Lífið Landsliðskokkur dæmir í súpukeppni Grundfirðinga Kvikmyndahátíðin Northern Wave Film Festival er haldin í þriðja sinn dagana 5. til 7. mars næstkomandi. Hátíðin er haldin á Grundarfirði og í ár verður bryddað upp á skemmtilegri nýjung því á föstudagskvöldinu munu heimamenn keppa í fiskisúpugerð og mun landsliðskokkurinn Hrefna Rósa Jóhannsdóttir Sætran tilnefna sigurvegarann. Lífið 25.2.2010 04:15 Scorsese situr á toppnum Martin Scorsese er einstakur leikstjóri. Afrek hans á hvíta tjaldinu verða eflaust seint leikin eftir þótt Óskarsakademían hafi ekki alltaf verið á sama máli. Lífið 25.2.2010 04:15 Ferill Magnúsar Blöndal Heimildarmynd Ara Alexanders Ergis Magnússonar, Orðið tónlist: Magnús Blöndal Jóhannsson, verður frumsýnd í Listasafni Íslands í kvöld klukkan 20. Magnús Blöndal var brautryðjandi á mörgum sviðum, leitandi og skapandi tónskáld og til að mynda einn sá fyrsti sem gaf sig að elektrónískum tónverkum. Ari kynntist honum á 10. áratugnum. Lífið 25.2.2010 04:00 Górillubattl í FB Í kvöld kepptu Fjölbrautaskólinn í Breiðholti og Kvennaskólinn í 8 liða úrslitum í Morfís. Keppnin fór fram í sal FB og var góð mæting frá báðum skólum. Umræðuefnið var framtíðin en Kvennó mælti með og FB á móti. Lífið 25.2.2010 00:44 Regína Ósk heldur tónleika „Ég er búin að vera einlægur aðdáandi Karen Carpenter síðan að ég var 14 ára og hafa þessir tónleikar verið á dagskránni hjá mér í mörg ár og núna var tíminn," segir Regína Ósk. Lífið 24.2.2010 16:30 Jón Ársæll hitti klónið sitt Spaugstofan verður í sviðsljósinu í Sjálfstæðu fólki hjá Jóni Ársæli Þórðarsyni næsta sunnudag. Pálmi Gestsson brá sér í gervi Jóns í gær og mátti ekki á milli sjá hvor væri hvað. Lífið 24.2.2010 06:30 Elskaði aðeins Sam Leikkonan Lindsay Lohan veitti breska götutímaritinu The Sun viðtal fyrir stuttu. Viðtalið var birt í tveimur hlutum og ræddi leikkonan meðal annars um fíkniefnavanda sinn, erfiða æsku og um samband sitt við plötusnúðinn Samönthu Ronson. Lífið 24.2.2010 06:00 Bruggar og spilar á horn Sturlaugur Jón Björnsson er með meistaragráðu í hornleik og starfar sem bruggmeistari hjá Ölgerðinni. Sannarlega óvenjuleg blanda hjá þessum 27 ára Keflvíkingi. Lífið 24.2.2010 06:00 Gunnlaug vann Bafta-verðlaun Tónlistarkonan Gunnlaug Þorvaldsdóttir samdi tónlistina og sá um hljóðvinnslu fyrir myndina I Do Air sem sigraði í flokki stuttmynda á BAFTA-verðlaunahátíðinni. Stuttmyndin, sem er í leikstjórn Martinu Amarti, fjallar um unga stúlku sem þorir ekki að dýfa sér ofan í sundlaug. Hún finnur til niðurlægingar og hverfur inn í búningsklefann þar sem hún flýr inn í draumaveröld með því að halda niðri í sér andanum. Lífið 24.2.2010 05:45 Die Hard í fimmta sinn Framleiðsla á fimmtu Die Hard-myndinni er fyrirhuguð á næsta ári er haft eftir aðalleikaranum Bruce Willis. Hann telur mögulegt að sögusviðið verði ekki í Bandaríkjunum. Lífið 24.2.2010 05:15 Ingibjörg Egils aðstoðar Kalla Berndsen „Ingibjörg hefur sterkar skoðanir sem ég kann vel að meta,“ segir útlitssérfræðingurinn Karl Berndsen. Lífið 24.2.2010 05:15 Stjörnurnar skína annars staðar en á Edduhátíðinni „Þetta er óheppilegt. Gunni verður bara að fá verðlaunin,“ segir Björn Thors sem tilnefndur er í flokknum „meðleikari ársins“ á Edduverðlaunahátíðinni sem er á laugardagskvöld. Lífið 24.2.2010 05:00 Cheryl sparkar Ashley Cole Söngkonan Cheryl Cole