Lífið

Diddú: Stór stund fyrir Ísland

Garðar og Diddú á æfingu fyrir tónleikana sem haldnir voru í gærkvöldi
Garðar og Diddú á æfingu fyrir tónleikana sem haldnir voru í gærkvöldi

„Þetta var stór stund fyrir Ísland," segir Sigrún Hjálmtýsdóttir, betur þekkt sem Diddú um tónleika hennar og Garðars Thórs Cortes sem haldnir voru í Barbican Centre í London í gær.

„Þetta var þvílíkt ævintýri. Það mætti okkur strax í upphafi heitur straumur frá fullum sal áhorfenda. Við fengum frábærar móttökur og tónleikarnir gengu glimrandi vel. Allt var eins og best verður á kosið," segir Diddú sem stödd er á Heathrow flugvelli á leið heim. „Fólkið ætlaði aldrei að sleppa okkur," bætir hún við „og vorum við klöppuð margsinnis upp"

Garðar er fyrsti Íslendingurinn sem heldur einsöngstónleika í Barbican Centre en stóri salurinn í listamiðstöðinni er talinn einn besti tónleikasalur í heimi. Í honum hafa aðsetur bæði London Symphony Orchestra og BBC Symphony Orchestra.

Garðar Thór söng mest af því efni sem er á plötum hans og Diddú fyllti upp í með óperuaríum. Auk þess tóku þau nokkra dúetta.

Diddú segist einungis ætla að stoppa á Íslandi til að skipta um föt en hún er á leið til Moskvu þar sem hún mun halda tvenna tónleika ásamt Jónasi Ingimundasyni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.