Lífið

Kattarslagur í Sex and the City

Þær Cynthia Nixon,Sarah Jessica Parker og Kristin Davis
Þær Cynthia Nixon,Sarah Jessica Parker og Kristin Davis MYND/Getty

Um þessar mundir er verið að taka upp Sex and the City: The Movie sem er byggð á samnefndum sjónvarpsþáttum um líf fjögurra vinkvenna á Manhattan í New York. Þættirnir hafa notið gríðarlegra vinsælda undanfarin ár en þrátt fyrir að allt viðrist með felldu á tökustað þá kraumar víst pirringur og óánægja undir niðri. Ástæðan mun vera sú að Kim Cattrall sem leikur hina kynþokkafullu Samönthu hefur verið ósátt við það að hún fái lægra kaup en Sarah Jessica Parker sem fer með aðalhlutverkið.

Cattrall úti í kuldanumMYND/Getty

Samkvæmt heimildum New York Daily News rauk Cattrall út úr samkvæmi nokkru þegar Parker mætti á svæðið og mun anda mjög köldu á milli þeirra. Cattrall mun auk þess hafa dregið það á langinn að gefa svar um hvort hún ætlaði að vera með í myndinni til að undirstrika enn frekar óánægju sína.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.