Lífið Hita upp fyrir friðarleiðtoga Hljómsveitin Sigur Rós ætlar að spila á undan fyrirlestri Dalai Lama í Laugardalshöll á þriðjudaginn. Aðeins eitt lag verður á efnisskránni og er uppákoman ætluð sem falleg gjöf handa þeim gestum sem hafa borgað sig inn. Þátttöku Sigur Rósar hefur verið haldið leyndri í dágóðan tíma enda var henni ætlað að koma áhorfendum á óvart þegar að fyrirlestrinum kæmi. Skipuleggjandinn Þórhalla Björnsdóttir staðfesti þátttöku Sigur Rósar við Fréttablaðið en vildi annars ekkert tjá sig um málið. Lífið 29.5.2009 06:30 Spurningakeppninni slaufað „Hún verður bara að bíða til næsta árs, umsjónarmaðurinn ætlaði að koma með einhverjar tillögur en þær komu ekki,“ segir Sigrún Stefánsdóttir, dagskrárstjóri Rásar 1 og 2. Eins og kom fram í fjölmiðlum fyrir páskana ákvað Sigrún að slá af spurningakeppni fjölmiðlanna, vinsælt útvarpsefni í umsjá Ævars Arnar Jósepssonar. Sigrún hafði varla sleppt orðinu þegar Bylgjan stökk á hugmyndina, fékk sjónvarpsmanninn Loga Bergmann í lið með sér og hélt keppnina. Lífið 29.5.2009 05:45 Allir vilja þá „vestustu“ Raunveruleikagjörningi Curvers Thoroddsen í Bjargtangavita við Látrabjarg lýkur á sunnudag. Þar rekur hann pitsustaðinn Sliceland sem býður upp á lundapitsur sem eru um leið „vestustu“ pitsur í Evrópu því Látrabjarg er vestasti oddi heimsálfunnar. Gjörningurinn er hluti af sýningunni Brennið þið, vitar! á Listahátíð í Reykjavík. „Þetta hefur gengið rosalega vel. Mikið af ferðamönnum og heimafólki hafa komið til að prófa þessar ljúffengu lundapitsur,“ segir Curver. „Það kom mér á óvart hvað það eru margir ferðamenn þarna. Það vilja allir smakka „vestustu“ pitsu í Evrópu.“ Lífið 29.5.2009 05:00 Sameinast í danstónlist Fyrsta skemmtikvöld REYK-VEEK, sem er hópur raftónlistarmanna og plötusnúða, verður haldið á Nasa á laugardagskvöld. Á meðal þeirra sem koma fram eru Karíus og Baktus, Oculus og Siggi Kalli. Lífið 29.5.2009 04:00 Kreppan er komin í Kattholt „Hér hafa aldrei verið fleiri kettlingar, mér telst til að þeir séu milli 25 og 30 hjá okkur núna,“ segir Sigríður Heiðberg, formaður Kattholts. Eins og mörg undanfarin ár reynist sumarið erfitt fyrir Kattholt og ketti almennt. Fólk fer í sumarfrí og á í mestum erfiðleikum með að fá fóstur fyrir gæludýrin. Kreppan hefur einnig leikið dýrahaldið grátt, dýrara er að hafa gæludýr á heimilunum og stundum eru ferfætlingarnir þeir fyrstu sem fá að finna fyrir niðurskurðarhníf heimilisbókhaldsins. Lífið 29.5.2009 04:00 Lohan á heima fjarri Ronson Michael Lohan, faðir leikkonunnar Lindsay Lohan, er ekkert sérstaklega orðvar maður. Enda er hann grunaður um að hafa hótað unnustu sinni lífláti. Lohan fer heldur ekkert í kringum hlutina þegar kemur að dóttur hans. Lífið 29.5.2009 03:45 Lögfræðingar Phils Spectors vilja sem stystan dóm Lögfræðingar tónlistarmannsins Phils Spectors reyna nú hvað þeir geta til að fangelsisdómur hans fyrir morðið á leikkonunni Lönu Clarkson verði sem stystur. Spector var í apríl