Lífið

Edda Björgvins útskrifuð sem flugfreyja

„Ég sem gamall hippi hefði aldrei ímyndað mér að ég ætti eftir að verða flugfreyja. Maður fussaði nánast og sveiaði yfir vinkonum sínum sem fóru í þetta á sínum tíma og fannst þetta jafnast á við að taka þátt í fegurðarsamkeppni,“ segir Edda Björgvinsdóttir. Sem verður að éta stóru orðin því hún útskrifaðist sem flugfreyja hjá Iceland Express í gær ásamt 38 öðrum flugliðum. Edda er þegar komin með vinnu og mun fljúga til 25 áfangastaða í sumar með flugfélaginu.

Lífið

Metallica og Black Sabbath sameinast

Grameðlurnar í Metallica og Black Sabbath ætla að sameina krafta sína á næstunni. Hljómsveitirnar eiga lög á 12 tommu vínylplötu sem verður aðeins gefin út í 1.000 eintökum. Metallica leggur til sérstaka hljóðblöndun hljómsveitarinnar UNKLE af laginu Frantic, en Black Sabbath bætir um betur og leggur til ofursmellinn Paranoid með nýjum texta. Platan verður gefin út í tilefni af plötuverslunardeginum í Bretlandi 17. apríl, en dagurinn er tileinkaður sjálfstæðri plötusölu í landinu.

Lífið

Haldinn ofsóknarbrjálæði

Í nýrri bók eftir fyrrverandi blaðamann kvikmyndabiblíunnar Variety um framleiðslufyrirtæki Stevens Spielberg, DreamWork, er því haldið fram að leikstjórinn sé haldinn hálfgerðu ofsóknarbrjálæði. Óttast hann mjög að upplýsingar um nýjar myndir sínar rati til keppinauta sinna.

Lífið

Blues Willis spilar

„Við spilum nú minna af blús en nafnið á hljómsveitinni gefur í skyn,“ segir Helgi Stefánsson, gítar- og banjóleikari í hljómsveitinni Blues Willis. „Tónlistin okkar er kántrískotin og fer um víðan völl, alveg frá örugustu ballöðum í brjálað hillbillístuð.“

Lífið

Vill að Lourdes sé íhaldssamari

Bandaríska söngkonan Madonna kastaði heldur betur steinum úr glerhúsi í nýju viðtali við US Weekly. Madonna hefur oft verið þekkt fyrir að klæðast fremur óhefðbundnum, eggjandi og efnislitlum klæðnaði en í umræddu viðtali sagðist hún vilja að dóttir sín, Lourdes, myndi klæða sig ögn íhaldsamar. „Hversu kaldhæðnislegt er það?,“ sagði Madonna og virtist gera sér grein fyrir því að þetta væri ekki eitthvað sem hún hefði efni á.

Lífið

Slapp naumlega undan skýstrók

„Fyrsta sem maður gerði var auðvitað að athuga með strákinn á leikskólanum en þetta var svo staðbundið að þau höfðu ekkert orðið vör við þetta," segir Völundur Snær Völundarson, best þekktur sem Völli Snær. Hann slapp naumlega undan ský­strók sem herjaði á íbúa Grand Bahama-eyjunnar í Karíbahafinu á mánudaginn. Slík veðrabrigði eru mjög sjaldgæf á þessum slóðum og sjálfur hafði kokkurinn aldrei séð slíkt með eigin augum. „Þetta getur komið út frá þrumuveðrum en er miklu algengara í Flórída. Það er kona sem hefur búið hérna í nítján ár og vinnur hjá mér og hún hafði aldrei upplifað svona," segir Völli. Hann rekur veitingastaðinn Sabor við Pelican Bay-hótelbyggingarnar, sem standa nálægt Port Lucaya-höfninni, ásamt konu sinni, Þóru Sigurðardóttur.

Lífið

Ljóðalestur í stað predikunar

„Þau æfðu flutninginn á fimmtudagskvöldið var og þetta leit mjög vel út,“ segir Hjálmar Jónsson, prestur við Dómkirkjuna í Reykjavík. Í stað hefðbundinnar predikunar í messu á föstudaginn langa munu Þórður Helgason, dósent við Kennaraháskóla Íslands, og Svanhildur Kaaber lesa þýðingu Þórðar á sonnettusveig eftir Lisbeth Smedegaard Andersen sem nefnist Nú stillir alla storma hafa og landa. Lisbeth þessi er danskur prestur og rithöfundur. „Þessi sonnettusveigur lýsir píslargöngu Krists og er samin af alveg sérstöku listfengi,“ segir Hjálmar en höfundurinn hefur hlotið mikið lof og viðurkenningar fyrir sonnettusveiginn í heimalandi sínu. Messan á föstudaginn langa í Dómkirkjunni hefst klukkan 11.

