Lífið Sienna Miller vill festa ráð sitt og eignast börn Sienna Miller hefur ekki setið aðgerðarlaus síðan hún losaði sig við kvennabósann Jude Law og átt ófá stefnumót við hina ýmsu menn. Hún er þó komin með nóg af skyndikynnum og vill fara að festa ráð sitt. Síðasti opinberi kærastinn var fyrirsætan Jamie Burke en hann bjó í New York á meðan Miller bjó í London. Lífið 27.8.2007 17:03 Óttast um Amy og Blake Tengdafaðir Amy Winehouse hefur miklar áhyggjur af söngkonunni og syninum Blake Fielder-Civil og segist óttast að þau bætist í hóp ungstirna sem látist hafa fyrir aldur fram. Stjúpfaðir Amy hefur einnig lýst yfir áhyggjum sínum og óttast að fíkniefnavandi hjónanna dragi þau til dauða. Lífið 27.8.2007 16:17 Vel heppnuð afmælisveisla hjá löggunni Embætti Ríkislögreglustjóra hélt starfsmönnum sínum og fjölskyldum þeirra veislu í Viðey um helgina. Veislan var haldin í tilefni 10 ára afmælis embættisins þann 1. júlí síðastliðinn. Að sögn Guðmundar Guðjónssonar yfirlögregluþjóns heppnaðist veislan afar vel og voru um 140 manns samankomnir í Viðey. Lífið 27.8.2007 15:19 Renee Zellweger skreppur saman Leikkonan Renee Zellweger sem flestir muna eftir úr myndunum um hina bústnu og heimilislegu Bridget Jones er svo sannarlega búin að ná af sér þeim aukakílóum sem hún bætti á sig fyrir hlutverkið í myndunum. Nú er svo komið að mörgum þykir nóg um. Lífið 27.8.2007 14:05 Vanræktir hundar á heimili rapparans DMX Lögregla gerði rassíu á heimili rapparans DMX í Arizona á dögunum og fann þar 12 vanrækta hunda. Auk þess voru þrír hundar grafnir í garði rapparans. Nágrannar gerðu lögreglu viðvart en hundarnir höfðu hvorki fengið vott né þurrt um langt skeið. Lífið 27.8.2007 12:55 Við tökum þyrluna! Hollywoodparið Brad Pitt og Angelina Jolie hafa mikið látið að sér kveða í alls kyns góðgerðarmálum. Þau hafa ættleitt þrjú börn frá mismunandi heimsálfum og stendur Pitt nú fyrir góðgerðarverkefni í New Orleans sem miðar að uppbyggingu borgarinnar á umhverfisvænan hátt, eftir þær skemmdir sem fellibylurinn Katarina olli fyrir tveimur árum. Lífið 27.8.2007 11:30 Britney enn og aftur í vandræðum Umferðarlögregla stöðvaði Britney Spears fyrir of hraðan akstur á leið hennar til Las Vegas í gærkvöldi. Lögreglan gaf henni merki um að stöðva á hraðbrautinni en hún lét þó ekki segjast fyrr en eftir þó nokkra kílómetra. Lífið 27.8.2007 10:50 Owen Wilson á spítala eftir sjálfsmorðstilraun Hollywoodleikarinn Owen Wilson sem meðal annars gerði garðinn frægan í myndinni Wedding Crashers dvelur nú á spítala eftir sjálfsmorðstilraun. Leikarinn er sagður hafa skorið sig á púls eftir að hafa tekið inn töluvert magn af lyfjum. Lífið 27.8.2007 09:53 Reynir nýr ritstjóri DV Reynir Traustason mun taka við starfi ritstjóra DV á næstu dögum. Hann mun starfa við hlið núverandi ritstjóra Sigurjóns M. Egilssonar og verður þeirra verkefni í sameiningu að koma lestri blaðsins á þann stað sem telst viðunandi fyrir eigendur útgáfunnar. Í samtali við Vísi sagðist Reynir ekki geta tjáð sig um málið en að það myndi skýrast seinna í dag. Lífið 27.8.2007 09:42 Kate Moss að hverfa Vinir Kate Moss hafa miklar áhyggjur af fyrirsætunni, en hún hefur hríðhorast frá því hún hætti með dóphausnum Pete Doherty. Að sögn Daily Mail hefur hún misst fimm kíló á síðustu þremur vikum, og borðar því sem næst ekkert. Lífið 