sakfelldur fyrir að hafa myrt leikkonuna á heimili sínu árið 2003. Hann neitaði allan tímann að hafa myrt Clarkson sem var skotin í munninn. Lífið 28.5.2009 20:15 Jóhanna Guðrún verður bæjarlistamaður Jóhanna Guðrún Jónsdóttir verður útnefnd sem bæjarlistamaður Hafnarfjarðar í dag og mun af því tilefni taka við viðurkenningunni og syngja Eurovision -lagið Is it true á Thorsplani kl. 18 samkvæmt tilkynningu á heimsíðu Hafnarfjarðar. Lífið 28.5.2009 10:16 Demi Moore ætlar að styðja Susan Boyle Stórleikkonan Demi Moore gerir ráð fyrir að fljúga til Bretlands til að styðja við hina geðþekku Susan Boyle í lokaþætti Britain's Got Talent. Lífið 27.5.2009 19:33 Jóhanna Guðrún heillaði sænska blaðamenn Íslensk tónlist var í aðalhlutverki á kynningu sem haldin var í sendiráðsbústaðnum í Stokkhólmi þriðjudaginn 26. maí síðastliðinn. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu segir að fjöldi sænskra blaðamanna hafi verið mættur til leiks, auk aðila úr sænska og alþjóðlega tónlistargeiranum og góðra gesta frá Íslandi. Á meðal þeirra sem tróðu upp var silfurverðlaunahafinn úr Eurovisionkeppninni, Jóhanna Guðrún Jónsdóttir. Lífið 27.5.2009 14:31 Hver að verða síðastur til að bragða á vestustu pizzum Evrópu Frá 17. maí hefur Curver Thoroddsen staðið fyrir raunveruleikagjörningi í Bjargtangavita við Látrabjarg. Þar rekur hann pizzastaðinn Sliceland sem býður upp á Lundapizzur sem eru um leið "vestustu pizzur í Evrópu" því Látrabjarg er vestasti oddi heimsálfunar. Í tilkynningu segir að gjörningurinn sé hluti af Brennið þið, vitar! sýningunni á Listahátíð í Reykjavík og stendur hann til 31. maí þannig að næsta helgi er lokahelgi gjörningsins. Lífið 27.5.2009 14:26 Landssöfnun hefst á morgun Hönd í Hönd styrktarfélag fyrir hönd Fjölskylduhjálpar Íslands stendur fyrir landssöfnun sem hefst á morgun og lýkur þann 1. júní næstkomandi. Merki verða seld við 600 afgreiðslukassa í 277 verslunum um land allt. Í tilkynningu frá söfnuninni segir að verkefninu verði ýtt úr vör á Austurvelli í hádeginu í dag þegar alþingismönnum verður boðið að koma út að styttu Jóns Sigurðssonar og kaupa merki. Lífið 27.5.2009 11:34 Dóttir Tysons látin Fjögurra ára gömul dóttir hnefaleikakappans Mikes Tysons lést í gær eftir hörmulegt slys sem hún varð fyrir á heimili sínu í Phoenix í fyrradag. Lífið 27.5.2009 09:35 Sundlaug Steinunnar og Lilju verður til á Hofsósi „Auðvitað fylgist maður með, ég bý hérna hinum megin við lækinn,“ segir Lilja Pálmadóttir. Lilja og aðrir íbúar á Hofsósi horfa nú með tilhlökkun í hjarta sínu á byggingu sem er að rísa, hina margumtöluðu og víðfrægu sundlaug sem þær stöllur gáfu. Sökkullinn er risinn og fyrstu myndir gefa ágætis hugmynd um hvers slags upplifun það verður að sitja í heitu pottunum og horfa yfir Skagafjörðinn og til Drangeyjar. Jafnvel geta hugmyndaríkir sundkappar ímyndað sér að þeir séu að þreyta Drangeyjarsund að hætti Grettis þegar þeir svamla um í 25 metra lauginni. Lífið 27.5.2009 09:00 