Lífið

Þyngdarlaus hönnun í Loftkastalanum

Guðmundur Hallgrímsson, eða Mundi eins og hann kallar sig, heldur sýningu í Verinu í Loftkastalanum á morgun þar sem hann sýnir vetrarlínu sína. Mundi hannar föt undir merkinu Mundi Design og segir hann fötin framúrstefnuleg og henta best í engu þyngdarafli.

 

Mundi hefur mikið hannað peysur prjónaðar úr ull en þó er um heila fatalínu að ræða með öllu tilheyrandi. Mundi kom fyrst fram með hönnun sína á tískusýningu í París fyrir rúmu ári og eftir það fóru hlutirnir að gerast. Hann selur nú vörur sínar meðal annars í Tokyo, New York, Los Angeles, París og í versluninni Kronkron í Reykjavík.

 

Sýningin á morgun hefst klukkan átta og verður auk tískusýningarinnar boðið upp á ýmis tónlistaratriði.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.