gaf frá sér fréttatilkynningu stuttu eftir að hún lenti í London eftir að hafa flúið heimili sitt í kjölfar frétta af framhjáhaldi eiginmanns síns, fótboltakappans Ashley Cole. Lífið 24.2.2010 04:30 Friðrik Ómar með átta Elvis-tónleika Söngvarinn Friðrik Ómar ætlar að halda átta Elvis-tónleika í viðbót vegna mikillar eftirpurnar. Friðrik hélt þrenna tónleika í Salnum í Kópavogi í síðustu viku og seldist upp á þá alla. Lífið 24.2.2010 04:15 Aftur saman í Hænuungunum Nýtt leikverk eftir Braga Ólafsson, Hænuungarnir, verður frumsýnt í Kassa Þjóðleikhússins á laugardaginn. Eins og í hinu vinsæla leikriti Belgíska Kongó, sem Borgarleikhúsið frumsýndi árið 2004, leikstýrir Stefán Jónsson Hænuungunum og Eggert Þorleifsson leikur aðalhlutverkið. Lífið 24.2.2010 04:00 Segir skilið við Epic Leik- og söngkonan Jennifer Lopez hefur sagt skilið við útgáfufyrirtæki sitt, Epic Records, sem er í eigu Sony. Ekki er víst hvort hún var látin fjúka eða hvort samningurinn var einfaldlega útrunninn. Lífið 24.2.2010 04:00 Þú ert stokkbólgin í framan - myndir Leikkonan Nicole Kidman, 42 ára, og eiginmaður hennar, Keith Urban, mættu á skautadanssýningu í Kanada í gær. „Til hvers að gera eitthvað gott ef enginn er að horfa," sagði Nicole. Lífið 23.2.2010 16:30 Er þetta viðeigandi? - myndir Söngkonan Jessica Simpson yfirgaf steikhús í Hollywood í fyrradag. „Það er munur á því að vera heimsk og spurul. Það er ekki heimska að þora að spyrja," sagði Jessica. Eins og myndirnar sýna greip besti vinur hennar, hárgreiðslumaðurinn, Ken Pavas, sem var samferða Jessicu í nálæga bifreið, um vinstra brjóst hennar. Lífið 23.2.2010 15:00 Flugur gegn krabbameini Krabbameinsfélag Íslands efnir nú í annað sinn til Krabbaflugunnar, hnýtingakeppni í samvinnu við Stangaveiðifélag Reykjavíkur, Veiðihornið og Veiðikortið, þar sem færustu hnýtarar landsins eru hvattir til að hanna silungaflugu til styrktar félaginu. Keppnin var fyrst haldin árið 2007 þegar keppt var um bestu laxafluguna. „Sigurflugan úr þeirri keppni er mjög vel heppnuð og meira að segja ég hef veitt á hana lax," segir Gústaf Gústafsson, markaðs- og fjáröflunarstjóri Krabbameinsfélagsins og brosir við. „Hugmyndin spratt upphaflega frá því að ég las bandaríska grein um hvernig flugukast, að kasta flugu með stöng, er notað í endurhæfingu krabbameinssjúklinga og þá sérstaklega vegna brjóstakrabbameins. Út frá því þróaðist að halda fluguhnýtinganámskeið fyrir okkar skjólstæðinga hér í Krabbameinsfélaginu og lagði SVFR okkur lið með að útvega Sigurð Pálsson málarameistara og fluguhnýtara með meiru sem kennara. Það var einnig ástæða þess að ég fór sjálfur að hnýta flugur, og svo veiða með þeim. Keppnin fylgdi svo í kjölfarið og var ákveðið að bjóða öllum að taka þátt, enda er Krabbameinsfélagið félag allra," bætir Gústaf við. Vinningsflugan verður framleidd af félögum okkar í Veiðihorninu og seld í verslunum þeirra til styrktar starfi Krabbameinsfélagsins. „Við erum ekki ennþá búin að koma okkur upp kastkennslu en ég ráðlegg öllum að skoða fluguveiði, hún er bæði skemmtileg og heilsusamleg.ttúran er yndisleg og maður getur ekki eitt of miklum tíma við að njóta hennar, og svo er silungur alveg rosalega hollur og góður matur," segir Gústaf og bendir áhugasömum á að lesa nánar um keppnina á heimasíðu Krabbameinsfélagsins, www.krabb.is. Lífið 23.2.2010 11:30 Dr. Love: