Lífið Faðir Beckhams á batavegi Faðir David Beckhams er nú á batavegi eftir að hafa fengið hjartaáfall í síðustu viku. Hann er orðinn það hress að hann sagði syni sínum, David, og eiginkonu hans, Victoriu, að fara aftur heim til barna sinna í Los Angeles. Hann tók sig meira að segja til og veifaði þeim bless á bílaplani spítalans. Lífið 1.10.2007 11:08 Glæsibrúðkaup í vændum hjá Richie Nicole Richie og Joel Madden munu ganga að eiga hvort annað um miðjan mánuðinn. Parið mun ætla að slá upp rausnarlegu brúðkaupi á Laguna Beach í Californiu og fregnir herma að dagsetningin 13. október hafi verið valin. Lífið 1.10.2007 10:43 Letterman reif Paris í sig Spjallþáttastjórnandinn David Letterman fór allt annað en mjúkum höndum um hótelerfingjann Paris Hilton þegar hún mætti til hans í viðtal í góðri trú á föstudag. Paris var þangað komin til að kynna nýjustu kvikmynd sína, fatalínu og ilmvatn en Letterman bauð hana velkomna með því að spyrja hvernig henni hefði fundist í fangelsinu. Lífið 1.10.2007 10:05 Pamela Anderson á leið í hnapphelduna Strandvörðurinn fyrrverandi, Pamela Anderson, og Rick Salomon, fyrrverandi kærasti Parisar Hilton, verða brátt gefin saman í hjónaband ef marka má heimildir Reuters fréttastofunnar. Þetta yrði þriðja hjónaband Anderson. Hjónaband hennar og Tommy Lee trommuleikara hljómsveitarinnar Motley Crue endaði með ósköpum árið 1998 eftir þriggja ára hjónaband. Anderson skyldi síðan við seinni eiginmann sinn, Kid Rock á síðasta ári eftir fjögurra mánaða hjónaband. Lífið 1.10.2007 08:13 Marijúana er vandamál fyrir George Poppsöngvarinn George Michael hefur viðurkennt að notkun hans á marijúana geti verið vandamál og að hann sé stöðugt að reyna að reykja minna af efninu. "Algerlega, ég myndi vilja nota það minna, engin spurning," sagði hann í útvarpsviðtali við BBC. "Að því leiti er þetta vandamál." Lífið 30.9.2007 21:00 Þroskandi að koma út úr skápnum Grey´s Anatomy leikarinn T.R. Knight segist hafa þroskast heilmikið sem manneskja eftir að hann kom út úr skápnum fyrir tæpu ári síðan. Knight sem leikur George O´Malley lækni sagði í viðtali við Ellen DeGeneres að honum fyndist hann hafa lært mjög mikið. Lífið 30.9.2007 18:37 Eriksson heldur enn framhjá Sven Göran Eriksson er enn við sama heygarðshornið eftir því sem breska blaðið News of the World greinir frá. Hann er enn í sambandi við Nacy D'Olio en heldur áfram að halda framhjá henni. Nú hefur hann sést með Saima Ansari, 38 ára gamalli einstæðri móður, sem hefur dvalið löngum stundum á hótelherbergi Svíans. Lífið 30.9.2007 13:00 Louis Maxwell - Miss Moneypenny deyr Louis Maxwell sem lék Miss Moneypenny í 14 James Bond myndum er látin. Maxwell var kanadísk, en bjó í Ástralíu og var áttræð þegar hún lést. Hún lék aðalhlutverkið í Doktor No á móti Sean Connery árið 1962. Hún hélt áfram í hlutverki einkaritara M þar til árið 1985 þegar hún lék það í síðasta sinn í myndinni A View To A Kill með Roger Moore. Lífið 30.9.2007 12:02 Jagger svaf hjá nýráðinni barnapíu Það tók sjónvarpsbarnapíuna Claire Verity ekki nema nokkra tíma að sofa