27.8.2007 09:21 Björn vill ekkert annað en Benz Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra er greinilega hrifinn af þýska bílaframleiðandanum Mercedes Benz. Hann á tvo slíka gráa bíla, jeppa og fólksbíl, auk þess sem ráðherrabifreið hans er að sjálfsögðu Benz. Lífið 27.8.2007 08:45 Lindsay í ástaratlotum á salerni Leikkonan og djammdrottningin Lindsay Lohan var gómuð í ástaratlotum á salerni meðferðarstofnunarinnar Cirque Lodge í Utah að því er breska götublaðið News of the World heldur fram. Heimildarmaður blaðsins sagði starfsmenn stofnunarinnar hafa heyrt undarleg hljóð koma frá einum af salernisklefunum. Lífið 26.8.2007 21:17 Diaz og Law saman í frí á Havaí Stjörnuleikarnir Jude Law og Cameron Diaz ætla saman í frí til Havaí. Þau kynntust við tökur á myndinni The Holiday og fór svo vel með á þeim að þau fóru á nokkur stefnumót. Nú er það hins vegar sumarfrí sem er á döfinni hjá skötuhjúnum. Áfangastaðurinn er Havaí þar sem Diaz dvaldi langdvölum með fyrrverandi kærasta sínum Justin Timberlake. Lífið 26.8.2007 10:30 Tvær barnfóstrur löbbuðu út frá Beckham-hjónunum Breska götublaðið News of the World heldur því fram að tvær barnfóstrur sem David og Victoria Beckham höfðu ráðið til að gæta þriggja sona sinna, Brooklyn, Romeo og Cruz, höfðu fengið nóg og sagt upp vegna framkomu hjónanna í sinn garð sem þær segja að hafi verið niðurlægjandi. Lífið 26.8.2007 08:55 Pavarotti útskrifaður af sjúkrahúsi Stórtenórinn Luciano Pavarotti var í dag útskrifaður af sjúkahúsi í Modena á Ítalíu þar sem hann hefur dvalið undanfarnar tvær vikur í alls kyns rannsóknum. Pavarotti var skorinn upp við krabbameini í blöðruhálskirtlinum fyrir einu ári og óttuðust þá margir að hann hefði sungið sinn svanasöng. En nú er þessari hrinu rannsókna lokið og því gat Pavarotti haldið heim á leið. Lífið 25.8.2007 16:31 Leikstjóri Boyz N The Hood varð konu að bana Hollywood leikstjórinn, John Singleton, komst í hann krappann á fimmtudaginn þegar hann ók Lexus bifreið sinni á gangandi vegfaranda. Konan sem varð fyrir bílnum var flutt á spítala þar sem hún var úrskurðuð látin á föstudagsmorgun. Lífið 25.8.2007 16:26 Hákon krónprins styður Mörtu systur Hákon krónprins Noregs tjáði sig í dag í fyrsta sinn um englaskólann sem systir hans Marta hefur sett á laggirnar við litla hrifningu samlanda sinna. Hákon stendur þétt við bakið á systur sinni og segist gleðjast yfir því að hún hafi fundið eitthvað sem heillar og drífur hana áfram. Lífið 25.8.2007 16:21 Katie og Cruise deila ekki svefnherbergi Heimildarmaður Star tímaritsins hefur greint frá því að hjónin Tom Cruise og Katie Holmes deili ekki svefnherbergi. Ástæðan er sú að Tom hrýtur og Katie þarf að eigin sögn að fá sinn fegurðarblund. Lífið 24.8.2007 16:30 Nýtt barn hjá Beckham hjónunum? Nýtt land, nýtt hús og nýtt barn hjá Beckham fjölskyldunni! Í viðtali við Daily Mirror á dögunum ræddi Victoria Beckham opinskátt um að hún og maður hennar David Beckham geti vel hugsað sér að bæta við barni. "Okkur langar í annað - kannski á næsta ári," sagði kryddið. Lífið 24.8.2007 15:44 Paris keypti barnaföt á meðan Richie sat í steininum Paris Hilton fór í gær og keypti rándýr barnaföt í tískuvöruversluninni Intuition handa vinkonu sinni og fyrrum meðleikkonu úr "Simpel Life" þáttunum, Nicole Richie. Á meðan sat Richie af sér fangelsisdóm sem