Lífið

Landssöfnun hefst á morgun

Hönd í Hönd styrktarfélag fyrir hönd Fjölskylduhjálpar Íslands stendur fyrir landssöfnun sem hefst á morgun og lýkur þann 1. júní næstkomandi. Merki verða seld við 600 afgreiðslukassa í 277 verslunum um land allt. Í tilkynningu frá söfnuninni segir að verkefninu verði ýtt úr vör á Austurvelli í hádeginu í dag þegar alþingismönnum verður boðið að koma út að styttu Jóns Sigurðssonar og kaupa merki.

Í tilkynningunni segir einnig að engin pólitísk öfl standi á bak við söfnunina. „Í ljósi ástandsins í þjóðfélaginu þykir okkur það eiga vel við að alþingismennirnir okkar verði þeir fyrstu sem bera merkin," segja aðstandendurnir Pétur Sigurgunnarsson og Ásgerður Jóna Flosadóttir.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.