hjá rokkaranum Mick Jagger eftir að hún hafði verið ráðin til að gæta sonar hans. Þetta upplýsir hún í viðtali við breska blaðið News of the World í dag. Lífið 30.9.2007 12:00 Kvikmyndin Börn fékk Gyllta Svaninn Íslenska kvikmyndin Börn eftir Ragnar Bragason fékk í kvöld Gyllta Svaninn á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Kaupmannahöfn. „Ég var nú bara klökkur,“ sagði Ragnar þegar Vísir náði tali af honum við lok verðlaunaafhendingunnar í Scala kvikmyndahúsinu í gærkvöldi. Lífið 29.9.2007 20:17 Ljósmyndaþjófur Cruise deyr Maður sem viðurkenndi að eiga þátt í tilraun til að kúga um hundrað milljónir íslenskra króna út úr Tom Cruise, fannst látinn í gær. Maðurinn hafði stolið myndum úr brúðkaupi leikarans. Rannsókn lögreglunnar leiddi í ljós að svo virtist sem David Hans Schmidt hefði framið sjálfsmorð. Lífið 29.9.2007 19:31 Sutherland gæti lent í fangelsi Íslandsvinurinn Kiefer Sutherland gæti endað í fangelsi ef hann verður fundinn sekur um að hafa ekið undir áhrifum áfengis . Sutherland var formlega ákærður í gær fyrir að hafa í tvígang verið tekinn drukkinn undir stýri. Hann gæti átt von á að minnsta kosti fjögurra daga gæsluvarðhaldi Lífið 29.9.2007 17:15 Þjófar stela nýjasta handriti Coppola Þjófar í Argentínu stálu tölvu bandaríska kvikmyndaleikstjórans Francis Ford Coppola, en í henni var handrit af nýjustu kvikmyndinni sem Óskarsverðlaunahafinn vinnur að. Fimm vopnaðir menn réðust inn í hús leikstjórans í Palermo hverfinu í Buenos Aires, en þar býr efnameira fólk borgarinnar. Þeir létu greipar sópa og tóku meðal annars tölvur og myndavélar. Lífið 29.9.2007 13:55 Viggo tók soninn með í Kristjaníu Danski leikarinn Viggo Mortensen tók 19 ára gamlan son sinn með sér er hann heimsótti fríríkið Kristjaníu fyrr í sumar. Þetta kemur fram í viðtali blaðsins Nyhedsavisen í dag. Sjálfur var Viggo, að sögn, heimilisgestur í Kristjaníu á áttunda áratugnum. Lífið 28.9.2007 20:13 Britney snýr vörn í sókn Vandræðagemsinn Britney Spears hefur nú snúið vörn í sókn gegn paparazzi-ljósmyndurum sem elta hana á röndum. Síðastliðinn miðvikudag þegar þeir stóðu í hnapp límdir upp við rúðuna á mexíkóskum veitingastað í Los Angeles, þar sem Britney snæddi kvöldverð, kom hún þeim á óvart með því að taka upp eigin myndbandsupptökuvél og beina henni að þeim. Lífið 28.9.2007 16:00 Kattarslagur í Sex and the City Um þessar mundir er verið að taka upp Sex and the City: The Movie sem er byggð á samnefndum sjónvarpsþáttum um líf fjögurra vinkvenna á Manhattan í New York. Þættirnir hafa notið gríðarlegra vinsælda undanfarin ár en þrátt fyrir að allt viðrist með felldu á tökustað þá kraumar víst pirringur og óánægja undir niðri. Lífið 28.9.2007 13:54 Jackson EKKI genginn út Talsmaður Michael Jacksons hefur borið til baka sögusagnir um að söngvarinn sé genginn út. „Þrátt fyrir þrálátan orðróm um að Jackson hafi gengið að eiga barnfóstru barna sinna, Grace Rwaramba, get ég staðfest að hann er ekki á rökum reistur,“ segir Rayone Bain, talsmaður söngvarans, í samtali við Access Hollywood. Lífið 28.9.2007 12:33 