hún hlaut fyrir akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Lífið 24.8.2007 14:44 Hasselhoff vinnur meiðyrðamál Strandavarðarleikarinn David Hasselhoff vann nýverið meiðyrðamál sem hann höfðaði gegn glanstímaritinu OK. Í blaði sem kom út þriðja júlí er því haldið fram að David hafi haldið upp á það að hafa aftur unnið forræði yfir dætrum sínum með því að hella sig blindfullan á næturklúbbi í Los Angeles. Lífið 24.8.2007 13:24 Richie búin að taka út fangelsisvist sína Nicole Richie tók út örskamma fangelsisvist sína í gær en hún sat einungis inni í 82 mínútur. Hin ólétta Nicole hefur varla náð að taka upp úr töskum áður en henni var aftur sleppt lausri. Líklega er vinkona hennar Paris Hilton græn af öfund en hún þurfti að sitja mun lengur inni á dögunum. Lífið 24.8.2007 12:52 Þingmenn á skólabekk Þingmennirnir Birkir Jón Jónsson og Magnús Stefánsson, fyrrverandi félagsmálaráðherra, hafa ákveðið að setjast á skólabekk.Þeir eru báðir byrjaðir í MBA námi í Háskóla Íslands og því ljóst að nóg verður að gera hjá þeim í vetur. Lífið 24.8.2007 11:58 Amy og eiginmaður hennar rispuð og marin eftir slagsmál Amy Winehouse ver bónda sinn eftir að bæði sást og heyrðist til heiftarlegra rifrilda þeirra á milli á hóteli í London. Fjöldi mynda náðist af parinu þar sem Blake Fielder-Civil, eiginmaður Amy, var allur klóraður á andliti og hálsi og Amy marin með gat á hnénu og blóðbletti á skónum. Lífið 24.8.2007 11:12 Lindsay Lohan dæmd í eins dags fangelsi Örlög Lindsay Lohan eru ráðin. Hún hefur verið dæmd til að sitja einn dag í fangelsi auk þess að gegna tíu daga samfélagsþjónustu. Henni er einnig gert að klára áfengis- og fíkniefnameðferð sem hún er í um þessar mundir. Lífið 24.8.2007 10:25 Losar sig við brjóstin Klámstjarnan Jenna Jameson hefur látið fjarlægja sílikonpúða úr frægum brjóstum sínum og hefur sagt skilið við klámheiminn. Jameson kveðst hundrað prósent ákveðin í að leggja klámið á hilluna, en það mun hafa haft sín áhrif á brjóstaminnkunina. Lífið 24.8.2007 10:15 Frumburðurinn fæddist á sömu mínútu og myndin hófst „Hún kom í heiminn 21 mínútu yfir átta, nánast á sömu mínútu og myndin byrjaði. Þetta var lygasögu líkast,“ segir leikstjórinn og nýbakaði faðirinn, Gunnar Björn Guðmundsson. Hans fyrsta kvikmynd í fullri lengd, Astrópía, var frumsýnd fyrir troðfullum sal Bíóhallarinnar í Álfabakka í fyrrakvöld en á sama tíma var leikstjórinn sjálfur staddur á fæðingardeildinni að taka á móti frumburði sínum. Lífið 24.8.2007 10:00 Jordan vill líkjast nunnu Fáklædda fyrirsætan Katie Price, betur þekkt undir nafninu Jordan, hyggur á frekari lýtaaðgerðir. Hún hefur þegar gengist undir brjóstastækkun, brjóstalyftingu og fengið botox-sprautur, og áformar að láta lyfta brjóstum sínum á ný í desember. Lífið 24.8.2007 09:45 Þyngdarlaus hönnun í Loftkastalanum Guðmundur Hallgrímsson, eða Mundi eins og hann kallar sig, heldur sýningu í Verinu í Loftkastalanum á morgun þar sem hann sýnir vetrarlínu sína. Mundi hannar föt undir merkinu Mundi Design og segir hann fötin framúrstefnuleg og henta best í engu þyngdarafli. Lífið 24.8.2007 09:30 Ánægður með undirskriftalista Útvarpsstöðin X-ið 977 hefur farið af stað með undirskriftalista þar sem hún skorar á umboðsmanninn Einar Bárðarson að leggja stráka- og stúlknasveitirnar Luxor og Nylon niður. Lífið 24.8.2007 09:15 « ‹ ›