Lífið

Ósáttur við Bush og Blair

Leikarinn Ewan McGregor hefur gagnrýnt George W. Bush, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, og Tony Blair, sem var forsætisráðherra Bretlands, harðlega vegna árásanna á Írak og Afganistan. Hann er óánægður með að Bush hafi aldrei verið látinn svara fyrir ákvörðun sína um að ráðast inn í löndin og að Blair hafi aldrei beðist afsökunar fyrir hönd Bretlands á þátttöku sinni í stríðunum. „Stjórnmálamenn þurfa á endanum aldrei að bera fulla ábyrgð á gjörðum sínum. Mér finnst það hræðileg tilhugsun,“ sagði hinn skoski McGregor.

Lífið

Liam bestur á sviði

Liam Gallagher, fyrrum söngvari Oasis, hefur verið kjörinn besti sviðsmaður allra tíma í nýrri skoðanakönnun breska tímaritsins Q. Fyrir neðan hann á listanum eru kappar á borð við John Lennon, Jim Morrison, Freddie Mercury og Bono. Allir eiga þeir það sameiginlegt að hafa leitt hljómsveitir sínar á eftirminnilegan hátt. „Það er annars vegar Elvis og hins vegar ég. Ég á erfitt með að segja til um hvor okkar sé bestur,“ sagði Liam af sinni alkunnu hógværð. Á meðal annarra sem komust á listann voru voru Bob Marley, Robbie Williams og John Lydon.

Lífið

Benni í heimsókn á Íslandi

Nýjasta plata Benna Hemm Hemm heitir Retaliate, er fimm laga og er að koma út. Benni hefur verið að spila á Bretlandseyjum, en er nú á Íslandi. Spilar í kvöld í Ketilhúsinu á Akureyri og verður svo með tónleika í Norræna húsinu á laugardaginn. Mjög mismunandi er hverjir spila með Benna á tónleikum. „Ég var með tvo Skota með mér sem spiluðu á lúðra, en hérna á Íslandi spila ég með Róberti Reynissyni á Akureyri og hljómsveit Hjörleifs Jónssonar hitar upp. Í Reykjavík spila Róbert og Óli Björn með mér og Óli Björn hitar upp með sitt stöff sem er mjög magnað,“ segir Benni. „Eftir Íslandsdvölina fer ég á Evróputúr og þá er enn annað lið að spila mér, blásararnir Ingi Garðar og Eiríkur sem hafa spilað með mér heillengi.“

Lífið

Jesse James í meðferð

Hataðasti maðurinn í Hollywood um þessar mundir, Jesse James, er farinn í sömu meðferð og Tiger Woods. James hefur viðurkennt fyrir umheiminum að hann sé háður kynlífi með ókunnugum konum. En sú fíkn batt enda á hjónaband hans og Söndru Bullock.

Lífið

Aldrei liðið betur

Söngvaranum Ricky Martin líður betur en nokkru sinni fyrr eftir að hann kom út úr skápnum. Hinn 38 ára poppari notaði Twitter-síðu sína til að tilkynna að hann væri samkynhneigður og hann heldur áfram að nota Twitter til að þakka aðdáendum sínum fyrir stuðninginn. „Ég hef það frábært og mér líður betur en nokkru sinni. Ég er bara að slappa af og njóta skilaboðanna frá ykkur. Takk fyrir stuðninginn,“ skrifaði hann á spænsku til aðdáenda sinna en Martin er frá Púertó Ríkó. Á opinberri vefsíðu sinni segir hann að fæðing tvíburadrengja sinna, Matteos og Valentinos, með aðstoð staðgöngumóður árið 2008 hafi leitt til þess að hann hafi komið út úr skápnum. „Að halda áfram að lifa eins og ég gerði hefði óbeint haft slæm áhrif á tilveru barnanna minna. Hingað og ekki lengra. Þetta verður að breytast,“ skrifaði hann.

Lífið

Dæmdur á spítala fyrir að ónáða Jennifer Garner

Karlmaður sem var ákærður fyrir að áreita leikkonuna Jennifer Garner og fjölskyldu hennar hefur verið dæmdur ósakhæfur. Maðurinn, sem heitir Steven Burky, hafði áreitt konuna síðan 2002. Garner fékk nálgunarbann á hann árið 2008. Samkvæmt því átti hann að halda sig í rúmlega 90 metra

Lífið

Eiginmaður Söndru Bullock farinn í meðferð

Jesse James, eiginmaður Óskarsverðlaunaleikkonunnar Söndru Bullock, er farinn í meðferð. James hefur verið nokkuð í fréttum að undanförnu, en hann er sagður hafa haldið framhjá leikkonunni með fjölda kvenna. Talsmaður hans sagði í yfirlýsingu sem send var tímaritinu People að James ætlaði að takast á við persónuleg mál. Hann hafi gert sér grein fyrir því að hann þyrfti að bregðast við, sjálfs síns og fjölskyldunnar vegna. Hann vildi bjarga hjónabandinu.

