safna saman sögum af öðru fólki sem hefur tekið sig á í heilsumálum og þá skiptir engu á hvaða sviði, fitutap, vöðvabæting og svo framvegis."

Fjölskyldan nýtur lífsins á réttu mataræði.
"Hugmyndin var að vera fyrirmynd fyrir aðra og hvetja fólk til betra lífernis og hún fór stækkaði hún hraðar en við áttum nokkurn tíman von á og í dag eru um 13 þúsund manns búnir að lækafacebooksíðuna," segir hún ánægð.

Tjörvi hefur líka breyst svo um munar í útliti.
"Þarna var rótin komin að nýju heimasíðunni okkar Heilshugar.com. Heimsóknir á heimasíðuna hafa hreinlega farið fram úr öllum vonum og á fyrstu vikunni, frá 8. janúar eða svo, fengum við yfir 40 þúsund heimsóknir. Þannig að áhuginn er ótrúlegur."

Eggjapizzan er gómsæt, holl og girnileg.
"Hér er ein uppskrift sem var mjög vinsæl hjá okkur. Pizza með hveitilausum botni, hann er bara búinn til úr eggjum. - virkilega góð," segir Guðrún beðin um uppskrift fyrir lesendur Lífsins.

Botn:

  • 5 egg (má nota eggjahvítur ef vill)
Eggin hrærð saman og sett á pönnu með smá olíu (ef þarf, annars góða pönnu sem ekkert festist við). Eggin látin malla óhreyfð í nokkrar mínútur við vægan hita – eða þangað til þau eru elduð nokkurn vegin í gegn. Bakan er þá tekin af pönnunni og gott að renna henni beint yfir á plötu með bökunarpappír.

Álegg:

  • Sykurlaus pizzasósa
  • skinka
  • ananas
  • sveppir
  • laukur
  • oregano
  • 11-17% ostur (rifinn)
Raðið álegginu ofan á. Best að enda á ostinum og þá finnst manni maður ekki þurfa jafn mikið. Bakað við 180°c í ca 10 mínútur – eða þar til osturinn er bræddur. - Uppskriftina má einnig nálgast hér.

Facebooksíðan þeirra.

Heilshugar.com






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.