Skjaldborgarhátíðin haldin í þriðja sinn um helgina Skjaldborgarhátíðin svokallaða, hátíð íslenskra heimildamynda, verður haldin í Skjaldborg á Patreksfirði um hvítasunnuhelgina. Þetta er þriðja árið sem Skjaldborgarhátíðin er haldin, segir Halfdan Pedersen, einn aðstandenda hátíðarinnar. Lífið 27.5.2009 08:33 Aðdáendur Ferris Bueller geta gert reyfarakaup Nei, það er reyndar ekki Ferrari 250 GT-bifreiðin af árgerð 1961 sem þarna er um að ræða, enda var hún lögð í rúst í myndinni, heldur húsið sem sögupersónan Cameron Frye, vinur Buellers, bjó í ásamt fjölskyldu sinni og föður, sem átti einmitt umrædda bifreið. Lífið 27.5.2009 08:17 Ilmur farin í hundana „Þetta er hvolpur, labrador-hvolpur,“ segir Ilmur Kristjánsdóttir leikkona, sem er orðin stoltur hundaeigandi. Loðni ferfætlingurinn er hvers manns hugljúfi en Ilmur segist í raun ekki vita af hverju hún hafi ákveðið að festa kaup á þessu dýri. „Það kviknaði bara einhver sterk þörf, það var bara eitthvað sem sagði mér að þetta yrði ég að gera, svo ég ákvað bara að láta slag standa,“ útskýrir leikkonan. Lífið 27.5.2009 08:00 Eiríkur í Austurbæ Miðasala á afmælistónleika Eiríks Haukssonar hefst á fimmtudaginn á vefsíðunni midi.is klukkan 11. Eins og Fréttablaðið greindi frá fyrir margt löngu verður Eiríkur fimmtugur í ár en engin ellimerki eru þó á rauðhærða rokkaranum. Hann blæs til veglegrar afmælisveislu eins og honum einum er lagið og hyggst sýna og sanna, í eitt skipti fyrir öll, að allt er fimmtugum fært. Tónleikarnir verða á afmælisdaginn sjálfan sem er 4. júlí og hefur þeim verið gefið nafn við hæfi: „Born on the fourth of July“. Lífið 27.5.2009 06:45 Zúúber fer um landið Í tilefni af tuttugu ára afmæli útvarpsstöðvarinnar FM 957 ætlar hún að flakka um landið í sumar og halda skemmtanir og dansleiki undir nafninu Zúúber á sviði og Zúúber grúbban. Lífið 27.5.2009 06:30 Blásið til veislu á Patreksfirði Tvö undanfarin ár hefur áhugafólk um heimildarmyndir og kvikmyndagerðarmenn flykkst til Patreksfjarðar. Ástæðan er einföld: heimildarmyndahátíðin Skjaldborg. Lífið 27.5.2009 06:00 Gaddakylfan yfirvofandi Það verður sannkallað glæpsamlegt ástand á Grand Rokki í dag kl. 17 þar sem úrslit í Gaddakylfunni 2009, glæpasagnasamkeppni Mannlífs og Hins íslenska glæpafélags, verða kunngerð. Hinn háskalegi verðlaunagripur er nú veittur í sjötta sinn og bárust yfir sjötíu sögur í keppnina að þessu sinni. Kristján Jóhann Jónsson, fulltrúi Glæpafélagsins, var formaður dómnefndarinnar og valdi, ásamt þeim Þórarni Þórarinssyni, aðstoðarritstjóra Mannlífs, og Kristjáni H. Guðmundssyni blaðamanni, þær þrettán sögur sem þóttu bera af. Sögurnar birtast í árlegri kilju sem fylgir tímaritinu Mannlífi, sem kemur út daginn eftir glæpateitið. Kiljan í ár ber heitið 13 krimmar. Lífið 27.5.2009 05:45 Brotthvarf Jóhönnu setur strik í reikninginn Aðstandendur stórtónleika Jóhönnu Guðrúnar sendu í gær frá sér tilkynningu þar sem fyrirhuguðum tónleikum Eurovision-stjörnunnar í