Ég hef alltaf verið býsna áberandi - myndir/myndband „Mér gengur vel að koma mér áfram þessa dagana en ég myndi ekki segja að ég væri búinn að „meika það"," svarar Daníel Óliver Sveinsson spurður hvort hann sé búinn að meika það samhliða gríðarlegum vinsældum myndbandsins við lag hans Dr. Love á Youtube. Lífið 23.2.2010 09:45 Hoppípolla ofnotað á BBC Jón Þór Birgisson segir að laginu Hoppípolla með Sigur Rós hafi verið „nauðgað“ í bresku sjónvarpi. Í viðtali við síðuna Gigwise segist Jónsi vera ósáttur við hversu litla stjórn hljómsveitin hefur á því hvernig tónlist hennar er notuð í Bretlandi. Lífið 23.2.2010 06:15 Innilegt faðmlag frá Pamelu Anderson „Ég held að Pamela viti ekkert allt of mikið um snjóbretti,“ segir snjóbrettakappinn Halldór Helgason. Lífið 23.2.2010 06:00 Bannað að heita Santa María „Átján mánuðum eftir að við opnuðum fengum við harðort bréf frá íslenskum hæstaréttarlögmanni, sem segir okkur að til að forðast aðgerðir frá umbjóðanda þeirra sem er risafyrirtæki sem selur krukkusósur og tex-mex-dótarí í stórmörkuðum, verðum við að hætta allri notkun á nafninu Santa María,“ segir María Hjálmtýsdóttir, annar eigenda matsölustaðarins Santa María á Laugavegi. Lífið 23.2.2010 06:00 Í kókosbolluverksmiðju „Það var kalt og samloka á hótelinu kostaði 2.600 krónur. Mér fannst það mikið sjokk,“ segir Sindri Már Sigfússon í hljómsveitinni Seabear. Lífið 23.2.2010 05:00 Fór beint á toppinn Shutter Island, nýjasta kvikmynd Martins Scorsese, fór beint á toppinn yfir aðsóknarmestu myndirnar vestanhafs um síðustu helgi. Myndin náði inn fjörutíu milljónum dollara, eða um fimm milljörðum króna, sem er betri árangur en búist var við. Þetta er jafnframt besta byrjun nokkurrar myndar Scorsesew, sem á að baki hinar vinsælu Taxi Driver, Raging Bull og The Departed. Leonardo DiCaprio leikur í Shutter Island lögreglumann sem rannsakar mannshvarf á sjúkrahúsi fyrir geðsjúka glæpamenn. Lífið 23.2.2010 05:00 Cowell aldrei hamingjusamari Móðir tónlistarmógúlsins Simons Cowell segir að hann hafi aldrei verið eins hamingjusamur og nú, eftir að hann byrjaði á föstu með Mezhgan Hussainy. Julie Cowell segir að hamingjan hreinlega geisli af syni sínum. Lífið 23.2.2010 05:00 SkyReports sigurvegari Rokksveitin SkyReports sigraði á tónlistarhátíðinni Rokkstokk 2010 sem haldin var í Frumleikhúsinu í Reykjanesbæ um síðustu helgi. Keanu lenti í öðru sæti og Reason to Believe var valin besta hljómsveitin af áhorfendum. Lífið 23.2.2010 04:30 Fer frítt í tónleikaferð til Kína, Taívan og Hong Kong Tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds er á leiðinni til Asíu í mars. Hann borgar ekki krónu fyrir ferðina, þar sem hann vann þúsund hljómsveitir og listamenn í keppni á vefsíðunni Sonicbids.com. Lífið 23.2.2010 04:30 The Hurt Locker sigursæl Kvikmyndin The Hurt Locker kom, sá og sigraði á bresku Bafta-verðlaunahátíðinni sem var haldin í London um helgina. Myndin hlaut sex verðlaun og skaut í leiðinni stórvirkinu Avatar ref fyrir rass. Lífið 23.2.2010 04:00 Kominn með nýja Gítarleikarinn Ronnie Wood úr The Rolling Stones er kominn með nýja kærustu upp á arminn. Sú heitir Ana Araujo og er brasilísk fegurðardís sem stundar nám í arkitektúr. Ronnie fór með dömuna í fjögurra tíma verslunarleiðangur um helgina og segja breskir fjölmiðlar að þau hafi geislað af hamingju. Lífið 23.2.2010 04:00 « ‹ ›