Beckham biður fyrir föður sínum David Beckham er nú staddur í London til að vera við hlið föður síns sem liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi eftir að hafa fengið alvarlegt hjartaáfall á miðvikudag. Fjölskylduvinur segir David og systur hans miður sín og að þau hafi miklar áhygggjur af föður sínum, Ted Beckham. Þau vona og biðja til guðs að hann nái sér og David mun ætla að dvelja í London eins lengi og þörf er á. Lífið 28.9.2007 11:22 Oprah launahæsta sjónvarpsstjarnan Bandaríski spjallþáttastjórnandinn Oprah Winfrey er samkvæmt nýútkomnum lista Forbes tímaritsins launahæsta sjónvarpsstjarnan og þénar fjórfalt meira en sú næsta í röðinni. Á tímabilinu júní 2006 til júlí 2007 voru laun hennar samtals 260 milljónir Bandaríkjadala. Lífið 28.9.2007 10:41 Madonna meðal tilnefndra í Hall of fame Madonna, the Beastie Boys og Donna Summer eru meðal þeirra sem tilnefnd hafa verið í heiðurshöll tónlistarmanna (US Rock and Roll Hall of Fame), samkvæmt Billboard tímaritinu. Þá hafa Leonard Cohen, John Mellencamp, Chic, the Dave Clark Five og Afrika Bambaataa einnig verið tilnefnd. Lífið 28.9.2007 10:10 Nýjasta handriti Coppola stolið Fimm vopnaðir þjófar réðust inn á heimili bandardíska kvikmyndaleikstjórans Francis Ford Coppola í gær og rændu meðal annars fartölvu sem í var handrit að væntanlegri kvikmynd leikstjórans sem mun heita Tetro. Lífið 28.9.2007 09:05 Eyþór tekur glæsieign í Þingholtsstræti í gegn „Við sáum þarna einfaldlega kærkomið tækifæri og vildum taka þátt í því endurreisnarstarfi sem hefur verið í gangi í Þingholtunum,“ segir bæjarfulltrúinn Eyþór Arnalds en hann og eiginkonan Dagmar Una Ólafsdóttir keyptu í sumar hundrað ára gamalt timburhús við Þingholtsstræti 21. Lífið 28.9.2007 00:01 Pönkið aftur í sviðsljósið "Ég bara treysti því að menn fari vel með þetta," segir tónlistarmaðurinn Einar Örn Benediktsson en annað kvöld, föstudag, verða tónleikar á Grand Rokk, Smiðjustíg 6, þar sem fram kemur hljómsveitin P.P. Um er að ræða svokallað "tribute"-band eða hljómsveit sem gagngert hefur verið sett saman til heiðurs hljómsveitinni Purrki Pillnikk en sú hljómsveit hélt lokatónleika sína fyrir réttum aldarfjórðungi. Lífið 27.9.2007 18:55 Stjörnurnar og sléttujárnið Hjá stjörnum sem daglega eru í sviðsljósinu getur skipt sköpum að hafa hárið í lagi. Sumar leyfa því að liðast frjálslega um andlitið á meðan aðrar virðast halda lykillinn að fullkomnu útliti felist í að ríghalda um sléttujárnið og stilla hitastigið í botn. Lífið 27.9.2007 16:43 Michael Jackson genginn út? Samkvæmt heimildum ameríska slúðurblaðsins National Enquirer mun konungur poppsins, Michael Jackson, vera genginn út, enn eina ferðina enn. Þrátt fyrir að menn úr herbúðum söngvarans neiti þeim sögusögnum þá hefur blaðið birt afrit af gögnum þar sem Jackson staðfestir að hann sé kvæntur. Lífið 27.9.2007 16:00 Pamela og Denise Richards saman á forsíðu Playboy? Vinkonunum Pamelu Anderson og Denise Richards hefur verið boðið að sitja fyrir naktar í Playboy fyrir eina milljón Bandaríkjadala eða um 62 milljónir íslenskra