Laugardalshöll var frestað fram á haust. Tónleikarnir áttu að vera 4. júní en vegna áhuga sænskra aðila urðu söngkonan og umboðsmaður hennar, María Björk, að bregðast skjótt við og var tekin sú ákvörðun að fresta öllu tónleikahaldi. Þorsteinn Stephensen hjá Hr. Örlygi, sem sér um tónleikana, skilur vel ákvörðun Jóhönnu. Lífið 27.5.2009 05:30 Tvær tónlistarhátíðir um ferðahelgi Tvær tónlistarhátíðir verða haldnar á Akureyri og í Rangárvallasýslu um hvítasunnuhelgina, þessa fyrstu stóru ferðahelgi ársins. Önnur heitir AIM-festival en hin Norden Blues Festival. Lífið 27.5.2009 04:30 Kylie gengur í það heilaga Ástralska söngstjarnan Kylie Minogue er farin að búa sig undir væntanlegt brúðkaup því spænski kærastinn hennar, Andreas Velencoso, hefur beðið hana um að giftast sér. Andreas bar upp bónorðið yfir rómantískum kvöldverði í New York og samkvæmt heimildum Grazia-tímaritsins svífa ástríðurnar yfir vötnum hjá turtildúfunum. Lífið 27.5.2009 04:15 Morrissey aflýsir tónleikum vegna veikinda Breski tónlistarmaðurinn Morrissey hefur þurft að aflýsa þremur tónleikum síðustu daga vegna veikinda. Hann hefur neyðst til að fresta eða aflýsa fjölda tónleika eftir að listamaðurinn hóf tónleikaferð sína í febrúar. Morrissey tróð upp í Laugardalshöll árið 2006. Lífið 26.5.2009 21:15 Iðnaðarráðherra er sápuóperufíkill sem elskar þýska boltann Sýnd var nærmynd af Katrínu Júlíusdóttur, iðnaðarráðherra í Íslandi í dag fyrr í kvöld. Þar kom fram að Katrín er meðal annars sápuóperufíkill sem elskar þýska boltann, þá aðallega liðið Kaiserslautern. Lífið 26.5.2009 19:52 Nýjasta mynd Bens Stillers feikivinsæl Nýjasta kvikmynd bandarísku stjörnunnar Bens Stillers, Night at the Museum: Battle of the Smithsonian, er feikivinsæl vestanhafs og sáu fleiri myndina nú um helgina frekar en nýjustu myndina um sjálfan Tortímandann, Terminator Salvation. Lífið 26.5.2009 19:00 Maddy segir tærnar hafa kalið á Íslandi „Það var algjörlega stórkostlegt að fara til Íslands og ég er svo ánægð með að ég lét verða af því að fara þangað," segir Maddy, ein af þátttakendunum í Britain´s Next Top Model í samtali við Digital Spy slúðurvefinn. Lífið 26.5.2009 15:46 Lúðrasveitir blása lífi í borgina Reykvíkingar munu á næstunni verða varir við lúðrasveitir á göngu víðsvegar um borgina. Þar er á ferðinni verkefnið "Blásum lífi í borgina" sem er samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar og Lúðrasveitar verkalýðsins. Á heimasíðu Lúðrasveitar verkalýðsins segir að hugmyndin að þessu verkefni hafi kraumað meðal ráðamanna Lúðrasveitar verkalýðsins síðan um síðasta sumar. Lífið 26.5.2009 15:27 Dóttir Tysons í bráðri lífshættu Fjögurra ára gömul dóttir Mikes Tysons hnefaleikakappa slasaðist alvarlega á heimilinu sínu í gær. Fox fréttastofan segir að 7 ára gamall bróðir stúlkunnar, sem heitir Exodus, hafi komið að henni þar sem hún hékk í snúru sem tengd var í hlaupabretti. Hún er nú í bráðri lífshættu á St. Josephs spítalanum. Lífið 26.5.2009 14:55 « ‹ ›
