Lífið

Í fótspor Friðriks Þórs

Eysteinn Guðni Guðnason frumsýnir heimildarmynd sína, Hringurinn II, 2. mars, nákvæmlega 25 árum eftir að Friðrik Þór Friðriksson frumsýndi mynd sína Hringurinn. Sú mynd var tekin upp í bíl sem ók hringinn í kringum landið án þess að leikarar kæmu við sögu og gerði Eysteinn slíkt hið sama síðasta haust.

Lífið

Una hannar eigin fatalínu

Fatahönnuðurinn Una Hlín Kristjánsdóttir hefur hannað sína fyrstu fatalínu undir heitinu Royal Extreme. Hún segir að fólk verði að láta drauma sína rætast þrátt fyrir kreppu og peningaleysi.

Lífið

Þulurnar kveðja í apríllok

Hinn 1. maí næstkomandi lýkur merkilegum kafla í sögu Ríkissjónvarpsins en þá verður í fyrsta skipti útsending án sjónvarpsþulna. Frá því að sjónvarpið sendi fyrst út, hinn 30. september 1966, hafa sjónvarpsþulur verið órjúfanlegur þáttur dagskrárinnar en nú tekur við tölvumynd sem sýnir áhorfendum hvað sé næst á dagskrá.

Lífið

Páskaopnun Hofsós-sundlaugar

„Við sjáum fram á að hún gæti verið komin í gagnið um páskana,“ segir Sveinbjörn Sigurðsson, framkvæmdastjóri verktakafyrirtækisins Sveinbjörn Sigurðsson. Starfsmenn fyrirtækisins hafa séð um að reisa sundlaugina á Hofsósi sem athafnakonurnar Steinunn Jónsdóttir og Lilja Pálmadóttir gáfu íbúum bæjarins fyrir tæpum þremur árum.

Lífið

Óttast að hlutirnir hafi verið sendir úr landi

„Maður verður bara að halda áfram. Við héldum góð jól en maður verður stundum sorgmæddur þegar maður hugsar út í myndirnar af börnunum, það er söknuður af þeim,“ segir Arnar Gauti Sverrisson, fyrrum sjónvarpsmaður og framkvæmdastjóri. Hann hefur hvorki séð tangur né tetur af þeim munum sem stolið var af heimili hans í Melahvarfi 14. desember á síðasta ári. Arnar var ekki tryggður og fékk því tjónið ekki bætt en innbrotið átti sér stað um hábjartan dag.

Lífið

Opið hús hjá Siggu Kling - myndband

Sigríður Klingenberg opnar heimilið sitt í dag, sunnudag, fyrir gestum og gangandi því hún ætlar að selja fötin sín, dótið sitt og meira til. „Föt, skartgripi, hatta, antíkmuni, indverska stóra hluti og allt mögulegt," svarar Sigríður aðspurð hvað verður til sölu. „Þetta er allsherjar hreinsun og það verður fjör. Haffi haff kemur með búningana sína sem hann ætlar að selja og ýmislegt töff stöff." „Til þess að fá nýja orku inn þarf að hreyfa við orkunni og í dag ætla ég að selja íslenska merkjavöru fyrir lítið. Föt eftir Birnu, Birtu, Maríu Lovísu og KVK." „Svo kemur Halla Himintungl, sem er ein magnaðasta spákona Íslands í dag. Halla er í stjörnuspeki og hefur unnið fyrir stjörnuspekiskólann. Hún gerir gyðjugaldra og töfra. Þannig að við verðum tvær spákonur á svæðinu." „Þetta er svo spennandi að geta farið inn í hús hjá kellu eins og mér og gramsað í dótinu og fengið súpu og svona." „Þetta er heimasala inni hjá mér. Ég ætla að hafa ástarsúpu af því að það er konudagurinn og við ætlum að hafa gaman." Eru eingöngu konur velkomnar? „Nei það eru allir velkomnir. Það er gott fyrir karlana að fara í óvissuferð með konurnar sínar og koma við hjá mér svo er aldrei að vita nema Klingenberg líti í lófa." „Það eru meira að segja konur frá Selfossi búnar að leigja sér herbergi í Reykjavík til að vera fyrstar því þær eru búnar að sjá dótið mitt sem ég er búin að sanka að mér um allan heim." Hvar býrðu? „Skólatúni 2 á Álftanesi. Það er stór kross á hurðinni. Svo er um að gera að hringja bara í 118 því þeir vísa alltaf veginn." -elly@365.is

Lífið

Fjölmennt á forvarnarfræðslu í FB

Nemendur Fjölbrautaskólans í Breiðholti fjölmenntu á forvarnarfyrirlestur sem haldinn var í skólanum í gærdag. Fræðslan sem um ræðir ,,Hættu áður en þú byrjar” er í umsjá Magnúsar Stefánssonar hjá Samhjálp og voru nemendur mjög áhugasamir.