króna. Fréttir herma að þær stöllur, sem báðar hafa setið fyrir í blaðinu áður, íhugi alvarlega að taka tilboðinu. Lífið 27.9.2007 15:00 Frægðarsól Moss dvínar Síðastliðið haust var Kate Moss á hátindi frægðarinnar þrátt fyrir bakslag árið 2005 þegar myndir af henni við eiturlyfjaneyslu láku út. Í kjölfarið rifti fjöldi vöruframleiðenda samningum við hana en að ári liðnu var hún orðin eftirsóttari en nokkru sinni fyrr. Lífið 27.9.2007 14:16 Victoria hannar fyrir Mel B Það getur komið sér vel að eiga vinkonu sem er jafn vel að sér í tískunni og Victoria Beckham. Mel B hefur nú beðið stallsystur sína úr Spice girls að hann fyrir sig þá kjóla og búninga sem hún mun klæðast í Dancing with the Stars keppninni sem hún tekur þátt í. Þessi ameríska útgáfa af hinum geysivinsæla Strictly Come Dancing hófst í þessari viku og byrjaði kryddið vel á léttum Cha cha cha. Lífið 27.9.2007 13:36 Scorsese gerir mynd um George Harrison Kvikmyndaleikstjórinn Martin Scorsese hefur fallist á að gera mynd um Bítilinn George Harrison. Olivia, ekkja Harrison verður mun aðstoða við gerð handritsins. Þá munu þeir Paul McCartney og Ringo Starr einnig leggja sitt af mörkum. Lífið 27.9.2007 12:55 Diddú: Stór stund fyrir Ísland „Þetta var stór stund fyrir Ísland,“ segir Sigrún Hjálmtýsdóttir, betur þekkt sem Diddú um tónleika hennar og Garðars Thórs Cortes sem haldnir voru í Barbican Centre í London í gær. „Þetta var þvílíkt ævintýri. Það mætti okkur strax í upphafi heitur straumur frá fullum sal áhorfenda. Lífið 27.9.2007 11:32 « ‹ ›
Faðir Beckhams á batavegi Faðir David Beckhams er nú á batavegi eftir að hafa fengið hjartaáfall í síðustu viku. Hann er orðinn það hress að hann sagði syni sínum, David, og eiginkonu hans, Victoriu, að fara aftur heim til barna sinna í Los Angeles. Hann tók sig meira að segja til og veifaði þeim bless á bílaplani spítalans. Lífið 1.10.2007 11:08
Glæsibrúðkaup í vændum hjá Richie Nicole Richie og Joel Madden munu ganga að eiga hvort annað um miðjan mánuðinn. Parið mun ætla að slá upp rausnarlegu brúðkaupi á Laguna Beach í Californiu og fregnir herma að dagsetningin 13. október hafi verið valin. Lífið 1.10.2007 10:43
Letterman reif Paris í sig Spjallþáttastjórnandinn David Letterman fór allt annað en mjúkum höndum um hótelerfingjann Paris Hilton þegar hún mætti til hans í viðtal í góðri trú á föstudag. Paris var þangað komin til að kynna nýjustu kvikmynd sína, fatalínu og ilmvatn en Letterman bauð hana velkomna með því að spyrja hvernig henni hefði fundist í fangelsinu. Lífið 1.10.2007 10:05
Pamela Anderson á leið í hnapphelduna Strandvörðurinn fyrrverandi, Pamela Anderson, og Rick Salomon, fyrrverandi kærasti Parisar Hilton, verða brátt gefin saman í hjónaband ef marka má heimildir Reuters fréttastofunnar. Þetta yrði þriðja hjónaband Anderson. Hjónaband hennar og Tommy Lee trommuleikara hljómsveitarinnar Motley Crue endaði með ósköpum árið 1998 eftir þriggja ára hjónaband. Anderson skyldi síðan við seinni eiginmann sinn, Kid Rock á síðasta ári eftir fjögurra mánaða hjónaband. Lífið 1.10.2007 08:13