Sienna Miller vill festa ráð sitt og eignast börn Sienna Miller hefur ekki setið aðgerðarlaus síðan hún losaði sig við kvennabósann Jude Law og átt ófá stefnumót við hina ýmsu menn. Hún er þó komin með nóg af skyndikynnum og vill fara að festa ráð sitt. Síðasti opinberi kærastinn var fyrirsætan Jamie Burke en hann bjó í New York á meðan Miller bjó í London. Lífið 27.8.2007 17:03
Óttast um Amy og Blake Tengdafaðir Amy Winehouse hefur miklar áhyggjur af söngkonunni og syninum Blake Fielder-Civil og segist óttast að þau bætist í hóp ungstirna sem látist hafa fyrir aldur fram. Stjúpfaðir Amy hefur einnig lýst yfir áhyggjum sínum og óttast að fíkniefnavandi hjónanna dragi þau til dauða. Lífið 27.8.2007 16:17
Vel heppnuð afmælisveisla hjá löggunni Embætti Ríkislögreglustjóra hélt starfsmönnum sínum og fjölskyldum þeirra veislu í Viðey um helgina. Veislan var haldin í tilefni 10 ára afmælis embættisins þann 1. júlí síðastliðinn. Að sögn Guðmundar Guðjónssonar yfirlögregluþjóns heppnaðist veislan afar vel og voru um 140 manns samankomnir í Viðey. Lífið 27.8.2007 15:19
Renee Zellweger skreppur saman Leikkonan Renee Zellweger sem flestir muna eftir úr myndunum um hina bústnu og heimilislegu Bridget Jones er svo sannarlega búin að ná af sér þeim aukakílóum sem hún bætti á sig fyrir hlutverkið í myndunum. Nú er svo komið að mörgum þykir nóg um. Lífið 27.8.2007 14:05
Vanræktir hundar á heimili rapparans DMX Lögregla gerði rassíu á heimili rapparans DMX í Arizona á dögunum og fann þar 12 vanrækta hunda. Auk þess voru þrír hundar grafnir í garði rapparans. Nágrannar gerðu lögreglu viðvart en hundarnir höfðu hvorki fengið vott né þurrt um langt skeið. Lífið 27.8.2007 12:55
Við tökum þyrluna! Hollywoodparið Brad Pitt og Angelina Jolie hafa mikið látið að sér kveða í alls kyns góðgerðarmálum. Þau hafa ættleitt þrjú börn frá mismunandi heimsálfum og stendur Pitt nú fyrir góðgerðarverkefni í New Orleans sem miðar að uppbyggingu borgarinnar á umhverfisvænan hátt, eftir þær skemmdir sem fellibylurinn Katarina olli fyrir tveimur árum. Lífið 27.8.2007 11:30
Britney enn og aftur í vandræðum Umferðarlögregla stöðvaði Britney Spears fyrir of hraðan akstur á leið hennar til Las Vegas í gærkvöldi. Lögreglan gaf henni merki um að stöðva á hraðbrautinni en hún lét þó ekki segjast fyrr en eftir þó nokkra kílómetra. Lífið 27.8.2007 10:50
Owen Wilson á spítala eftir sjálfsmorðstilraun Hollywoodleikarinn Owen Wilson sem meðal annars gerði garðinn frægan í myndinni Wedding Crashers dvelur nú á spítala eftir sjálfsmorðstilraun. Leikarinn er sagður hafa skorið sig á púls eftir að hafa tekið inn töluvert magn af lyfjum. Lífið 27.8.2007 09:53
Reynir nýr ritstjóri DV Reynir Traustason mun taka við starfi ritstjóra DV á næstu dögum. Hann mun starfa við hlið núverandi ritstjóra Sigurjóns M. Egilssonar og verður þeirra verkefni í sameiningu að koma lestri blaðsins á þann stað sem telst viðunandi fyrir eigendur útgáfunnar. Í samtali við Vísi sagðist Reynir ekki geta tjáð sig um málið en að það myndi skýrast seinna í dag. Lífið 27.8.2007 09:42
Kate Moss að hverfa Vinir Kate Moss hafa miklar áhyggjur af fyrirsætunni, en hún hefur hríðhorast frá því hún hætti með dóphausnum Pete Doherty. Að sögn Daily Mail hefur hún misst fimm kíló á síðustu þremur vikum, og borðar því sem næst ekkert. Lífið 27.8.2007 09:21
