Íslenski boltinn

Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf

Grindavík vann dramatískan 3-2 sigur á Þór Akureyri í Akraneshöllinni í dag í riðli 1 í A-deild Lengjubikars karla. Þór var 2-1 yfir í leiknum þegar Grindvíkingurinn Grétar Ólafur Hjartarson var rekinn útaf fimm mínútum fyrir leikslok en Grindavíkurliðið skoraði tvö mörk manni færri.

Íslenski boltinn

Andri Steinn í Keflavík

Andri Steinn Birgisson hefur náð samkomulagi við Keflavík og spilar með liðinu í Pepsi-deildinni í sumar. Andri samdi nýlega við Raufoss í Noregi en er núna kominn heim.

Íslenski boltinn

Blikar safna peningum fyrir knattspyrnudeildina

Stuðningsmenn Breiðabliks hafa hrundið af stað fjársöfnun til handa knattspyrnudeildinni. Blikar eru nýbúnir að punga út kaupverði fyrir framherjann Guðmund Pétursson og borguðu Blikar meira fyrir leikmanninn en þeir upprunalega voru til í að borga.

Íslenski boltinn

Þarf að draga um leikdaga

Í dag funduðu í Kaupmannahöfn fulltrúar þeirra þjóða sem prýða riðil Íslands í undankeppninni fyrir Evrópumótið 2012. Reynt var að ná samkomulagi um leikdaga riðilsins en það bar ekki árangur.

Íslenski boltinn

Hjálmar heitur gegn KA

Framarar byrjuðu vel í Lengjubikarnum í fótbolta en þeir mættu KA í fyrsta leik sínum í keppninni. Fram vann leikinn 4-1 en leikið var í Boganum á Akureyri.

Íslenski boltinn

Valur samdi við danskan bakvörð

Valur fékk í dag danska bakvörðinn Martin Pedersen að láni út næsta sumar. Valsmenn telja sig vera að fá geysisterkan leikmann enda hefur hann verið að leika í dönsku úrvalsdeildinni sem og með yngri landsliðum Danmerkur.

Íslenski boltinn

Bjarni Þór tryggði strákunum dýrmætt stig í Magdeburg

Íslenska 21 árs landsliðið kom tvisvar til baka á móti Þýskalandi í undankeppni EM á MDCC vellinum í Magdeburg í dag og Bjarni Þór Viðarsson tryggði íslensku strákunum 2-2 jafntefli og góða stöðu í riðlunum með skora jöfnunarmarkið þrettán mínútum fyrir leikslok. Íslensku varnarmennirnir björguðu tvisvar á marklínu á lokamínútum leiksins.

Íslenski boltinn