Lífið

Hvað í ósköpunum var í gangi á djamminu? - myndir

Á meðfylgjandi myndum sem Sveinbi ljósmyndari tók í gærkvöldi, má sjá Íslendinga flippa út á skemmtistaðnum Glóðin í Keflavík, Hverfisbarnum, Hressó og Jacobsen. Unga fólkið veifaði kreditkortum og peningaseðlum á milli þess sem það girti niður um sig. Superman.is

Lífið

Veistu við öfundum þig allar - myndir

„Mig kitlar alltaf smá í magann fyrir þessum degi," svarar Ingibjörg Þorvaldsdóttir athafnakona. „Ég veit að hann hugsar vel um mig og mig grunar að á konudaginn eldi hann æðislegan brunch með öllu tilheyrandi og þá eru alltaf fersk blóm til mín á borðinu með fallegu korti þar sem hann lýsir hvað honum þyki vænt um mig," „Í minningunni hafa allir mínir konudagar síðan við kynntumst verið á þessa leið," segir hún og bætir við: „Og ég óska mér að þessi verði með svipuðu sniði." „Munurinn núna er að hann er kominn með tvo litla aðstoðarkokka tveggja og þriggja ára sem eru búnir að eignast sínar eigin svuntur og hafa ótrúlegan áhuga á að aðstoða pabba sinn í eldhúsinu," segir Ingibjörg.-elly@365.is

Lífið

Sýnd 390 milljónum manna

Heimildarmyndin Living on the Edge hefur verið seld til sjónvarpsstöðvarinnar National Geographic. Um 390 milljónir manna horfa á hana á degi hverjum. „Maður kemst ekkert lengra með heimildarmynd en að selja hana þessum mönnum," segir leikstjórinn Jóhann Sigfússon.

Lífið

Kjólamálið er ekkert persónulegt

„Ég átti fimmtán prósent í þessu fyrirtæki, var ekki framkvæmdastjóri og það er því fáranlegt af Birtu að rifja þetta upp," segir Linda Björg Árnadóttir, fagstjóri fatahönnunarbrautar LHÍ.

Lífið

Friðrik Dór til Senu

„Ég er bara ánægður með þetta. Það er gott að vera kominn með þessi mál á hreint," segir Hafnfirðingurinn Friðrik Dór Jónsson sem hefur skrifað undir útgáfusamning við Senu. „Núna getur maður farið að einbeita sér að því að búa til góða tónlist."

Lífið

Kominn í hóp með Kobe Bryant og Jack Bauer

Myndir af hasardúkkum McFarlane-fyrirtækisins úr kvikmyndinni Prince of Persia: Sand of Time eru komnar á Netið. Og þar á íslenski leikarinn Gísli Örn Garðarsson sína eigin dúkku en eins og Fréttablaðið hefur greint frá leikur Gísli skúrkinn The Vizier á móti stórleikaranum Jake Gyllenhaal og Bond-píunni Gemmu Arteton auk Bens Kingsley og Alfreds Molina. Gísli hafði sjálfur ekki séð dúkkurnar þegar Fréttablaðið hafði uppi á honum.

Lífið

Kraftakonur Kristínar

Myndlistarmaðurinn Kristín Gunnlaugsdóttir sýnir um þessar mundir í sal Íslenskrar grafíkur hafnarmegin í Hafnarhúsinu.

Lífið

Mamma vill barnabörn

Mamma popparans Justins Timberlake, Lynn Harless, vill ólm eignast barnabörn. Justin og leikkonan Jessica Biel hafa verið saman í fjögur ár en áður var popparinn með Cameron Diaz og Britney Spears. Lynn hefur hvatt Justin til að eignast börn með Jessicu, enda er leikkonan þegar orðin ein af fjölskyldunni.

Lífið

Gæti dæmt í American Idol

Noel Gallagher, fyrrum forsprakki rokksveitarinnar Oasis, gæti orðið dómari í American Idol. Þessu heldur dómarinn Simon Cowell fram. Bent hefur verið á hóp fólks sem gæti fyllt skarð Cowells þegar hann hættir en meðal þeirra eru útvarpsmaðurinn Howard Stern og leikarinn Jamie Foxx. „Ég þekki Noel vel og mér líkar vel við hann. Hann er mjög fyndinn og er frábær lagahöfundur,“ sagði Cowell.