Marijúana er vandamál fyrir George Poppsöngvarinn George Michael hefur viðurkennt að notkun hans á marijúana geti verið vandamál og að hann sé stöðugt að reyna að reykja minna af efninu. "Algerlega, ég myndi vilja nota það minna, engin spurning," sagði hann í útvarpsviðtali við BBC. "Að því leiti er þetta vandamál." Lífið 30.9.2007 21:00
Þroskandi að koma út úr skápnum Grey´s Anatomy leikarinn T.R. Knight segist hafa þroskast heilmikið sem manneskja eftir að hann kom út úr skápnum fyrir tæpu ári síðan. Knight sem leikur George O´Malley lækni sagði í viðtali við Ellen DeGeneres að honum fyndist hann hafa lært mjög mikið. Lífið 30.9.2007 18:37
Eriksson heldur enn framhjá Sven Göran Eriksson er enn við sama heygarðshornið eftir því sem breska blaðið News of the World greinir frá. Hann er enn í sambandi við Nacy D'Olio en heldur áfram að halda framhjá henni. Nú hefur hann sést með Saima Ansari, 38 ára gamalli einstæðri móður, sem hefur dvalið löngum stundum á hótelherbergi Svíans. Lífið 30.9.2007 13:00
Louis Maxwell - Miss Moneypenny deyr Louis Maxwell sem lék Miss Moneypenny í 14 James Bond myndum er látin. Maxwell var kanadísk, en bjó í Ástralíu og var áttræð þegar hún lést. Hún lék aðalhlutverkið í Doktor No á móti Sean Connery árið 1962. Hún hélt áfram í hlutverki einkaritara M þar til árið 1985 þegar hún lék það í síðasta sinn í myndinni A View To A Kill með Roger Moore. Lífið 30.9.2007 12:02
Jagger svaf hjá nýráðinni barnapíu Það tók sjónvarpsbarnapíuna Claire Verity ekki nema nokkra tíma að sofa hjá rokkaranum Mick Jagger eftir að hún hafði verið ráðin til að gæta sonar hans. Þetta upplýsir hún í viðtali við breska blaðið News of the World í dag. Lífið 30.9.2007 12:00
Kvikmyndin Börn fékk Gyllta Svaninn Íslenska kvikmyndin Börn eftir Ragnar Bragason fékk í kvöld Gyllta Svaninn á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Kaupmannahöfn. „Ég var nú bara klökkur,“ sagði Ragnar þegar Vísir náði tali af honum við lok verðlaunaafhendingunnar í Scala kvikmyndahúsinu í gærkvöldi. Lífið 29.9.2007 20:17
Ljósmyndaþjófur Cruise deyr Maður sem viðurkenndi að eiga þátt í tilraun til að kúga um hundrað milljónir íslenskra króna út úr Tom Cruise, fannst látinn í gær. Maðurinn hafði stolið myndum úr brúðkaupi leikarans. Rannsókn lögreglunnar leiddi í ljós að svo virtist sem David Hans Schmidt hefði framið sjálfsmorð. Lífið 29.9.2007 19:31
Sutherland gæti lent í fangelsi Íslandsvinurinn Kiefer Sutherland gæti endað í fangelsi ef hann verður fundinn sekur um að hafa ekið undir áhrifum áfengis . Sutherland var formlega ákærður í gær fyrir að hafa í tvígang verið tekinn drukkinn undir stýri. Hann gæti átt von á að minnsta kosti fjögurra daga gæsluvarðhaldi Lífið 29.9.2007 17:15
Þjófar stela nýjasta handriti Coppola Þjófar í Argentínu stálu tölvu bandaríska kvikmyndaleikstjórans Francis Ford Coppola, en í henni var handrit af nýjustu kvikmyndinni sem Óskarsverðlaunahafinn vinnur að. Fimm vopnaðir menn réðust inn í hús leikstjórans í Palermo hverfinu í Buenos Aires, en þar býr efnameira fólk borgarinnar. Þeir létu greipar sópa og tóku meðal annars tölvur og myndavélar. Lífið 29.9.2007 13:55