Landsliðskokkur dæmir í súpukeppni Grundfirðinga Kvikmyndahátíðin Northern Wave Film Festival er haldin í þriðja sinn dagana 5. til 7. mars næstkomandi. Hátíðin er haldin á Grundarfirði og í ár verður bryddað upp á skemmtilegri nýjung því á föstudagskvöldinu munu heimamenn keppa í fiskisúpugerð og mun landsliðskokkurinn Hrefna Rósa Jóhannsdóttir Sætran tilnefna sigurvegarann. Lífið 25.2.2010 04:15
Scorsese situr á toppnum Martin Scorsese er einstakur leikstjóri. Afrek hans á hvíta tjaldinu verða eflaust seint leikin eftir þótt Óskarsakademían hafi ekki alltaf verið á sama máli. Lífið 25.2.2010 04:15
Ferill Magnúsar Blöndal Heimildarmynd Ara Alexanders Ergis Magnússonar, Orðið tónlist: Magnús Blöndal Jóhannsson, verður frumsýnd í Listasafni Íslands í kvöld klukkan 20. Magnús Blöndal var brautryðjandi á mörgum sviðum, leitandi og skapandi tónskáld og til að mynda einn sá fyrsti sem gaf sig að elektrónískum tónverkum. Ari kynntist honum á 10. áratugnum. Lífið 25.2.2010 04:00
Górillubattl í FB Í kvöld kepptu Fjölbrautaskólinn í Breiðholti og Kvennaskólinn í 8 liða úrslitum í Morfís. Keppnin fór fram í sal FB og var góð mæting frá báðum skólum. Umræðuefnið var framtíðin en Kvennó mælti með og FB á móti. Lífið 25.2.2010 00:44
Regína Ósk heldur tónleika „Ég er búin að vera einlægur aðdáandi Karen Carpenter síðan að ég var 14 ára og hafa þessir tónleikar verið á dagskránni hjá mér í mörg ár og núna var tíminn," segir Regína Ósk. Lífið 24.2.2010 16:30
Jón Ársæll hitti klónið sitt Spaugstofan verður í sviðsljósinu í Sjálfstæðu fólki hjá Jóni Ársæli Þórðarsyni næsta sunnudag. Pálmi Gestsson brá sér í gervi Jóns í gær og mátti ekki á milli sjá hvor væri hvað. Lífið 24.2.2010 06:30
Elskaði aðeins Sam Leikkonan Lindsay Lohan veitti breska götutímaritinu The Sun viðtal fyrir stuttu. Viðtalið var birt í tveimur hlutum og ræddi leikkonan meðal annars um fíkniefnavanda sinn, erfiða æsku og um samband sitt við plötusnúðinn Samönthu Ronson. Lífið 24.2.2010 06:00
Bruggar og spilar á horn Sturlaugur Jón Björnsson er með meistaragráðu í hornleik og starfar sem bruggmeistari hjá Ölgerðinni. Sannarlega óvenjuleg blanda hjá þessum 27 ára Keflvíkingi. Lífið 24.2.2010 06:00
Gunnlaug vann Bafta-verðlaun Tónlistarkonan Gunnlaug Þorvaldsdóttir samdi tónlistina og sá um hljóðvinnslu fyrir myndina I Do Air sem sigraði í flokki stuttmynda á BAFTA-verðlaunahátíðinni. Stuttmyndin, sem er í leikstjórn Martinu Amarti, fjallar um unga stúlku sem þorir ekki að dýfa sér ofan í sundlaug. Hún finnur til niðurlægingar og hverfur inn í búningsklefann þar sem hún flýr inn í draumaveröld með því að halda niðri í sér andanum. Lífið 24.2.2010 05:45
Die Hard í fimmta sinn Framleiðsla á fimmtu Die Hard-myndinni er fyrirhuguð á næsta ári er haft eftir aðalleikaranum Bruce Willis. Hann telur mögulegt að sögusviðið verði ekki í Bandaríkjunum. Lífið 24.2.2010 05:15
Ingibjörg Egils aðstoðar Kalla Berndsen „Ingibjörg hefur sterkar skoðanir sem ég kann vel að meta,“ segir útlitssérfræðingurinn Karl Berndsen. Lífið 24.2.2010 05:15
Stjörnurnar skína annars staðar en á Edduhátíðinni „Þetta er óheppilegt. Gunni verður bara að fá verðlaunin,“ segir Björn Thors sem tilnefndur er í flokknum „meðleikari ársins“ á Edduverðlaunahátíðinni sem er á laugardagskvöld. Lífið 24.2.2010 05:00
