Lífið

Sunny von Bulow látin

Marta, eða Sunny von Bulow sem verið hefur í dauðadái í 28 ár lést á hjúkrunarheimili í New York í Bandaríkjunum í dag, 76 ára gömul. Tvívegis var réttað yfir eiginmanni hennar á áttunda og níunda áratugnum og hann sakaður um að hafa ítrekað reynt að myrða hana og fræg kvikmynd var gerð um málið.

Lífið

Kemur heim frá Kanarí fyrir jól

Guðni Ágústsson fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins hefur dvalið á Gran Canaria undanfarið ásamt eiginkonu sinni Margréti Hauksdóttur. Þau hjónin fóru út skömmu eftir að Guðni sagði af sér formennsku og þingmennsku. Í samtali við Vísi segir Margrét þau ætla að koma heim fyrir jól.

Lífið

Íslenskt hveiti undan Eyjafjöllunum

Ólafur Eggertsson bóndi á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllunum framleiðir alíslenskt hveiti. Hann verður með kynningu í Heilsubúðinni Góð Heilsa Gulli Betri í dag á milli 14:00 og 16:00 við Njálsgötu 1. Um er að ræða eina íslenska hveitið sem notað er til manneldis.

Lífið

Ættingjar fyrrum eiginkonu O.J. Simpson fagna dómi

Ættingjar fyrrum eiginkonu ruðningskappans O.J. Simpson sem trúa því að hann hafi myrt hana, fagna dómnum yfir honum í gær. Hann var dæmdur í allt að þrjátíu og þriggja ára fangelsi fyrir vopnað rán, líkamsárás og tilraun til mannráns í Las Vegas fyrir rúmu ári.

Lífið

Rúnar marseraði þá inn kirkjugólfið í lok tónleikanna og söng lagið „Gott er að gefa"

„Ég er búin að þekkja Rúnar í mörg ár og nokkrum sinnum komið fram með honum á tónleikum. Rúnar var skemmtilegur félagi, með „kúlið" í lagi fram á dánarstundina," svarar Helga Möller söngkona sem minnist Rúnars Júlíussonar sérstaklega fyrir skemmtilegan húmor og hversu samkvæmur hann var alltaf sjálfum sér. „Mér er sérstaklega minnisstætt þegar við komum fram á jólatónleikum í Keflavíkurkirkju fyrir nokkrum árum síðan. Hann sló ærlega í gegn sérstaklega þegar hann masseraði inn kirkjugólfið í lok tónleikanna og söng lagið „Gott er að gefa"."

Lífið

OJ dæmdur 15 ára fangelsi

Ruðningskappinn O.J. Simpson var nú skömmu fyrir fréttir dæmdur í fimmtán ára fangelsi fyrir vopnað rán, líkamsárás og tilraun til mannráns í Las Vegas í fyrra. Hann á möguleika á náðun eftir sex ár.

Lífið

Þörf á jákvæðum fjölmiðlum

„Monitor mun laga sig að breyttum aðstæðum á næsta ári og starfsemin heldur áfram. Vefurinn verður efldur en útgáfudögum blaðsins verður fækkað," segir Atli Fannar Bjarkason ritstjóri aðspurður um framtíð Monitors. „Ég ætla að halda áfram sem ritstjóri Monitors. Ég held að það sé mjög mikilvægt að þessi miðill dafni á næsta ári því fólk þarf á jákvæðum fjölmiðlum að halda," segir Atli.

Lífið

HugurAx styrkir Mæðrastyrksnefnd

Mæðrastyrksnefnd hlaut í morgun 300 þúsund krónur í styrk frá upplýsingatæknifyrirtækinu HugiAx. Margrét K. Sigurðardóttir, fjármálastjóri mæðrastyrksnefndar veitti styrknum viðtöku á aðventumorgni HugarAx var haldinn hátíðlegur í húsakynnum fyrirtækisins að Guðríðarstíg.