Viggo tók soninn með í Kristjaníu Danski leikarinn Viggo Mortensen tók 19 ára gamlan son sinn með sér er hann heimsótti fríríkið Kristjaníu fyrr í sumar. Þetta kemur fram í viðtali blaðsins Nyhedsavisen í dag. Sjálfur var Viggo, að sögn, heimilisgestur í Kristjaníu á áttunda áratugnum. Lífið 28.9.2007 20:13
Britney snýr vörn í sókn Vandræðagemsinn Britney Spears hefur nú snúið vörn í sókn gegn paparazzi-ljósmyndurum sem elta hana á röndum. Síðastliðinn miðvikudag þegar þeir stóðu í hnapp límdir upp við rúðuna á mexíkóskum veitingastað í Los Angeles, þar sem Britney snæddi kvöldverð, kom hún þeim á óvart með því að taka upp eigin myndbandsupptökuvél og beina henni að þeim. Lífið 28.9.2007 16:00
Kattarslagur í Sex and the City Um þessar mundir er verið að taka upp Sex and the City: The Movie sem er byggð á samnefndum sjónvarpsþáttum um líf fjögurra vinkvenna á Manhattan í New York. Þættirnir hafa notið gríðarlegra vinsælda undanfarin ár en þrátt fyrir að allt viðrist með felldu á tökustað þá kraumar víst pirringur og óánægja undir niðri. Lífið 28.9.2007 13:54
Jackson EKKI genginn út Talsmaður Michael Jacksons hefur borið til baka sögusagnir um að söngvarinn sé genginn út. „Þrátt fyrir þrálátan orðróm um að Jackson hafi gengið að eiga barnfóstru barna sinna, Grace Rwaramba, get ég staðfest að hann er ekki á rökum reistur,“ segir Rayone Bain, talsmaður söngvarans, í samtali við Access Hollywood. Lífið 28.9.2007 12:33
Beckham biður fyrir föður sínum David Beckham er nú staddur í London til að vera við hlið föður síns sem liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi eftir að hafa fengið alvarlegt hjartaáfall á miðvikudag. Fjölskylduvinur segir David og systur hans miður sín og að þau hafi miklar áhygggjur af föður sínum, Ted Beckham. Þau vona og biðja til guðs að hann nái sér og David mun ætla að dvelja í London eins lengi og þörf er á. Lífið 28.9.2007 11:22
Oprah launahæsta sjónvarpsstjarnan Bandaríski spjallþáttastjórnandinn Oprah Winfrey er samkvæmt nýútkomnum lista Forbes tímaritsins launahæsta sjónvarpsstjarnan og þénar fjórfalt meira en sú næsta í röðinni. Á tímabilinu júní 2006 til júlí 2007 voru laun hennar samtals 260 milljónir Bandaríkjadala. Lífið 28.9.2007 10:41
Madonna meðal tilnefndra í Hall of fame Madonna, the Beastie Boys og Donna Summer eru meðal þeirra sem tilnefnd hafa verið í heiðurshöll tónlistarmanna (US Rock and Roll Hall of Fame), samkvæmt Billboard tímaritinu. Þá hafa Leonard Cohen, John Mellencamp, Chic, the Dave Clark Five og Afrika Bambaataa einnig verið tilnefnd. Lífið 28.9.2007 10:10
Nýjasta handriti Coppola stolið Fimm vopnaðir þjófar réðust inn á heimili bandardíska kvikmyndaleikstjórans Francis Ford Coppola í gær og rændu meðal annars fartölvu sem í var handrit að væntanlegri kvikmynd leikstjórans sem mun heita Tetro. Lífið 28.9.2007 09:05