Hita upp fyrir friðarleiðtoga Hljómsveitin Sigur Rós ætlar að spila á undan fyrirlestri Dalai Lama í Laugardalshöll á þriðjudaginn. Aðeins eitt lag verður á efnisskránni og er uppákoman ætluð sem falleg gjöf handa þeim gestum sem hafa borgað sig inn. Þátttöku Sigur Rósar hefur verið haldið leyndri í dágóðan tíma enda var henni ætlað að koma áhorfendum á óvart þegar að fyrirlestrinum kæmi. Skipuleggjandinn Þórhalla Björnsdóttir staðfesti þátttöku Sigur Rósar við Fréttablaðið en vildi annars ekkert tjá sig um málið. Lífið 29.5.2009 06:30
Spurningakeppninni slaufað „Hún verður bara að bíða til næsta árs, umsjónarmaðurinn ætlaði að koma með einhverjar tillögur en þær komu ekki,“ segir Sigrún Stefánsdóttir, dagskrárstjóri Rásar 1 og 2. Eins og kom fram í fjölmiðlum fyrir páskana ákvað Sigrún að slá af spurningakeppni fjölmiðlanna, vinsælt útvarpsefni í umsjá Ævars Arnar Jósepssonar. Sigrún hafði varla sleppt orðinu þegar Bylgjan stökk á hugmyndina, fékk sjónvarpsmanninn Loga Bergmann í lið með sér og hélt keppnina. Lífið 29.5.2009 05:45
Allir vilja þá „vestustu“ Raunveruleikagjörningi Curvers Thoroddsen í Bjargtangavita við Látrabjarg lýkur á sunnudag. Þar rekur hann pitsustaðinn Sliceland sem býður upp á lundapitsur sem eru um leið „vestustu“ pitsur í Evrópu því Látrabjarg er vestasti oddi heimsálfunnar. Gjörningurinn er hluti af sýningunni Brennið þið, vitar! á Listahátíð í Reykjavík. „Þetta hefur gengið rosalega vel. Mikið af ferðamönnum og heimafólki hafa komið til að prófa þessar ljúffengu lundapitsur,“ segir Curver. „Það kom mér á óvart hvað það eru margir ferðamenn þarna. Það vilja allir smakka „vestustu“ pitsu í Evrópu.“ Lífið 29.5.2009 05:00
Sameinast í danstónlist Fyrsta skemmtikvöld REYK-VEEK, sem er hópur raftónlistarmanna og plötusnúða, verður haldið á Nasa á laugardagskvöld. Á meðal þeirra sem koma fram eru Karíus og Baktus, Oculus og Siggi Kalli. Lífið 29.5.2009 04:00
Kreppan er komin í Kattholt „Hér hafa aldrei verið fleiri kettlingar, mér telst til að þeir séu milli 25 og 30 hjá okkur núna,“ segir Sigríður Heiðberg, formaður Kattholts. Eins og mörg undanfarin ár reynist sumarið erfitt fyrir Kattholt og ketti almennt. Fólk fer í sumarfrí og á í mestum erfiðleikum með að fá fóstur fyrir gæludýrin. Kreppan hefur einnig leikið dýrahaldið grátt, dýrara er að hafa gæludýr á heimilunum og stundum eru ferfætlingarnir þeir fyrstu sem fá að finna fyrir niðurskurðarhníf heimilisbókhaldsins. Lífið 29.5.2009 04:00
Lohan á heima fjarri Ronson Michael Lohan, faðir leikkonunnar Lindsay Lohan, er ekkert sérstaklega orðvar maður. Enda er hann grunaður um að hafa hótað unnustu sinni lífláti. Lohan fer heldur ekkert í kringum hlutina þegar kemur að dóttur hans. Lífið 29.5.2009 03:45
Lögfræðingar Phils Spectors vilja sem stystan dóm Lögfræðingar tónlistarmannsins Phils Spectors reyna nú hvað þeir geta til að fangelsisdómur hans fyrir morðið á leikkonunni Lönu Clarkson verði sem stystur. Spector var í apríl sakfelldur fyrir að hafa myrt leikkonuna á heimili sínu árið 2003. Hann neitaði allan tímann að hafa myrt Clarkson sem var skotin í munninn. Lífið 28.5.2009 20:15
