RÚV-arar neita að bera HIV-merki 3. desember 2008 03:30 Gunnlaugur Grétarsson Varð mjög hissa þegar hann rakst á vegg í líki Ingólfs Bjarna við Efstaleitið. fréttablaðið/anton „Ég varð hissa á viðbrögðum hans. Mjög hissa. Það er jú árið 2008. Og erfitt að berjast við tabú þegar ríkisbáknið neitar að taka þátt," segir Gunnlaugur Grétarsson, formaður HIV Ísland - alnæmissamtakanna. Á mánudaginn var alþjóðlegi alnæmisdagurinn og Gunnlaugur fór um víðan völl og hvatti menn til að setja í barm sér merki um baráttuna gegn alnæmi. Fréttamenn Stöðvar 2 tóku honum vel og settu þulir upp merkið en þegar í Efstaleiti kom rakst Gunnlaugur á vegg í líki Ingólfs Bjarna Sigfússonar varafréttastjóra. „Hann tjáði mér að þetta væri mjög viðkvæmt mál þar sem nælan væri tengd einhverju tabúi! Eins og alnæmi. Það er viðkvæmt mál á þessum ríkisrekna fjölmiðli," segir Gunnlaugur sem stökk að sögn snöggvast upp á nef sér við þessar móttökur. Segir þetta til siðs í sjónvarpi víðs vegar í hinum vestræna heimi. „Það er ekki verið að bendla sig við nein samtök heldur aðeins minna á baráttuna gegn þessum sjúkdómi. Og það var ekki eins og ég væri að betla af honum pening heldur aðeins biðja þuli að bera merkið til stuðnings þeim sem jákvæðir eru og aðstandendum þeirra." Gunnlaugur vill þó taka skýrt fram að umfjöllun Ríkissjónvarpsins um HIV-daginn og sjúkdóminn hafi verið til mikillar fyrirmyndar. Ingólfur Bjarni segir þetta einfaldlega ekki samræmast því hlutverki sem þeir á RÚV álíti fréttaþuli vera í í útsendingu. „Skiptir ekki máli hvaða merki eða málstaður það er. Kannski er þetta púrítanskt viðhorf en það passar ekki að þú sért fréttamaður og kynnir sem slíkur skoðun og viðhorf með þessum hætti eða öðrum." Ingólfur Bjarni segir engar sérstakar reglur að finna um barmmerki en vinnureglur séu um ótrúlegustu atriði og ekki þurfi að lesa lengi þar til að finna út að barmmerki samræmist ekki vinnureglum á RÚV: „Að þetta sé tabú, þá er það misskilningur Gunnlaugs. Ég var ekki að vísa til HIV eða samtakanna heldur nælanna sem slíkra." Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Cosby Show-stjarna látin Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Tíska og hönnun Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Fleiri fréttir Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin Sjá meira
„Ég varð hissa á viðbrögðum hans. Mjög hissa. Það er jú árið 2008. Og erfitt að berjast við tabú þegar ríkisbáknið neitar að taka þátt," segir Gunnlaugur Grétarsson, formaður HIV Ísland - alnæmissamtakanna. Á mánudaginn var alþjóðlegi alnæmisdagurinn og Gunnlaugur fór um víðan völl og hvatti menn til að setja í barm sér merki um baráttuna gegn alnæmi. Fréttamenn Stöðvar 2 tóku honum vel og settu þulir upp merkið en þegar í Efstaleiti kom rakst Gunnlaugur á vegg í líki Ingólfs Bjarna Sigfússonar varafréttastjóra. „Hann tjáði mér að þetta væri mjög viðkvæmt mál þar sem nælan væri tengd einhverju tabúi! Eins og alnæmi. Það er viðkvæmt mál á þessum ríkisrekna fjölmiðli," segir Gunnlaugur sem stökk að sögn snöggvast upp á nef sér við þessar móttökur. Segir þetta til siðs í sjónvarpi víðs vegar í hinum vestræna heimi. „Það er ekki verið að bendla sig við nein samtök heldur aðeins minna á baráttuna gegn þessum sjúkdómi. Og það var ekki eins og ég væri að betla af honum pening heldur aðeins biðja þuli að bera merkið til stuðnings þeim sem jákvæðir eru og aðstandendum þeirra." Gunnlaugur vill þó taka skýrt fram að umfjöllun Ríkissjónvarpsins um HIV-daginn og sjúkdóminn hafi verið til mikillar fyrirmyndar. Ingólfur Bjarni segir þetta einfaldlega ekki samræmast því hlutverki sem þeir á RÚV álíti fréttaþuli vera í í útsendingu. „Skiptir ekki máli hvaða merki eða málstaður það er. Kannski er þetta púrítanskt viðhorf en það passar ekki að þú sért fréttamaður og kynnir sem slíkur skoðun og viðhorf með þessum hætti eða öðrum." Ingólfur Bjarni segir engar sérstakar reglur að finna um barmmerki en vinnureglur séu um ótrúlegustu atriði og ekki þurfi að lesa lengi þar til að finna út að barmmerki samræmist ekki vinnureglum á RÚV: „Að þetta sé tabú, þá er það misskilningur Gunnlaugs. Ég var ekki að vísa til HIV eða samtakanna heldur nælanna sem slíkra."
Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Cosby Show-stjarna látin Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Tíska og hönnun Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Fleiri fréttir Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin Sjá meira