Lífið

Í suðrænum blæ

Harmonikkuleikarinn Örvar Kristjánsson hefur sent frá sér nýja plötu sem heitir Í suðurlöndum. Ein fjórtán ár eru liðin frá því að nikkuleikarinn snjalli sendi síðast frá sér plötu.

Lífið

Ítölsk innrás í Mosfellsbæ

Um þessar mundir dvelja 70 Ítalir inni á íslenskum heimilum í Mosfellsbæ. Allir þessir Ítalir eru tónlistamenn enda er um heila lúðrasveit að ræða. För Ítalinna er partur af vinasambandi Skólahljómsveitar Mosfellsbæjar og Corpo Bandistico.

Lífið

Kynlífsbann

Nú hefur hótelerfinginn og partíljónið Paris Hilton sett sjálfan sig í eins árs kynlífsbann. Þetta ætlar hún að gera í þeim tilgangi að gera sjálfa sig að sterkari persónu.

Lífið

Leikur dóttur Harrison Ford

Leikkonan unga Natalie Portman hefur fengið hlutverk í fjórðu og síðustu myndinni um Indiana Jones. Harrison Ford leikur hetjuna frægu en Portman mun leika dóttur hans.

Lífið

Ætlum að ná gullplötu svo mamma verði ánægð

Hljómsveitin Dr. Mister & Mister Handsome gefur út sína fyrstu plötu hinn 20. júlí. Valgeir Ragnarsson settist niður með Ívari Erni Kolbeinssyni og Guðna Rúnari Gunnarssyni og spurði þá út í plötuna þeirra Dirty Slutty Hooker Money.

Lífið

Ný plata frá The Killers

Hljómsveitin The Killers frá Las Vegas mun gefa út sína aðra breiðskífu þann 2. október. Platan hefur fengið nafnið Sams Town og dregur hún nafn sitt af spilavíti í heimabæ þeirra pilta.

Lífið

One vinsælast

Lagið One með írsku gæðingunum í U2 endaði í fyrsta sæti í könnun sem VH1 sjónvarpsstöðin gerði í Bretlandi yfir uppáhalds dægurlagatexta áhorfenda. Lagið, sem situr nú ofarlega á vinsældalistum í nýjum búningi með Mary J. Blige, kom upphaflega út fyrir rúmum 15 árum.

Lífið

Söguganga um Oddeyrina á Akureyri

Árleg söguganga um elsta hluta Oddeyrar verður farin laugardaginn 15. júlí. Lagt verður af stað frá Gránufélagshúsunum kl. 14. Oddeyrin er ein sandeyranna sem Akureyri byggðist á í upphafi. Hún er mynduð af framburði Glerár sem áður fyrr átti farveg til sjávar suður í Hofsbótina.

Lífið

Ódæll snýr aftur

Myndlistarmaðurinn Snorri Ásmundsson snýr aftur á heimaslóðir og opnar sýningu á Akureyri á morgun en sýningin er haldin í galleríi Jónasar Viðar í Kaupvangsstræti 12.

Lífið

Prýðisskart

Norska listakonan Ingrid Larssen heldur sýninginu á hönnun sinni á Skriðklaustri um þessar mundir.

Lífið

Síðasta yfirlýsing Johnny Cash

Platan American V: A Hundred Higways með bandarísku kántrí goðsögninni Johnny Cash er kominn út, þremur árum eftir dauða hans. Á plötunni er að finna nokkrar af hans allra síðustu upptökum sem meðal annars voru teknar upp á tímabilinu frá dauða eiginkonu hans June Carter og fram að dauða hans í október 2003.

Lífið

Stefnt að ásættanlegu risi

Listasýningin Hugris verður opnuð í Kling & Bang galleríi við Laugaveg annað kvöld en þar sýnir fjöllistahópurinn Gelitin afrakstur vinnu sinnar hér á landi en meðlimir hafa ferðast um landið undanfarna daga og aflað sér gagna, orku og andlegrar reynslu.

Lífið

Upplifir gamlan draum

Fegurðardrottningin Manuela Ósk Harðardóttir og vinkona hennar Karen ætla að videoblogga frá Miss Universe og verður afraksturinn sýndur á sjónvarpsstöðinni Sirkus en ennfremur verður hægt að nálgast efnið á minnsirkus.is/ungfrurnar. Miss Universe fer að þessu sinni fram í Los Angeles og tekur Sif Aradóttir þátt í keppninni fyrir hönd Íslands.

Lífið

Yst í Suðsuðvestur

Listsýningu Heimis Björgúlfssonar "Yst glitrar" í galleríi Suðsuðvestur í Reykjanesbæ lýkur um helgina. Næstkomandi sunnudag, 16. júlí, lýkur sýningu Heimis Björgúlfssonar "Yst glitrar" í Suðsuðvestur. Heimir sýnir vídeóinnsetningu og klippimynd unna úr ljósmyndum.