Jóhanna Guðrún verður bæjarlistamaður Jóhanna Guðrún Jónsdóttir verður útnefnd sem bæjarlistamaður Hafnarfjarðar í dag og mun af því tilefni taka við viðurkenningunni og syngja Eurovision -lagið Is it true á Thorsplani kl. 18 samkvæmt tilkynningu á heimsíðu Hafnarfjarðar. Lífið 28.5.2009 10:16
Demi Moore ætlar að styðja Susan Boyle Stórleikkonan Demi Moore gerir ráð fyrir að fljúga til Bretlands til að styðja við hina geðþekku Susan Boyle í lokaþætti Britain's Got Talent. Lífið 27.5.2009 19:33
Jóhanna Guðrún heillaði sænska blaðamenn Íslensk tónlist var í aðalhlutverki á kynningu sem haldin var í sendiráðsbústaðnum í Stokkhólmi þriðjudaginn 26. maí síðastliðinn. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu segir að fjöldi sænskra blaðamanna hafi verið mættur til leiks, auk aðila úr sænska og alþjóðlega tónlistargeiranum og góðra gesta frá Íslandi. Á meðal þeirra sem tróðu upp var silfurverðlaunahafinn úr Eurovisionkeppninni, Jóhanna Guðrún Jónsdóttir. Lífið 27.5.2009 14:31
Hver að verða síðastur til að bragða á vestustu pizzum Evrópu Frá 17. maí hefur Curver Thoroddsen staðið fyrir raunveruleikagjörningi í Bjargtangavita við Látrabjarg. Þar rekur hann pizzastaðinn Sliceland sem býður upp á Lundapizzur sem eru um leið "vestustu pizzur í Evrópu" því Látrabjarg er vestasti oddi heimsálfunar. Í tilkynningu segir að gjörningurinn sé hluti af Brennið þið, vitar! sýningunni á Listahátíð í Reykjavík og stendur hann til 31. maí þannig að næsta helgi er lokahelgi gjörningsins. Lífið 27.5.2009 14:26
Landssöfnun hefst á morgun Hönd í Hönd styrktarfélag fyrir hönd Fjölskylduhjálpar Íslands stendur fyrir landssöfnun sem hefst á morgun og lýkur þann 1. júní næstkomandi. Merki verða seld við 600 afgreiðslukassa í 277 verslunum um land allt. Í tilkynningu frá söfnuninni segir að verkefninu verði ýtt úr vör á Austurvelli í hádeginu í dag þegar alþingismönnum verður boðið að koma út að styttu Jóns Sigurðssonar og kaupa merki. Lífið 27.5.2009 11:34
Dóttir Tysons látin Fjögurra ára gömul dóttir hnefaleikakappans Mikes Tysons lést í gær eftir hörmulegt slys sem hún varð fyrir á heimili sínu í Phoenix í fyrradag. Lífið 27.5.2009 09:35
Sundlaug Steinunnar og Lilju verður til á Hofsósi „Auðvitað fylgist maður með, ég bý hérna hinum megin við lækinn,“ segir Lilja Pálmadóttir. Lilja og aðrir íbúar á Hofsósi horfa nú með tilhlökkun í hjarta sínu á byggingu sem er að rísa, hina margumtöluðu og víðfrægu sundlaug sem þær stöllur gáfu. Sökkullinn er risinn og fyrstu myndir gefa ágætis hugmynd um hvers slags upplifun það verður að sitja í heitu pottunum og horfa yfir Skagafjörðinn og til Drangeyjar. Jafnvel geta hugmyndaríkir sundkappar ímyndað sér að þeir séu að þreyta Drangeyjarsund að hætti Grettis þegar þeir svamla um í 25 metra lauginni. Lífið 27.5.2009 09:00
