RÚV-arar neita að bera HIV-merki 3. desember 2008 03:30 Gunnlaugur Grétarsson Varð mjög hissa þegar hann rakst á vegg í líki Ingólfs Bjarna við Efstaleitið. fréttablaðið/anton „Ég varð hissa á viðbrögðum hans. Mjög hissa. Það er jú árið 2008. Og erfitt að berjast við tabú þegar ríkisbáknið neitar að taka þátt," segir Gunnlaugur Grétarsson, formaður HIV Ísland - alnæmissamtakanna. Á mánudaginn var alþjóðlegi alnæmisdagurinn og Gunnlaugur fór um víðan völl og hvatti menn til að setja í barm sér merki um baráttuna gegn alnæmi. Fréttamenn Stöðvar 2 tóku honum vel og settu þulir upp merkið en þegar í Efstaleiti kom rakst Gunnlaugur á vegg í líki Ingólfs Bjarna Sigfússonar varafréttastjóra. „Hann tjáði mér að þetta væri mjög viðkvæmt mál þar sem nælan væri tengd einhverju tabúi! Eins og alnæmi. Það er viðkvæmt mál á þessum ríkisrekna fjölmiðli," segir Gunnlaugur sem stökk að sögn snöggvast upp á nef sér við þessar móttökur. Segir þetta til siðs í sjónvarpi víðs vegar í hinum vestræna heimi. „Það er ekki verið að bendla sig við nein samtök heldur aðeins minna á baráttuna gegn þessum sjúkdómi. Og það var ekki eins og ég væri að betla af honum pening heldur aðeins biðja þuli að bera merkið til stuðnings þeim sem jákvæðir eru og aðstandendum þeirra." Gunnlaugur vill þó taka skýrt fram að umfjöllun Ríkissjónvarpsins um HIV-daginn og sjúkdóminn hafi verið til mikillar fyrirmyndar. Ingólfur Bjarni segir þetta einfaldlega ekki samræmast því hlutverki sem þeir á RÚV álíti fréttaþuli vera í í útsendingu. „Skiptir ekki máli hvaða merki eða málstaður það er. Kannski er þetta púrítanskt viðhorf en það passar ekki að þú sért fréttamaður og kynnir sem slíkur skoðun og viðhorf með þessum hætti eða öðrum." Ingólfur Bjarni segir engar sérstakar reglur að finna um barmmerki en vinnureglur séu um ótrúlegustu atriði og ekki þurfi að lesa lengi þar til að finna út að barmmerki samræmist ekki vinnureglum á RÚV: „Að þetta sé tabú, þá er það misskilningur Gunnlaugs. Ég var ekki að vísa til HIV eða samtakanna heldur nælanna sem slíkra." Mest lesið Þessi tíu lög komust í úrslit Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Lífið Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið VÆB bræður á forsíðu BBC Lífið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Sjá meira
„Ég varð hissa á viðbrögðum hans. Mjög hissa. Það er jú árið 2008. Og erfitt að berjast við tabú þegar ríkisbáknið neitar að taka þátt," segir Gunnlaugur Grétarsson, formaður HIV Ísland - alnæmissamtakanna. Á mánudaginn var alþjóðlegi alnæmisdagurinn og Gunnlaugur fór um víðan völl og hvatti menn til að setja í barm sér merki um baráttuna gegn alnæmi. Fréttamenn Stöðvar 2 tóku honum vel og settu þulir upp merkið en þegar í Efstaleiti kom rakst Gunnlaugur á vegg í líki Ingólfs Bjarna Sigfússonar varafréttastjóra. „Hann tjáði mér að þetta væri mjög viðkvæmt mál þar sem nælan væri tengd einhverju tabúi! Eins og alnæmi. Það er viðkvæmt mál á þessum ríkisrekna fjölmiðli," segir Gunnlaugur sem stökk að sögn snöggvast upp á nef sér við þessar móttökur. Segir þetta til siðs í sjónvarpi víðs vegar í hinum vestræna heimi. „Það er ekki verið að bendla sig við nein samtök heldur aðeins minna á baráttuna gegn þessum sjúkdómi. Og það var ekki eins og ég væri að betla af honum pening heldur aðeins biðja þuli að bera merkið til stuðnings þeim sem jákvæðir eru og aðstandendum þeirra." Gunnlaugur vill þó taka skýrt fram að umfjöllun Ríkissjónvarpsins um HIV-daginn og sjúkdóminn hafi verið til mikillar fyrirmyndar. Ingólfur Bjarni segir þetta einfaldlega ekki samræmast því hlutverki sem þeir á RÚV álíti fréttaþuli vera í í útsendingu. „Skiptir ekki máli hvaða merki eða málstaður það er. Kannski er þetta púrítanskt viðhorf en það passar ekki að þú sért fréttamaður og kynnir sem slíkur skoðun og viðhorf með þessum hætti eða öðrum." Ingólfur Bjarni segir engar sérstakar reglur að finna um barmmerki en vinnureglur séu um ótrúlegustu atriði og ekki þurfi að lesa lengi þar til að finna út að barmmerki samræmist ekki vinnureglum á RÚV: „Að þetta sé tabú, þá er það misskilningur Gunnlaugs. Ég var ekki að vísa til HIV eða samtakanna heldur nælanna sem slíkra."
Mest lesið Þessi tíu lög komust í úrslit Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Lífið Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið VÆB bræður á forsíðu BBC Lífið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Sjá meira