Björn vill ekkert annað en Benz Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra er greinilega hrifinn af þýska bílaframleiðandanum Mercedes Benz. Hann á tvo slíka gráa bíla, jeppa og fólksbíl, auk þess sem ráðherrabifreið hans er að sjálfsögðu Benz. Lífið 27.8.2007 08:45
Lindsay í ástaratlotum á salerni Leikkonan og djammdrottningin Lindsay Lohan var gómuð í ástaratlotum á salerni meðferðarstofnunarinnar Cirque Lodge í Utah að því er breska götublaðið News of the World heldur fram. Heimildarmaður blaðsins sagði starfsmenn stofnunarinnar hafa heyrt undarleg hljóð koma frá einum af salernisklefunum. Lífið 26.8.2007 21:17
Diaz og Law saman í frí á Havaí Stjörnuleikarnir Jude Law og Cameron Diaz ætla saman í frí til Havaí. Þau kynntust við tökur á myndinni The Holiday og fór svo vel með á þeim að þau fóru á nokkur stefnumót. Nú er það hins vegar sumarfrí sem er á döfinni hjá skötuhjúnum. Áfangastaðurinn er Havaí þar sem Diaz dvaldi langdvölum með fyrrverandi kærasta sínum Justin Timberlake. Lífið 26.8.2007 10:30
Tvær barnfóstrur löbbuðu út frá Beckham-hjónunum Breska götublaðið News of the World heldur því fram að tvær barnfóstrur sem David og Victoria Beckham höfðu ráðið til að gæta þriggja sona sinna, Brooklyn, Romeo og Cruz, höfðu fengið nóg og sagt upp vegna framkomu hjónanna í sinn garð sem þær segja að hafi verið niðurlægjandi. Lífið 26.8.2007 08:55
Pavarotti útskrifaður af sjúkrahúsi Stórtenórinn Luciano Pavarotti var í dag útskrifaður af sjúkahúsi í Modena á Ítalíu þar sem hann hefur dvalið undanfarnar tvær vikur í alls kyns rannsóknum. Pavarotti var skorinn upp við krabbameini í blöðruhálskirtlinum fyrir einu ári og óttuðust þá margir að hann hefði sungið sinn svanasöng. En nú er þessari hrinu rannsókna lokið og því gat Pavarotti haldið heim á leið. Lífið 25.8.2007 16:31
Leikstjóri Boyz N The Hood varð konu að bana Hollywood leikstjórinn, John Singleton, komst í hann krappann á fimmtudaginn þegar hann ók Lexus bifreið sinni á gangandi vegfaranda. Konan sem varð fyrir bílnum var flutt á spítala þar sem hún var úrskurðuð látin á föstudagsmorgun. Lífið 25.8.2007 16:26
Hákon krónprins styður Mörtu systur Hákon krónprins Noregs tjáði sig í dag í fyrsta sinn um englaskólann sem systir hans Marta hefur sett á laggirnar við litla hrifningu samlanda sinna. Hákon stendur þétt við bakið á systur sinni og segist gleðjast yfir því að hún hafi fundið eitthvað sem heillar og drífur hana áfram. Lífið 25.8.2007 16:21
Katie og Cruise deila ekki svefnherbergi Heimildarmaður Star tímaritsins hefur greint frá því að hjónin Tom Cruise og Katie Holmes deili ekki svefnherbergi. Ástæðan er sú að Tom hrýtur og Katie þarf að eigin sögn að fá sinn fegurðarblund. Lífið 24.8.2007 16:30
Nýtt barn hjá Beckham hjónunum? Nýtt land, nýtt hús og nýtt barn hjá Beckham fjölskyldunni! Í viðtali við Daily Mirror á dögunum ræddi Victoria Beckham opinskátt um að hún og maður hennar David Beckham geti vel hugsað sér að bæta við barni. "Okkur langar í annað - kannski á næsta ári," sagði kryddið. Lífið 24.8.2007 15:44
Paris keypti barnaföt á meðan Richie sat í steininum Paris Hilton fór í gær og keypti rándýr barnaföt í tískuvöruversluninni Intuition handa vinkonu sinni og fyrrum meðleikkonu úr "Simpel Life" þáttunum, Nicole Richie. Á meðan sat Richie af sér fangelsisdóm sem hún hlaut fyrir akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Lífið 24.8.2007 14:44
