Rokksögulegir hamborgarar 31. mars 2010 06:00 Kiddi rót Við rokksögulegar minjar úr Mogganum á Kaffi Kidda rót.fréttablaðið/stefán Kiddi rót er kominn í bæinn með landsþekkta hamborgara sína. Á nýjum hamborgarastað í Mosfellsbæ hefur hann skráð sögu íslenskra hljómsveita. „Þetta eru bestu hamborgarar á landinu. Ég fer ekkert ofan af því fyrr en einhver getur afsannað það!“ segir Kristinn T. Haraldsson, Kiddi rót, sem opnaði Kaffi Kidda rót í Mosfellsbænum í gær. Veitingastaðurinn var lengi í Hveragerði, en Kiddi segist hafa hrakist þaðan því eigandi húsnæðisins hafi sett upp óraunhæfa leigu. „Ég neitaði að borga svona háa leigu svo við fórum bara. Við enduðum hérna við hliðina á Krónunni í Mosfellsbæ, þar sem Remax var, og ég sé ekkert eftir því.“ Kiddi segist vera búinn að fá alvöru fólk í eldhúsið og boðið er upp á ýmsar veitingar, meðal annars hina frægu rómantísku hamborgara. „Einn sagði: ef þú finnur ekkert við þitt hæfi, þá ertu nú bara ekkert svangur. Svo er ég með heljarmikla sýningu hérna sem toppar allt,“ segir Kiddi hreykinn. „Ég gerði samning við Þjóðarbókhlöðuna og þeir flettu upp öllum dansleikjaauglýsingum í Mogganum. Án þess að fatta það skrifaði Mogginn sögu íslenskra hljómsveita með þessum auglýsingum. Ég raðaði þessu saman á 40 sentimetra breiðan borða sem sker salinn í sundur og þú getur séð ár fyrir ár hvaða hljómsveitir voru í gangi. Fyrsta auglýsingin er með Þorgeiri Ástvalds frá 1966 og svo heldur þetta áfram til ársins 1988. Þorgeir kom hérna og fékk flassbakk. Það staldra allir við myndina af honum, ég held hann sé 14 ára eða eitthvað á henni. Svo er ég með útklippur og risamyndir af hljómsveitum. Þetta kemur helvíti flott út. Þetta er rokksögulegur veitingastaður!“ Kiddi segir fólk gjörsamlega týna sér í sýningunni. „Það eru eiginlega öll bönd hérna, frá gömludansaböndum og upp úr. Hingað kom einn frá Vinnueftirlitinu. Hann sagði: Ég var nú í hljómsveit í gamla daga. Þú ert ábyggilega ekki með mynd af henni af því hún var nánast óþekkt. Ég spurði hvaða hljómsveit það væri og hann sagðist hafa verið í hljómsveitinni Loðmundi. Ég gat bent honum á risastóra mynd af hljómsveitinni, svo hann sagði: Ég þarf ekkert að skoða þetta hjá þér, það er mynd af mér uppi á vegg!“ drgunni@frettabladid.is Mest lesið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Segir son sinn ekki hafa þurft að deyja Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Sjá meira
Kiddi rót er kominn í bæinn með landsþekkta hamborgara sína. Á nýjum hamborgarastað í Mosfellsbæ hefur hann skráð sögu íslenskra hljómsveita. „Þetta eru bestu hamborgarar á landinu. Ég fer ekkert ofan af því fyrr en einhver getur afsannað það!“ segir Kristinn T. Haraldsson, Kiddi rót, sem opnaði Kaffi Kidda rót í Mosfellsbænum í gær. Veitingastaðurinn var lengi í Hveragerði, en Kiddi segist hafa hrakist þaðan því eigandi húsnæðisins hafi sett upp óraunhæfa leigu. „Ég neitaði að borga svona háa leigu svo við fórum bara. Við enduðum hérna við hliðina á Krónunni í Mosfellsbæ, þar sem Remax var, og ég sé ekkert eftir því.“ Kiddi segist vera búinn að fá alvöru fólk í eldhúsið og boðið er upp á ýmsar veitingar, meðal annars hina frægu rómantísku hamborgara. „Einn sagði: ef þú finnur ekkert við þitt hæfi, þá ertu nú bara ekkert svangur. Svo er ég með heljarmikla sýningu hérna sem toppar allt,“ segir Kiddi hreykinn. „Ég gerði samning við Þjóðarbókhlöðuna og þeir flettu upp öllum dansleikjaauglýsingum í Mogganum. Án þess að fatta það skrifaði Mogginn sögu íslenskra hljómsveita með þessum auglýsingum. Ég raðaði þessu saman á 40 sentimetra breiðan borða sem sker salinn í sundur og þú getur séð ár fyrir ár hvaða hljómsveitir voru í gangi. Fyrsta auglýsingin er með Þorgeiri Ástvalds frá 1966 og svo heldur þetta áfram til ársins 1988. Þorgeir kom hérna og fékk flassbakk. Það staldra allir við myndina af honum, ég held hann sé 14 ára eða eitthvað á henni. Svo er ég með útklippur og risamyndir af hljómsveitum. Þetta kemur helvíti flott út. Þetta er rokksögulegur veitingastaður!“ Kiddi segir fólk gjörsamlega týna sér í sýningunni. „Það eru eiginlega öll bönd hérna, frá gömludansaböndum og upp úr. Hingað kom einn frá Vinnueftirlitinu. Hann sagði: Ég var nú í hljómsveit í gamla daga. Þú ert ábyggilega ekki með mynd af henni af því hún var nánast óþekkt. Ég spurði hvaða hljómsveit það væri og hann sagðist hafa verið í hljómsveitinni Loðmundi. Ég gat bent honum á risastóra mynd af hljómsveitinni, svo hann sagði: Ég þarf ekkert að skoða þetta hjá þér, það er mynd af mér uppi á vegg!“ drgunni@frettabladid.is
Mest lesið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Segir son sinn ekki hafa þurft að deyja Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Sjá meira