Lífið

Mikill missir

„Það eru bara fáir útvaldir sem fá að kveðja svona, þegar þeir eru að gera sig klára að fara á svið," segir Bubbi Morthens, samstarfsmaður Rúnars Júlíussonar til margra ára. „Auðvitað hefði ég viljað vera með Rúnari í 10-15 ár í viðbót ef heilsa hans hefði leyft, en úr því þetta þetta er orðin staðreynd, þá er miklu meiri gleði í hjarta mínu að hafa fengið að kynnast Rúnari en sorg."

Lífið

Björgólfur á KR-leik í körfunni

Björgólfur Guðmundsson skellti sér á leik hjá KR-ingum í körfuboltanum í vesturbænum í kvöld. KR-ingar völtuðu þar yfir ungt lið Skallagríms frá Borgarnesi og fylgist Björgólfur með sínum mönnum.

Lífið

Gerður Kristný ávarpar Austurvöll

Áfram halda friðsamleg mótmæli á Austurvell. Á hverjum laugardegi streyma þúsundir manna á Austurvöll og krefjast afsagnar núverandi stjórnar Seðlabankans, afsagnar núverandi stjórnar Gjaldeyrsieftirlitsins og nýrra kosninga.

Lífið

Bakkabræður á lúxussnekkju

Ágúst og Lýður Guðmundssynir sem oft er kallaðir Bakkabræðrum hafa undanfarið árið notið lífsins á 50 metra langri lúxussnekkju sem var áður í eigu ítalska tískukóngsins Giorgio Armani.

Lífið

Fyrrum sjónvarpsstjarna gerir góðverk

„Ég var að taka til í skápnum hjá 13 ára syni mínum þar sem ég rakst á tvennar svartar jólabuxur sem hann var augljóslega vaxinn uppúr ásamt hvítri skyrtu og jólaskóm," svarar Sesselja Thorberg sem margir þekkja úr sjónvarpsþáttunum Innlit/útlit aðspurð hvernig hún fékk hugmyndina að Jóla-fata-skipti-markaðnum sem starfræktur verður í Neskirkju fram að jólum. „Þar sem það sást ekki á þessu gat ég ekki hugsað mér að fleygja þessu og því miður á ég ekki litla frændur sem hefðu getað notið góðs af." „Mér varð hugsað til allra þeirra sem hafa misst vinnuna undafarið og horfa fram á þrengri kost en þau eru vön þessi jól," segir Sesselja.

Lífið

Sinfónían tilnefnd til Grammy-verðlauna

Sinfóníuhljómsveit Íslands hefur verið tilnefnd til Grammy-verðlauna fyrir besta hljómsveitarflutning. Tilnefninguna hlýtur sveitin fyrir geisladisk sinn með hljómsveitarverkum eftir franska tónskáldið Vincent d´Indy, sem kom út hjá bresku Chandos-útgáfunni fyrr á þessu ári. Stjórnandi á disknum er Rumon Gamba, aðalstjórnandi hljómsveitarinnar.

Lífið

Mikil stemmning fyrir tónleikum Ratatat

Bandaríska tvíeykið Ratatat spila á eins árs afmæli viðburðafyrirtækisins Jón Jónsson ehf. 20. desember næstkomandi. Miðasala fór mjög vel af stað og er spennan greinilega mjög mikil fyrir sveitinni því þegar hafa selst tæplega tvöþúsund miðar.

Lífið

Suri Cruise: Ég vil pabba minn

Eins og myndirnar sýna vildi Suri Cruise ekki sleppa pabba sínum, leikaranum Tom Cruise, þegar þau yfirgáf íbúð þeirra í New York í gærdag ásamt móður hennar, leikkonunni Katie Holmes. Tom Cruise, sem er 46 ára gamall, hélt á Suri, 2 ára. Vel fer á með Tom og dóttur hans, á milli þess sem þau takast á um hver á að ráða ferðinni.