Cheryl sparkar Ashley Cole Söngkonan Cheryl Cole gaf frá sér fréttatilkynningu stuttu eftir að hún lenti í London eftir að hafa flúið heimili sitt í kjölfar frétta af framhjáhaldi eiginmanns síns, fótboltakappans Ashley Cole. Lífið 24.2.2010 04:30
Friðrik Ómar með átta Elvis-tónleika Söngvarinn Friðrik Ómar ætlar að halda átta Elvis-tónleika í viðbót vegna mikillar eftirpurnar. Friðrik hélt þrenna tónleika í Salnum í Kópavogi í síðustu viku og seldist upp á þá alla. Lífið 24.2.2010 04:15
Aftur saman í Hænuungunum Nýtt leikverk eftir Braga Ólafsson, Hænuungarnir, verður frumsýnt í Kassa Þjóðleikhússins á laugardaginn. Eins og í hinu vinsæla leikriti Belgíska Kongó, sem Borgarleikhúsið frumsýndi árið 2004, leikstýrir Stefán Jónsson Hænuungunum og Eggert Þorleifsson leikur aðalhlutverkið. Lífið 24.2.2010 04:00
Segir skilið við Epic Leik- og söngkonan Jennifer Lopez hefur sagt skilið við útgáfufyrirtæki sitt, Epic Records, sem er í eigu Sony. Ekki er víst hvort hún var látin fjúka eða hvort samningurinn var einfaldlega útrunninn. Lífið 24.2.2010 04:00
Þú ert stokkbólgin í framan - myndir Leikkonan Nicole Kidman, 42 ára, og eiginmaður hennar, Keith Urban, mættu á skautadanssýningu í Kanada í gær. „Til hvers að gera eitthvað gott ef enginn er að horfa," sagði Nicole. Lífið 23.2.2010 16:30
Er þetta viðeigandi? - myndir Söngkonan Jessica Simpson yfirgaf steikhús í Hollywood í fyrradag. „Það er munur á því að vera heimsk og spurul. Það er ekki heimska að þora að spyrja," sagði Jessica. Eins og myndirnar sýna greip besti vinur hennar, hárgreiðslumaðurinn, Ken Pavas, sem var samferða Jessicu í nálæga bifreið, um vinstra brjóst hennar. Lífið 23.2.2010 15:00
Flugur gegn krabbameini Krabbameinsfélag Íslands efnir nú í annað sinn til Krabbaflugunnar, hnýtingakeppni í samvinnu við Stangaveiðifélag Reykjavíkur, Veiðihornið og Veiðikortið, þar sem færustu hnýtarar landsins eru hvattir til að hanna silungaflugu til styrktar félaginu. Keppnin var fyrst haldin árið 2007 þegar keppt var um bestu laxafluguna. „Sigurflugan úr þeirri keppni er mjög vel heppnuð og meira að segja ég hef veitt á hana lax," segir Gústaf Gústafsson, markaðs- og fjáröflunarstjóri Krabbameinsfélagsins og brosir við. „Hugmyndin spratt upphaflega frá því að ég las bandaríska grein um hvernig flugukast, að kasta flugu með stöng, er notað í endurhæfingu krabbameinssjúklinga og þá sérstaklega vegna brjóstakrabbameins. Út frá því þróaðist að halda fluguhnýtinganámskeið fyrir okkar skjólstæðinga hér í Krabbameinsfélaginu og lagði SVFR okkur lið með að útvega Sigurð Pálsson málarameistara og fluguhnýtara með meiru sem kennara. Það var einnig ástæða þess að ég fór sjálfur að hnýta flugur, og svo veiða með þeim. Keppnin fylgdi svo í kjölfarið og var ákveðið að bjóða öllum að taka þátt, enda er Krabbameinsfélagið félag allra," bætir Gústaf við. Vinningsflugan verður framleidd af félögum okkar í Veiðihorninu og seld í verslunum þeirra til styrktar starfi Krabbameinsfélagsins. „Við erum ekki ennþá búin að koma okkur upp kastkennslu en ég ráðlegg öllum að skoða fluguveiði, hún er bæði skemmtileg og heilsusamleg.ttúran er yndisleg og maður getur ekki eitt of miklum tíma við að njóta hennar, og svo er silungur alveg rosalega hollur og góður matur," segir Gústaf og bendir áhugasömum á að lesa nánar um keppnina á heimasíðu Krabbameinsfélagsins, www.krabb.is. Lífið 23.2.2010 11:30
