Lífið

Eriksson heldur enn framhjá

Sven Göran Eriksson og Nancy Dell'Olio eru skrýtið par.
Sven Göran Eriksson og Nancy Dell'Olio eru skrýtið par. Nordic Photos/Getty

Sven Göran Eriksson er enn við sama heygarðshornið eftir því sem breska blaðið News of the World greinir frá. Hann er enn í sambandi við Nacy D'Olio en heldur áfram að halda framhjá henni. Nú hefur hann sést með Saima Ansari, 38 ára gamalli einstæðri móður, sem hefur dvalið löngum stundum á hótelherbergi Svíans.

Eriksson hefur löngum verið lausgyrtur. Á meðan sambandi hans og hinnar ítölsku Nancy hefur staðið hefur hann ítrekað haldið framhjá henni. Nýjasta dæmið er Ansari, sem hefur hitt Eriksson í stórkostlegri þakíbúð hans á hóteli í Manchester.

Áður hefur Eriksson verið í sambandi við sænsku sjónvarpskonuna Ulriku Jonsson og Fariu Alam, fyrrum ritara enska knattspyrnusambandsins. Auk þess greindi New of the World frá því sumar að Eriksson hefði átt vingott við ítölsku fyrirsætuna Monicu Casti.

Á meðan þessu stendur dvelur aumingja Nancy í London og veit ekkert hvað maður hennar aðhefst í Manchester. Ekki nema hún lesi News of the World.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.