Skjaldborgarhátíðin haldin í þriðja sinn um helgina Skjaldborgarhátíðin svokallaða, hátíð íslenskra heimildamynda, verður haldin í Skjaldborg á Patreksfirði um hvítasunnuhelgina. Þetta er þriðja árið sem Skjaldborgarhátíðin er haldin, segir Halfdan Pedersen, einn aðstandenda hátíðarinnar. Lífið 27.5.2009 08:33
Aðdáendur Ferris Bueller geta gert reyfarakaup Nei, það er reyndar ekki Ferrari 250 GT-bifreiðin af árgerð 1961 sem þarna er um að ræða, enda var hún lögð í rúst í myndinni, heldur húsið sem sögupersónan Cameron Frye, vinur Buellers, bjó í ásamt fjölskyldu sinni og föður, sem átti einmitt umrædda bifreið. Lífið 27.5.2009 08:17
Ilmur farin í hundana „Þetta er hvolpur, labrador-hvolpur,“ segir Ilmur Kristjánsdóttir leikkona, sem er orðin stoltur hundaeigandi. Loðni ferfætlingurinn er hvers manns hugljúfi en Ilmur segist í raun ekki vita af hverju hún hafi ákveðið að festa kaup á þessu dýri. „Það kviknaði bara einhver sterk þörf, það var bara eitthvað sem sagði mér að þetta yrði ég að gera, svo ég ákvað bara að láta slag standa,“ útskýrir leikkonan. Lífið 27.5.2009 08:00
Eiríkur í Austurbæ Miðasala á afmælistónleika Eiríks Haukssonar hefst á fimmtudaginn á vefsíðunni midi.is klukkan 11. Eins og Fréttablaðið greindi frá fyrir margt löngu verður Eiríkur fimmtugur í ár en engin ellimerki eru þó á rauðhærða rokkaranum. Hann blæs til veglegrar afmælisveislu eins og honum einum er lagið og hyggst sýna og sanna, í eitt skipti fyrir öll, að allt er fimmtugum fært. Tónleikarnir verða á afmælisdaginn sjálfan sem er 4. júlí og hefur þeim verið gefið nafn við hæfi: „Born on the fourth of July“. Lífið 27.5.2009 06:45
Zúúber fer um landið Í tilefni af tuttugu ára afmæli útvarpsstöðvarinnar FM 957 ætlar hún að flakka um landið í sumar og halda skemmtanir og dansleiki undir nafninu Zúúber á sviði og Zúúber grúbban. Lífið 27.5.2009 06:30
Blásið til veislu á Patreksfirði Tvö undanfarin ár hefur áhugafólk um heimildarmyndir og kvikmyndagerðarmenn flykkst til Patreksfjarðar. Ástæðan er einföld: heimildarmyndahátíðin Skjaldborg. Lífið 27.5.2009 06:00
Gaddakylfan yfirvofandi Það verður sannkallað glæpsamlegt ástand á Grand Rokki í dag kl. 17 þar sem úrslit í Gaddakylfunni 2009, glæpasagnasamkeppni Mannlífs og Hins íslenska glæpafélags, verða kunngerð. Hinn háskalegi verðlaunagripur er nú veittur í sjötta sinn og bárust yfir sjötíu sögur í keppnina að þessu sinni. Kristján Jóhann Jónsson, fulltrúi Glæpafélagsins, var formaður dómnefndarinnar og valdi, ásamt þeim Þórarni Þórarinssyni, aðstoðarritstjóra Mannlífs, og Kristjáni H. Guðmundssyni blaðamanni, þær þrettán sögur sem þóttu bera af. Sögurnar birtast í árlegri kilju sem fylgir tímaritinu Mannlífi, sem kemur út daginn eftir glæpateitið. Kiljan í ár ber heitið 13 krimmar. Lífið 27.5.2009 05:45