Lífið

Óttasleginn Jude Law

Fyrrum eiginkona leikarans Jude Law, hönnuðurinn Sadie Frost, hefur unnið að útgáfu ævisögu sinnar undanfarna mánuði og mun Frost meðal annars ætla að fjalla um hjónaband sitt við Law. Þetta mun hafa komið illa við Law sem óttast að frásagnirnar muni skaða ímynd hans. „Hann hefur beðið Sadie um að segja honum nákvæmlega hvað hún hyggst skrifa um hann. Hann óttast að sumt af því sem mun koma fram í bókinni geti skaðað ímynd hans og komið börnum þeirra í uppnám,“ var haft eftir heimildarmanni.

Lífið

Les erótík í baðinu

Söngkonan Christina Aguilera hefur mjög gaman af því að lesa erótískar skáldsögur þegar hún slappar af í baði. „Ég elska vatns-erótík. Það eru vatnsheldar bækur með erótískum sögum. Bækurnar mega alveg blotna,“ sagði Aguilera, sem gefur á næstunni út plötuna Bionic. Aguilera, sem er 29 ára, er gift Jordan Bratman. Hún segir mikilvægt að þau fái tíma fyrir hvort annað þó svo að tveggja ára sonur þeirra, Max, hafi vitaskuld forgang. „Við pössum upp á að fara tvö út saman. Drengurinn er í fyrsta sæti en þegar við vitum að hann er í góðum höndum förum við stundum í bæinn og fáum okkur nokkra drykki. Síðan förum við heim, dempum ljósin og gerum það sem við gerum.“

Lífið

Bachelorette komin til Íslands

Tökulið bandaríska sjónvarpsþáttarins Bachelorette er komið til Íslands. Fram undan eru nokkrir tökudagar þar sem piparmeyjan, Ali Federtowsky, hittir nokkra álitlega piparsveina og deilir með þeim fögrum stundum í íslenskri náttúru. „Ég get ekkert tjáð mig um þetta mál,“ segir Einar Sveinn Þórðarson hjá framleiðslufyrirtækinu Pegasus, sem sinnir tökuliðinu meðan á dvöl þess stendur.

Lífið

Tiger Woods malar gull á ný

Hrunadans Tigers Woods – kvennafarið – lék lykilhlutverk í fyrirsögnum helstu fjölmiðla heims svo vikum og mánuðum skipti. Nú undirbýr kylfingurinn endurkomuna af kappi og markaðsöflin skála í kampavíni á meðan.

Lífið

Rokksögulegir hamborgarar

Kiddi rót er kominn í bæinn með landsþekkta hamborgara sína. Á nýjum hamborgarastað í Mosfellsbæ hefur hann skráð sögu íslenskra hljómsveita.

Lífið

Beyoncé í glasi

Söngkonan Beyoncé skemmti sér með eiginmanni sínum, tónlistarmanninum Jay-Z, og vinum á skemmtistaðnum Tao í Las Vegas um helgina. Söngkonan og vinir hennar sátu lengi frameftir og drukku þó nokkrar flöskur af kampavíni og skemmtu sér hið besta. Fyrir helgi héldu bandarískir fjölmiðlar því fram að hjónin ættu von á sínu fyrsta barni, en þetta ætti að kveða þær sögusagnir niður.

Lífið

Drukkin leikkona

Leikkonan Mischa Barton, sem þekktust er fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum The O.C., átti erfiða helgi að sögn sjónarvotta. Leikkonan mætti ein síns liðs á knæpu í Hollywood og var að sögn gesta heldur ölvuð. „Nokkrum mínútum eftir að hún kom inn á staðinn hleypur hún aftur út og gubbar út um allt. Þegar hún hafði lokið sér af kom hún inn aftur og sat ein við barinn þar til staðnum var lokað,“ var haft eftir einum gesti staðarins. Talsmaður leikkonunnar neitaði að ræða við fjölmiðla þegar þeir höfðu samband.

Lífið

Þorskastríðið núna á íslensku

Hæfileikakeppnin Þorskastríðið 2010 er hafin og er nú unnin í samvinnu við Rás 2. Sama form er á keppninni og áður nema nú er aðeins tekið við lögum með íslenskum textum.

Lífið

Vill ekki tala um Lady Gaga

Adam Lambert, stjarnan úr American Idol, er orðinn þreyttur á að tala um vinkonu sína, Lady Gaga, í viðtölum. Stutt er síðan hann sagðist hafa spjallað við hana yfir viskíglasi og eftir það hafa fjölmiðlar viljað vita meira um vináttu þeirra.

Lífið