Hasselhoff vinnur meiðyrðamál Strandavarðarleikarinn David Hasselhoff vann nýverið meiðyrðamál sem hann höfðaði gegn glanstímaritinu OK. Í blaði sem kom út þriðja júlí er því haldið fram að David hafi haldið upp á það að hafa aftur unnið forræði yfir dætrum sínum með því að hella sig blindfullan á næturklúbbi í Los Angeles. Lífið 24.8.2007 13:24
Richie búin að taka út fangelsisvist sína Nicole Richie tók út örskamma fangelsisvist sína í gær en hún sat einungis inni í 82 mínútur. Hin ólétta Nicole hefur varla náð að taka upp úr töskum áður en henni var aftur sleppt lausri. Líklega er vinkona hennar Paris Hilton græn af öfund en hún þurfti að sitja mun lengur inni á dögunum. Lífið 24.8.2007 12:52
Þingmenn á skólabekk Þingmennirnir Birkir Jón Jónsson og Magnús Stefánsson, fyrrverandi félagsmálaráðherra, hafa ákveðið að setjast á skólabekk.Þeir eru báðir byrjaðir í MBA námi í Háskóla Íslands og því ljóst að nóg verður að gera hjá þeim í vetur. Lífið 24.8.2007 11:58
Amy og eiginmaður hennar rispuð og marin eftir slagsmál Amy Winehouse ver bónda sinn eftir að bæði sást og heyrðist til heiftarlegra rifrilda þeirra á milli á hóteli í London. Fjöldi mynda náðist af parinu þar sem Blake Fielder-Civil, eiginmaður Amy, var allur klóraður á andliti og hálsi og Amy marin með gat á hnénu og blóðbletti á skónum. Lífið 24.8.2007 11:12
Lindsay Lohan dæmd í eins dags fangelsi Örlög Lindsay Lohan eru ráðin. Hún hefur verið dæmd til að sitja einn dag í fangelsi auk þess að gegna tíu daga samfélagsþjónustu. Henni er einnig gert að klára áfengis- og fíkniefnameðferð sem hún er í um þessar mundir. Lífið 24.8.2007 10:25
Losar sig við brjóstin Klámstjarnan Jenna Jameson hefur látið fjarlægja sílikonpúða úr frægum brjóstum sínum og hefur sagt skilið við klámheiminn. Jameson kveðst hundrað prósent ákveðin í að leggja klámið á hilluna, en það mun hafa haft sín áhrif á brjóstaminnkunina. Lífið 24.8.2007 10:15
Frumburðurinn fæddist á sömu mínútu og myndin hófst „Hún kom í heiminn 21 mínútu yfir átta, nánast á sömu mínútu og myndin byrjaði. Þetta var lygasögu líkast,“ segir leikstjórinn og nýbakaði faðirinn, Gunnar Björn Guðmundsson. Hans fyrsta kvikmynd í fullri lengd, Astrópía, var frumsýnd fyrir troðfullum sal Bíóhallarinnar í Álfabakka í fyrrakvöld en á sama tíma var leikstjórinn sjálfur staddur á fæðingardeildinni að taka á móti frumburði sínum. Lífið 24.8.2007 10:00
Jordan vill líkjast nunnu Fáklædda fyrirsætan Katie Price, betur þekkt undir nafninu Jordan, hyggur á frekari lýtaaðgerðir. Hún hefur þegar gengist undir brjóstastækkun, brjóstalyftingu og fengið botox-sprautur, og áformar að láta lyfta brjóstum sínum á ný í desember. Lífið 24.8.2007 09:45
Þyngdarlaus hönnun í Loftkastalanum Guðmundur Hallgrímsson, eða Mundi eins og hann kallar sig, heldur sýningu í Verinu í Loftkastalanum á morgun þar sem hann sýnir vetrarlínu sína. Mundi hannar föt undir merkinu Mundi Design og segir hann fötin framúrstefnuleg og henta best í engu þyngdarafli. Lífið 24.8.2007 09:30
Ánægður með undirskriftalista Útvarpsstöðin X-ið 977 hefur farið af stað með undirskriftalista þar sem hún skorar á umboðsmanninn Einar Bárðarson að leggja stráka- og stúlknasveitirnar Luxor og Nylon niður. Lífið 24.8.2007 09:15