Lífið

Bölvun aflétt

Einkasýningu Sigtryggs Bergs Sigmarssonar The Curse of Sigtryggur Berg Sigmarsson lýkur á laugardaginn en hún hefur staðið yfir í sýningarýminu Gallerí Dvergur, í kjallara bakhúss að Grundarstíg 21 í Þingholtunum.

Lífið

Hátíð harmonikunnar um helgina

Það verður hátíðarstemning í Árbæjarsafni um helgina. Í tilefni af Harmonikuhátíð í Reykjavík verður efnt til tónleika og samspils á sunnudaginn.

Lífið

"Opinn skógur" í Tröð við Hellissand

Laugardaginn 15. júlí nk. verður Tröð, við Hellissand á Snæfellsnesi, svæði Skógræktar- og landverndarfélagsins undir Jökli, opnað formlega undir merkjum "Opins skógar" skógræktarfélaganna.

Lífið

Hryllingurinn heldur áfram í bíó

Hryllingsmyndasumarið heldur áfram á Íslandi en aðdáendur þeirra ganga væntanlega flestir ánægðir frá borði eftir árið, varla hefur liðið sú vika að ekki hefur verið frumsýnd ein hrollvekja til að hræða líftóruna úr kvikmyndahúsagestum.

Lífið

Videoblogg frá Los Angeles

Ungfru Ísland í ár, Sif Aradóttir, fer til Los Angeles í dag og keppir þar fyrir Íslands hönd í keppninni Miss Universe þann 23. júlí. Manuela Ósk, fyrrum ungfrú Ísland, og Karen vinkona hennar ætla fylgja Sif út og videoblogga á hverjum degi þar til keppninni lýkur.

Lífið

Íslensk barbiedúkka á e-bay

Dúkkan var framleidd árið 1986 og er hluti af Heimsdúkkusafni Mattel-framleiðandans. Dúkkan er í upprunalegum umbúðum sem hafa aldrei verið opnaðar.

Lífið

Afrakstur sumarsins

Uppskeruhátíð Skapandi sumarhópa Hins hússins og Reykjavíkurborgar verður haldin í Ráðhúsinu í kvöld en þar gefst áhugasömum unnendum menningar kostur á að kynnast frumleika og krafti listamanna framtíðarinnar.

Lífið

Kennir þjóðinni að stunda kynlíf

Í nýjasta eintaki af Bleikt og blátt er ung blaðakona kynnt til leiks bæði í máli og myndum. Þessi frakka blaðakona, Eydís Eir Björnsdóttir, líkir sjálfri sér við sögupersónur hinnar vinsælu þátta­raðar Sex and the City og segist vera mjög lík Carrie í gerðum en Samönthu í hugsun.

Lífið

Kynlífsbann

Nú hefur hótelerfinginn og partí­­ljónið Paris Hilton sett sjálfa sig í eins árs kynlífsbann. Þetta ætlar hún að gera í þeim tilgangi að gera sig að sterkari persónu.

Lífið

Kærkomin kvöldganga

Á fallegu sumarkvöldi er tilvalið að rölta um miðbæjarsvæðið og ekki er verra að hafa leiðsögn og góðan félagsskap. Í kvöld býður Borgarbókasafn Reykjavíkur til kvöldgöngu um gamla kirkjugarðinn við Suðurgötu.

Lífið

Fjölbreyttur matseðillinn við þjóðveginn

Á Kirkjubæjarklaustri er að finna veitingarstaðinn Systrakaffi sem er tilvalinn áningarstaðar fyrir ferðalanga sem orðnir eru leiðir á hinu klassíska sjoppufæði. Matseðill staðarins er afar fjölbreyttur og freistandi og staðurinn býður líka upp á góða aðstöðu til setu utandyra og er einnig með leikhorn fyrir börnin.

Lífið

Zidane er niðurbrotinn maður

"Samkvæmt innanbúðarmanni okkar hjá Zidane er hann miður sín yfir þessu og niðurbrotin maður," segir Sigurjón Sighvatsson sem frumsýndi nýstárlega heimildarmynd um knattspyrnukappann fyrr á þessu ári.

Lífið

Djassdívan Andrea á Q Bar

Djassinn heldur áfram að duna á Q Bar þar sem tónlistarmenn stíga á svið á hverju fimmtudagskvöldi í sumar. Í kvöld hefur djassdívan Andrea Gylfadóttir upp raust sína undir leik Gunnars Hrafnssonar bassaleikara og Björns Thoroddsen gítarleikara.

Lífið

Slagur á tvíslá

Kvikmyndin Stick It segir frá Haley Graham er gömul fimleikadrottning sem yfirgaf liðsfélaga sína á ögurstundu og rústaði þar með orðspori sínu í íþróttinni. Hún er iðinn við að koma sér í klandur með hverskyns tilraunum í jaðaríþróttum sem ögra bæði þyngdarlögmálinu og hinum almennu lögum.

Lífið

Stolin hugmynd?

Handritshöfundurinn Royce Mathew hefur kært Walt Disney og framleiðandann Jerry Bruckheimer fyrir að hafa stolið hugmyndinni sinni um sjóræningjana í Pirates Of The Caribbean.

Lífið