Lífið

Við tökum þyrluna!

Ekki alveg búin að gleyma glamúrnum
Ekki alveg búin að gleyma glamúrnum MYND/Getty

Hollywoodparið Brad Pitt og Angelina Jolie hafa mikið látið að sér kveða í alls kyns góðgerðarmálum. Þau hafa ættleitt þrjú börn frá mismunandi heimsálfum og stendur Pitt nú fyrir góðgerðarverkefni í New Orleans sem miðar að uppbyggingu borgarinnar á umhverfisvænan hátt, eftir þær skemmdir sem fellibylurinn Katarina olli fyrir tveimur árum.

Parið virðist þó enn eiga sín "Hollywoodmóment" en í gær stóðu þau fyrir góðgerðarsamkomu í tengslum við verkefnið sem ber heitið, Make it Right, í Hampton. Í stað þess að hlunkast í bíl frá New York og á leiðarenda, vippaði gullparið sér upp í næstu þyrlu og lenti með glæsibrag. Spurning hversu umhverfisvænt það ferðalag hafi verið...






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.