Lífið

Of grófur fyrir Óskarinn

Sacha Baron Cohen, maðurinn á bak við karaktera á borð við Bruno og Borat, var fyrsta val þegar leit hófst að kynni. Eins og fram hefur komið þá hafa silfurrefirnir Alec Baldwin og Steve Martin verið fengnir til verksins, en Cohen þótt einfaldlega of grófur og óútreiknanlegur.

Lífið

Fræbblar leika

Stefán Karlsson, upprunalegi trommari Fræbbblanna, hætti á dögunum en bandið heldur áfram. Heitir hún Fræbblarnir, með tveimur béum, hér eftir. Í kvöld koma Fræbblarnir fram á Dillon með nýjum trommara, sem er Guðmundur Þór Gunnarsson, sem var áður meðal annars í Tappa tíkarrassi og Das Kapital. Dagskráin hefst kl. 23.30 og verður eingöngu flutt frumsamið efni, nýtt og óútgefið í bland við gamalt og sígilt íslenskt eðalpönk.

Lífið

Samfögnuðu með Sigurjóni

Hollywood-myndin Brothers sem Sigurjón Sighvatsson framleiddi var frumsýnd í Kringlubíói á fimmtudag. Fjöldi fólks mætti til að samfagna með Sigurjóni. Tobey Maguire og Jake Gyllenhaal leika í myndinni bræður sem glíma við eftirköst stríðsins í Afganistan. Á móti þeim leikur ísraelska leikkonan Natalie Portman. Leikstjóri er Írinn Jim Sheridan sem hefur sent frá sér myndir á borð við My Left Foot og In the Name of the Father.

Lífið

Greiddu milljónir fyrir plötu

Pönkrokkararnir í Gavin Portland þurftu að greiða milljónir til að leysa út plötu sína IV: Hand in Hand With Traitor – Back to Back With Whores frá útlöndum. „Við tókum hana upp síðla sumars 2008. Síðan þarf ekki að rekja hvað gerðist það ágæta haust,“ segir bassaleikarinn Arnar Már Ólafsson.

Lífið

Ágætis byrjun Sóleyjar

Sóley Stefánsdóttir úr hljómsveitinni Seabear gefur á næstunni út sólóplötuna Theater Island hjá undirfyrirtæki Morr Music. Hún hefur aldrei spilað lögin sín opinberlega.

Lífið

Elskar Veðurguðina

„Fyrsta lagið sem ég heyrði var Bahama og ég kunni strax vel að meta það,“ segir Frakkinn Mathieu Balaguer.

Lífið

Tónleikar Tríó Nordica

Trío Nordica heldur tónleika hjá Kammermúsíkklúbbnum á sunnudaginn kl. 20. Tónleikarnir fara fram í Bústaðakirkju. Á efnisskrá eru píanótríó eftir Haydn, Beethoven og hið stórbrotna píanótríó eftir Tchaikovsky op. 50.

Lífið

Gradualekórinn djassar

Gradualekór Langholtskirkju heldur tónleika á vegum Listafélags Langholtskirkju á sunnudaginn kl. 20. Meginverk tónleikanna er A Little Jazz Mass eftir Bob Chilcott. Messan var samin árið 2004 og frumflutt í New Orleans sama ár. Hún er samin við hinn klassíska, latneska messutexta; Kyrie, Gloria, Sanctus, Benedictur og Agnus Dei. Hver kafli sýnir mismunandi stíltegundir djassins svo sem groove-funk, rokk, ballöðu og blues.

Lífið

Öfgarokk í Reykjavík

Tvær þekktar hljómsveitir úr heimi öfgaþungarokksins eru væntanlegar um helgina 9.-10. apríl til að spila í tíu ára afmælisveislu Andkristnihátíðar. Þetta eru hljómsveitirnar Rotting Christ og Hate.

Lífið

Linda P edrú í 8 ár - myndband

Átta ár eru liðin síðan Linda Pétursdóttir varð edrú. Í kvöld í sjónvarpsþættinum Ísland í dag, klukkan 18:55 strax að loknum fréttum Stöðvar 2, ræðir Linda um edrúmennskuna, móðurhlutverkið og hvað hún gerir til að halda sér í formi.

Lífið

Herranótt: Vika í frumsýningu LoveStar

Nú er vika í frumsýningu Herranætur, en verk þessa árs ber heitið LoveStar. Sagan er eftir Andra Snæ Magnason og leikstjóri, og jafnframt höfundur leikgerðar er Bergur Þór Ingólfsson.

Lífið