Brotthvarf Jóhönnu setur strik í reikninginn Aðstandendur stórtónleika Jóhönnu Guðrúnar sendu í gær frá sér tilkynningu þar sem fyrirhuguðum tónleikum Eurovision-stjörnunnar í Laugardalshöll var frestað fram á haust. Tónleikarnir áttu að vera 4. júní en vegna áhuga sænskra aðila urðu söngkonan og umboðsmaður hennar, María Björk, að bregðast skjótt við og var tekin sú ákvörðun að fresta öllu tónleikahaldi. Þorsteinn Stephensen hjá Hr. Örlygi, sem sér um tónleikana, skilur vel ákvörðun Jóhönnu. Lífið 27.5.2009 05:30
Tvær tónlistarhátíðir um ferðahelgi Tvær tónlistarhátíðir verða haldnar á Akureyri og í Rangárvallasýslu um hvítasunnuhelgina, þessa fyrstu stóru ferðahelgi ársins. Önnur heitir AIM-festival en hin Norden Blues Festival. Lífið 27.5.2009 04:30
Kylie gengur í það heilaga Ástralska söngstjarnan Kylie Minogue er farin að búa sig undir væntanlegt brúðkaup því spænski kærastinn hennar, Andreas Velencoso, hefur beðið hana um að giftast sér. Andreas bar upp bónorðið yfir rómantískum kvöldverði í New York og samkvæmt heimildum Grazia-tímaritsins svífa ástríðurnar yfir vötnum hjá turtildúfunum. Lífið 27.5.2009 04:15
Morrissey aflýsir tónleikum vegna veikinda Breski tónlistarmaðurinn Morrissey hefur þurft að aflýsa þremur tónleikum síðustu daga vegna veikinda. Hann hefur neyðst til að fresta eða aflýsa fjölda tónleika eftir að listamaðurinn hóf tónleikaferð sína í febrúar. Morrissey tróð upp í Laugardalshöll árið 2006. Lífið 26.5.2009 21:15
Iðnaðarráðherra er sápuóperufíkill sem elskar þýska boltann Sýnd var nærmynd af Katrínu Júlíusdóttur, iðnaðarráðherra í Íslandi í dag fyrr í kvöld. Þar kom fram að Katrín er meðal annars sápuóperufíkill sem elskar þýska boltann, þá aðallega liðið Kaiserslautern. Lífið 26.5.2009 19:52
Nýjasta mynd Bens Stillers feikivinsæl Nýjasta kvikmynd bandarísku stjörnunnar Bens Stillers, Night at the Museum: Battle of the Smithsonian, er feikivinsæl vestanhafs og sáu fleiri myndina nú um helgina frekar en nýjustu myndina um sjálfan Tortímandann, Terminator Salvation. Lífið 26.5.2009 19:00
Maddy segir tærnar hafa kalið á Íslandi „Það var algjörlega stórkostlegt að fara til Íslands og ég er svo ánægð með að ég lét verða af því að fara þangað," segir Maddy, ein af þátttakendunum í Britain´s Next Top Model í samtali við Digital Spy slúðurvefinn. Lífið 26.5.2009 15:46
Lúðrasveitir blása lífi í borgina Reykvíkingar munu á næstunni verða varir við lúðrasveitir á göngu víðsvegar um borgina. Þar er á ferðinni verkefnið "Blásum lífi í borgina" sem er samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar og Lúðrasveitar verkalýðsins. Á heimasíðu Lúðrasveitar verkalýðsins segir að hugmyndin að þessu verkefni hafi kraumað meðal ráðamanna Lúðrasveitar verkalýðsins síðan um síðasta sumar. Lífið 26.5.2009 15:27
Dóttir Tysons í bráðri lífshættu Fjögurra ára gömul dóttir Mikes Tysons hnefaleikakappa slasaðist alvarlega á heimilinu sínu í gær. Fox fréttastofan segir að 7 ára gamall bróðir stúlkunnar, sem heitir Exodus, hafi komið að henni þar sem hún hékk í snúru sem tengd var í hlaupabretti. Hún er nú í bráðri lífshættu á St. Josephs spítalanum. Lífið 26.5.2009 14:55