Lífið

Letterman reif Paris í sig

Tekin á teppið
Tekin á teppið MYND/Getty

Spjallþáttastjórnandinn David Letterman fór allt annað en mjúkum höndum um hótelerfingjann Paris Hilton þegar hún mætti til hans í viðtal í góðri trú á föstudag. Paris var þangað komin til að kynna nýjustu kvikmynd sína, fatalínu og ilmvatn en Letterman bauð hana velkomna með því að spyrja hvernig henni hefði fundist í fangelsinu. Fát kom á Paris sem eins og alkunna er sat í fangelsi í 23 daga fyrr á árinu fyrir umferðarlagabrot.

Letterman hélt áfram og spurði hvernig maturinn í fangelsinu hefði verið og hvort hún hefði misst einhver kíló. Paris sagðist hafa borðað egg og appelsinu í morgunmat, sleppt hádegismat og borðað kvöldmatinn inni á herbergi. „Maturinn var vondur enda er þetta fangelsi," sagði Paris.

Letterman hélt áfram að spyrja út í fangelsisvistina og fljótlega rann upp fyrir Paris að hann var að gera stólpagrín að henni og sagðist hún sjá eftir að hafa komið í þáttinn og var heldur súr á svip. Letterman rak hana alveg á gat þegar hann spurði hvort hún hafi í raun vitað fyrir hvað hún sat inni. Þegar Paris svaraði ekki spurningunni hló Letterman tryllingslega en þegar Paris hafði jafnað sig sagði hún. „Ég hef haldið áfram með líf mitt og vil ekki tala um þetta."

Áhorfendur úti í sal voru farnir að finna til með Paris og einn hrópaði „I love you, Paris!." Letterman var fljótur að grípa það á lofti og spurði: „Var þetta einhver sem þú kynntist í fangelsinu."

Viðtalið í heild sinni má sjá hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.