Íslenski boltinn

Umfjöllun: Sanngjarn sigur KR-inga gegn Stjörnunni

KR-ingar unnu 3-1 sigur á Stjörnunni í 14.umferð Pepsi-deildar karla í kvöld, en leikurinn fór fram í Frostaskjólinu. Þorvaldur Árnason kom gestunum yfir en það voru þeir Kjartan Henry Finnbogason, Björgólfur Takefusa og Guðmundur Reynir Gunnarsson sem skoruðu mörk KR-inga.

Íslenski boltinn

Umfjöllun: FH-ingar inn í meistarabaráttuna

FH-ingar blönduðu sér virkilega aftur í toppbaráttuna með því að vinna 3-1 sigur á ÍBV á Hásteinsvellinum í Vestmannaeyjum í kvöld. ÍBV hafði unnið sex leiki í röð fyrir leikinn en FH er nú aðeins fjórum stigum á eftir toppliðum Breiðabliks og ÍBV.

Íslenski boltinn

Umfjöllun: Blikar niðurlægðu Valsmenn

Breiðablik er komið aftur í toppsæti Pepsi-deildar karla eftir 5-0 stórsigur á Val í fyrsta leik 14. umferðarinnar á Kópavogsvelli í kvöld. Alfreð Finnbogason, markahæsti leikmaður deildarinnar, skoraði tvö mörk og lagði upp tvö í leiknum.

Íslenski boltinn

Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband

Leikmenn Stjörnunnar í Pepsi-deild karla eru orðnir heimsfrægir fyrir frumlegt laxveiðifagn sitt sem sést best á því að leikmenn hinum meginn á hnettinum eru farnir að fagna eins og Halldór Orri Björnsson, Jóhann Laxdal og félagar í Stjörnuliðinu. Japanskt fagn af Youtube var sýnt í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.

Íslenski boltinn