Rokksögulegir hamborgarar 31. mars 2010 06:00 Kiddi rót Við rokksögulegar minjar úr Mogganum á Kaffi Kidda rót.fréttablaðið/stefán Kiddi rót er kominn í bæinn með landsþekkta hamborgara sína. Á nýjum hamborgarastað í Mosfellsbæ hefur hann skráð sögu íslenskra hljómsveita. „Þetta eru bestu hamborgarar á landinu. Ég fer ekkert ofan af því fyrr en einhver getur afsannað það!“ segir Kristinn T. Haraldsson, Kiddi rót, sem opnaði Kaffi Kidda rót í Mosfellsbænum í gær. Veitingastaðurinn var lengi í Hveragerði, en Kiddi segist hafa hrakist þaðan því eigandi húsnæðisins hafi sett upp óraunhæfa leigu. „Ég neitaði að borga svona háa leigu svo við fórum bara. Við enduðum hérna við hliðina á Krónunni í Mosfellsbæ, þar sem Remax var, og ég sé ekkert eftir því.“ Kiddi segist vera búinn að fá alvöru fólk í eldhúsið og boðið er upp á ýmsar veitingar, meðal annars hina frægu rómantísku hamborgara. „Einn sagði: ef þú finnur ekkert við þitt hæfi, þá ertu nú bara ekkert svangur. Svo er ég með heljarmikla sýningu hérna sem toppar allt,“ segir Kiddi hreykinn. „Ég gerði samning við Þjóðarbókhlöðuna og þeir flettu upp öllum dansleikjaauglýsingum í Mogganum. Án þess að fatta það skrifaði Mogginn sögu íslenskra hljómsveita með þessum auglýsingum. Ég raðaði þessu saman á 40 sentimetra breiðan borða sem sker salinn í sundur og þú getur séð ár fyrir ár hvaða hljómsveitir voru í gangi. Fyrsta auglýsingin er með Þorgeiri Ástvalds frá 1966 og svo heldur þetta áfram til ársins 1988. Þorgeir kom hérna og fékk flassbakk. Það staldra allir við myndina af honum, ég held hann sé 14 ára eða eitthvað á henni. Svo er ég með útklippur og risamyndir af hljómsveitum. Þetta kemur helvíti flott út. Þetta er rokksögulegur veitingastaður!“ Kiddi segir fólk gjörsamlega týna sér í sýningunni. „Það eru eiginlega öll bönd hérna, frá gömludansaböndum og upp úr. Hingað kom einn frá Vinnueftirlitinu. Hann sagði: Ég var nú í hljómsveit í gamla daga. Þú ert ábyggilega ekki með mynd af henni af því hún var nánast óþekkt. Ég spurði hvaða hljómsveit það væri og hann sagðist hafa verið í hljómsveitinni Loðmundi. Ég gat bent honum á risastóra mynd af hljómsveitinni, svo hann sagði: Ég þarf ekkert að skoða þetta hjá þér, það er mynd af mér uppi á vegg!“ drgunni@frettabladid.is Mest lesið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Fleiri fréttir Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Sjá meira
Kiddi rót er kominn í bæinn með landsþekkta hamborgara sína. Á nýjum hamborgarastað í Mosfellsbæ hefur hann skráð sögu íslenskra hljómsveita. „Þetta eru bestu hamborgarar á landinu. Ég fer ekkert ofan af því fyrr en einhver getur afsannað það!“ segir Kristinn T. Haraldsson, Kiddi rót, sem opnaði Kaffi Kidda rót í Mosfellsbænum í gær. Veitingastaðurinn var lengi í Hveragerði, en Kiddi segist hafa hrakist þaðan því eigandi húsnæðisins hafi sett upp óraunhæfa leigu. „Ég neitaði að borga svona háa leigu svo við fórum bara. Við enduðum hérna við hliðina á Krónunni í Mosfellsbæ, þar sem Remax var, og ég sé ekkert eftir því.“ Kiddi segist vera búinn að fá alvöru fólk í eldhúsið og boðið er upp á ýmsar veitingar, meðal annars hina frægu rómantísku hamborgara. „Einn sagði: ef þú finnur ekkert við þitt hæfi, þá ertu nú bara ekkert svangur. Svo er ég með heljarmikla sýningu hérna sem toppar allt,“ segir Kiddi hreykinn. „Ég gerði samning við Þjóðarbókhlöðuna og þeir flettu upp öllum dansleikjaauglýsingum í Mogganum. Án þess að fatta það skrifaði Mogginn sögu íslenskra hljómsveita með þessum auglýsingum. Ég raðaði þessu saman á 40 sentimetra breiðan borða sem sker salinn í sundur og þú getur séð ár fyrir ár hvaða hljómsveitir voru í gangi. Fyrsta auglýsingin er með Þorgeiri Ástvalds frá 1966 og svo heldur þetta áfram til ársins 1988. Þorgeir kom hérna og fékk flassbakk. Það staldra allir við myndina af honum, ég held hann sé 14 ára eða eitthvað á henni. Svo er ég með útklippur og risamyndir af hljómsveitum. Þetta kemur helvíti flott út. Þetta er rokksögulegur veitingastaður!“ Kiddi segir fólk gjörsamlega týna sér í sýningunni. „Það eru eiginlega öll bönd hérna, frá gömludansaböndum og upp úr. Hingað kom einn frá Vinnueftirlitinu. Hann sagði: Ég var nú í hljómsveit í gamla daga. Þú ert ábyggilega ekki með mynd af henni af því hún var nánast óþekkt. Ég spurði hvaða hljómsveit það væri og hann sagðist hafa verið í hljómsveitinni Loðmundi. Ég gat bent honum á risastóra mynd af hljómsveitinni, svo hann sagði: Ég þarf ekkert að skoða þetta hjá þér, það er mynd af mér uppi á vegg!“ drgunni@frettabladid.is
Mest lesið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Fleiri fréttir Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Sjá meira