Lífið

Hugmyndin kom frá dularfullum stað

Vísir hafði samband við rithöfundinn Guðrúnu Evu Mínervudóttur sem er tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir skáldsöguna Skaparinn. Þar lýsir Guðrún Eva átökum venjulegs fólks við sérkennilegar aðstæður þar sem hjálpin berst stundum úr óvæntri átt. „Ástarþakkir. Jú ég er bara himinlifandi. Alveg. Svo gaman," svarar Guðrún Eva þegar Vísir óskar henni til hamingju með tilnefninguna.

Lífið

Smokkasala dregst saman í kreppunni

„Í fyrsta skipti síðan við tókum við Durex-smokkunum fyrir fjórum árum hefur salan dregist saman. Þetta er í kringum 25 prósenta samdráttur,“ segir Ásgeir Sveinsson, deildarstjóri hjá Halldóri Jónssyni ehf. sem flytur inn Durex-smokka. Í erlendum vefmiðlum hefur mikið verið gert úr því að smokkar séu einhver vinsælasti varningurinn í verslunum um þessar mundir enda sé kynlíf fremur ódýr afþreying í því fjármálahruni sem nú ríkir á Vesturlöndum.

Lífið

Depardieu vegur að Jamie Oliver

Franski leikarinn Gérard Depardieu sakar breska sjónvarpskokkinn Jamie Oliver, sem þekktastur er fyrir sjónvarpsþætti sína Kokkur án klæða, um að vera ekkert nema fégræðgin og auðvaldshyggjan holdi klædd.

Lífið

Polanski vill hreinsa nafn sitt

Leikstjórinn Roman Polanski, maðurinn á bak við Rosemary"s Baby, Chinatown og The Pianist, hefur óskað eftir því að 31 árs gömul ákæra á hendur honum um kynferðislega misnotkun verði felld niður.

Lífið

HIV-Ísland fagnar 20 ára afmæli

Föstudaginn 5. desember verða liðin 20 ár frá stofnun HIV-Ísland alnæmissamtakanna. Tímamótanna verður minnst með stuttri dagskrá fyrir félagsfólk, heilbrigðisstarfsmenn og velunnara þennan sama dag í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu.

Lífið

Heiðar snyrtir: Kjósum Ungfrú Ísland til sigurs

„Stelpan lítur óaðfinnanlega út alla daga og finnst gaman að taka þátt í keppninni," segir Heiðar Jónsson kynnir Miss World keppninar sem verður sýnd í beinni útsendingu á Skjá einum 13. desember næstkomandi þegar Vísir biður hann að spá fyrir um gengi Alexöndru Helgu Ívarsdóttur Ungfrú Ísland 2008 í keppninni.

Lífið

Tættur tími framundan, segir Hallgrímur Helgason

Fyrsta skáldsaga Hallgríms Helgasonar í þrjú ár hefur mælst mjög vel fyrir á þeim stutta tíma sem er liðinn frá útgáfu hennar. Sagan nefnist 10 ráð til að hætta að drepa fólk og byrja að vaska upp og fjallar um króatíska leigumorðingjann Toxic sem endar fyrir röð tilviljana á Íslandi.

Lífið

Kannabisræktun í bílskúr Ómars

„Þetta var fyndið. Ég á sem sagt íbúð og bílskúr sem ég keypti og hafði hugsað sem eftirlaunasjóð. Leigði þetta út hvort í sínu lagi,“ segir Ómar R. Valdimarsson ræðismaður.

Lífið

RÚV-arar neita að bera HIV-merki

„Ég varð hissa á viðbrögðum hans. Mjög hissa. Það er jú árið 2008. Og erfitt að berjast við tabú þegar ríkisbáknið neitar að taka þátt,“ segir Gunnlaugur Grétarsson, formaður HIV Ísland – alnæmissamtakanna.

Lífið