Eyþór tekur glæsieign í Þingholtsstræti í gegn „Við sáum þarna einfaldlega kærkomið tækifæri og vildum taka þátt í því endurreisnarstarfi sem hefur verið í gangi í Þingholtunum,“ segir bæjarfulltrúinn Eyþór Arnalds en hann og eiginkonan Dagmar Una Ólafsdóttir keyptu í sumar hundrað ára gamalt timburhús við Þingholtsstræti 21. Lífið 28.9.2007 00:01
Pönkið aftur í sviðsljósið "Ég bara treysti því að menn fari vel með þetta," segir tónlistarmaðurinn Einar Örn Benediktsson en annað kvöld, föstudag, verða tónleikar á Grand Rokk, Smiðjustíg 6, þar sem fram kemur hljómsveitin P.P. Um er að ræða svokallað "tribute"-band eða hljómsveit sem gagngert hefur verið sett saman til heiðurs hljómsveitinni Purrki Pillnikk en sú hljómsveit hélt lokatónleika sína fyrir réttum aldarfjórðungi. Lífið 27.9.2007 18:55
Stjörnurnar og sléttujárnið Hjá stjörnum sem daglega eru í sviðsljósinu getur skipt sköpum að hafa hárið í lagi. Sumar leyfa því að liðast frjálslega um andlitið á meðan aðrar virðast halda lykillinn að fullkomnu útliti felist í að ríghalda um sléttujárnið og stilla hitastigið í botn. Lífið 27.9.2007 16:43
Michael Jackson genginn út? Samkvæmt heimildum ameríska slúðurblaðsins National Enquirer mun konungur poppsins, Michael Jackson, vera genginn út, enn eina ferðina enn. Þrátt fyrir að menn úr herbúðum söngvarans neiti þeim sögusögnum þá hefur blaðið birt afrit af gögnum þar sem Jackson staðfestir að hann sé kvæntur. Lífið 27.9.2007 16:00
Pamela og Denise Richards saman á forsíðu Playboy? Vinkonunum Pamelu Anderson og Denise Richards hefur verið boðið að sitja fyrir naktar í Playboy fyrir eina milljón Bandaríkjadala eða um 62 milljónir íslenskra króna. Fréttir herma að þær stöllur, sem báðar hafa setið fyrir í blaðinu áður, íhugi alvarlega að taka tilboðinu. Lífið 27.9.2007 15:00
Frægðarsól Moss dvínar Síðastliðið haust var Kate Moss á hátindi frægðarinnar þrátt fyrir bakslag árið 2005 þegar myndir af henni við eiturlyfjaneyslu láku út. Í kjölfarið rifti fjöldi vöruframleiðenda samningum við hana en að ári liðnu var hún orðin eftirsóttari en nokkru sinni fyrr. Lífið 27.9.2007 14:16
Victoria hannar fyrir Mel B Það getur komið sér vel að eiga vinkonu sem er jafn vel að sér í tískunni og Victoria Beckham. Mel B hefur nú beðið stallsystur sína úr Spice girls að hann fyrir sig þá kjóla og búninga sem hún mun klæðast í Dancing with the Stars keppninni sem hún tekur þátt í. Þessi ameríska útgáfa af hinum geysivinsæla Strictly Come Dancing hófst í þessari viku og byrjaði kryddið vel á léttum Cha cha cha. Lífið 27.9.2007 13:36
Scorsese gerir mynd um George Harrison Kvikmyndaleikstjórinn Martin Scorsese hefur fallist á að gera mynd um Bítilinn George Harrison. Olivia, ekkja Harrison verður mun aðstoða við gerð handritsins. Þá munu þeir Paul McCartney og Ringo Starr einnig leggja sitt af mörkum. Lífið 27.9.2007 12:55
Diddú: Stór stund fyrir Ísland „Þetta var stór stund fyrir Ísland,“ segir Sigrún Hjálmtýsdóttir, betur þekkt sem Diddú um tónleika hennar og Garðars Thórs Cortes sem haldnir voru í Barbican Centre í London í gær. „Þetta var þvílíkt ævintýri. Það mætti okkur strax í upphafi heitur straumur frá fullum sal áhorfenda. Lífið 27.9.2007 11:32