Dr. Love: Ég hef alltaf verið býsna áberandi - myndir/myndband „Mér gengur vel að koma mér áfram þessa dagana en ég myndi ekki segja að ég væri búinn að „meika það"," svarar Daníel Óliver Sveinsson spurður hvort hann sé búinn að meika það samhliða gríðarlegum vinsældum myndbandsins við lag hans Dr. Love á Youtube. Lífið 23.2.2010 09:45
Hoppípolla ofnotað á BBC Jón Þór Birgisson segir að laginu Hoppípolla með Sigur Rós hafi verið „nauðgað“ í bresku sjónvarpi. Í viðtali við síðuna Gigwise segist Jónsi vera ósáttur við hversu litla stjórn hljómsveitin hefur á því hvernig tónlist hennar er notuð í Bretlandi. Lífið 23.2.2010 06:15
Innilegt faðmlag frá Pamelu Anderson „Ég held að Pamela viti ekkert allt of mikið um snjóbretti,“ segir snjóbrettakappinn Halldór Helgason. Lífið 23.2.2010 06:00
Bannað að heita Santa María „Átján mánuðum eftir að við opnuðum fengum við harðort bréf frá íslenskum hæstaréttarlögmanni, sem segir okkur að til að forðast aðgerðir frá umbjóðanda þeirra sem er risafyrirtæki sem selur krukkusósur og tex-mex-dótarí í stórmörkuðum, verðum við að hætta allri notkun á nafninu Santa María,“ segir María Hjálmtýsdóttir, annar eigenda matsölustaðarins Santa María á Laugavegi. Lífið 23.2.2010 06:00
Í kókosbolluverksmiðju „Það var kalt og samloka á hótelinu kostaði 2.600 krónur. Mér fannst það mikið sjokk,“ segir Sindri Már Sigfússon í hljómsveitinni Seabear. Lífið 23.2.2010 05:00
Fór beint á toppinn Shutter Island, nýjasta kvikmynd Martins Scorsese, fór beint á toppinn yfir aðsóknarmestu myndirnar vestanhafs um síðustu helgi. Myndin náði inn fjörutíu milljónum dollara, eða um fimm milljörðum króna, sem er betri árangur en búist var við. Þetta er jafnframt besta byrjun nokkurrar myndar Scorsesew, sem á að baki hinar vinsælu Taxi Driver, Raging Bull og The Departed. Leonardo DiCaprio leikur í Shutter Island lögreglumann sem rannsakar mannshvarf á sjúkrahúsi fyrir geðsjúka glæpamenn. Lífið 23.2.2010 05:00
Cowell aldrei hamingjusamari Móðir tónlistarmógúlsins Simons Cowell segir að hann hafi aldrei verið eins hamingjusamur og nú, eftir að hann byrjaði á föstu með Mezhgan Hussainy. Julie Cowell segir að hamingjan hreinlega geisli af syni sínum. Lífið 23.2.2010 05:00
SkyReports sigurvegari Rokksveitin SkyReports sigraði á tónlistarhátíðinni Rokkstokk 2010 sem haldin var í Frumleikhúsinu í Reykjanesbæ um síðustu helgi. Keanu lenti í öðru sæti og Reason to Believe var valin besta hljómsveitin af áhorfendum. Lífið 23.2.2010 04:30
Fer frítt í tónleikaferð til Kína, Taívan og Hong Kong Tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds er á leiðinni til Asíu í mars. Hann borgar ekki krónu fyrir ferðina, þar sem hann vann þúsund hljómsveitir og listamenn í keppni á vefsíðunni Sonicbids.com. Lífið 23.2.2010 04:30
The Hurt Locker sigursæl Kvikmyndin The Hurt Locker kom, sá og sigraði á bresku Bafta-verðlaunahátíðinni sem var haldin í London um helgina. Myndin hlaut sex verðlaun og skaut í leiðinni stórvirkinu Avatar ref fyrir rass. Lífið 23.2.2010 04:00
Kominn með nýja Gítarleikarinn Ronnie Wood úr The Rolling Stones er kominn með nýja kærustu upp á arminn. Sú heitir Ana Araujo og er brasilísk fegurðardís sem stundar nám í arkitektúr. Ronnie fór með dömuna í fjögurra tíma verslunarleiðangur um helgina og segja breskir fjölmiðlar að þau hafi geislað af hamingju. Lífið 23.2.2010 04:00