Lífið

Beckham biður fyrir föður sínum

MYND/Getty

David Beckham er nú staddur í London til að vera við hlið föður síns sem liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi eftir að hafa fengið alvarlegt hjartaáfall á miðvikudag. Fjölskylduvinur segir David og systur hans miður sín og að þau hafi miklar áhygggjur af föður sínum, Ted Beckham. Þau vona og biðja til guðs að hann nái sér og David mun ætla að dvelja í London eins lengi og þörf er á. Ted mun vera með meðvitund og hafa þeir feðgar náð að tala saman.



Ted Beckham er með meðvitund og umkringdur nánustu fjölskyldumeðlimumMYND/Getty

Ted og David hafa ekki verið á eitt sáttir undanfarin ár eða síðan Ted og Sandra, móðir Davids, skildu. David hefur staðið með móður sinni en hefur nú lagt öll vandamál fortíðarinnar til hliðar. Auk þess hafði samband feðganna töluvert styrkst undanfarna mánuði og bauð David föður sínum til að mynda á fyrsta leik sinn með LA Galaxy í júlí.

 

Victoria, eiginkona Davids, var stödd í Japan til að kynna nýtt ilmvatn þegar hún fékk fréttirnar. Hún baðst undan þeim verkefnum sem hún hafði lofað sér í og flaug rakleiðis til London til að geta verið við hlið eiginmanns síns og tengdaföður. Hér er hún á flugvellinum á leið „heim“MYND/Getty

Að sögn fjölskylduvinar þykir David afar vænt um föður sinni og kann hann að meta þann stuðning sem faðir hans hefur veitt honum í tengslum við fótboltann í gegnum tíðina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.