Lífið

Losar sig við brjóstin

Jenna Jameson er hætt í kláminu og dreif sig í brjóstaminnkun.
Jenna Jameson er hætt í kláminu og dreif sig í brjóstaminnkun. nordicphotos/getty

Klámstjarnan Jenna Jameson hefur látið fjarlægja sílikonpúða úr frægum brjóstum sínum og hefur sagt skilið við klámheiminn. Jameson kveðst hundrað prósent ákveðin í að leggja klámið á hilluna, en það mun hafa haft sín áhrif á brjóstaminnkunina.

Jameson segist upplifa nýtt frelsi með minni brjóst á bringunni. „Nú get ég skokkað án þess að halda utan um brjóstin á mér,“ sagði hún. Stjarnan segir að henni hafi fundist þau óþægileg. „Ég varð feimin á ströndinni. Ég veit að það hljómar skringilega, en ég var vön að klæða mig í boli með háu hálsmáli, nema þegar ég var á klámmyndaráðstefnum. Svo ég hugsaði með mér, „Af hverju ekki að verða sú sem ég er og taka púðana úr?,“ sagði stjarnan.

Kærasti Jameson, bardagaíþróttakappinn Tito Ortiz, sem keppir í Ultimate Fighting, var staddur í Írak þegar hún fór í aðgerðina, en ku hafa verið sáttur við ákvörðunina.

Á næsta ári mun Jameson senda frá sér fatalínu, teiknimyndafígúru í líki hennar, ásamt því að kvikmynd um líf fyrrum klámstjörnunnar kemur í bíóhúsin. „Ég myndi vilja að Scarlett Johansson léki mig. Rachel McAdams og Sienna Miller eru líka frábærar,“ sagði stjarnan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.