Íslenski boltinn

Hætta í stjórn vegna trúnaðarbrests

Formaður og varaformaður knattspyrnudeildar Vals hafa, ásamt formönnum meistaraflokksráðs og heimaleikjaráðs, látið af stjórnarstörfum fyrir Val. Deilur innan stjórnar og trúnaðarbrestur er ástæða þess að fjórmenningarnir segja af sér.

Íslenski boltinn

Eiður Smári á æfingu hjá KR

Eiður Smári Guðjohnsen æfði með KR í kvöld en það kom fram á vef félagsins. Eiður er nú að leita sér að nýju félagi en hann á eitt ár eftir af núverandi samningi sínum við AS Monaco.

Íslenski boltinn

Almarr: Það var komin tími á sigur

„Ég er mjög ánægður með mína fyrstu þrennu í meistaraflokki,“ sagði Almarr Ormarsson, leikmaður Framara, hæstánægður í kvöld eftir að Framarar báru sigur úr býtum gegn Selfyssingum, 3-1, í 17. umferð Pepsi-deildar karla.

Íslenski boltinn

Hörður: Þungt að kyngja þessu

„Þetta er þungt, við vorum með leikinn í okkar höndum allan tímann og þeir voru ekkert að skapa sér nein færi. Þeir bjarga nokkrum sinnum á línu og því er þungt að kyngja þessu," sagði Hörður Sveinsson markaskorari Keflvíkinga eftir 2-2 jafntefli gegn Stjörnunni í kvöld.

Íslenski boltinn

Rúnar: Klárlega missir af Diogo

Jordao Diogo, portúgalski sóknarbakvörðurinn hjá KR, hefur verið lánaður til gríska úrvalsdeildarliðsins Panserraikos sem komst upp úr B-deildinni síðasta tímabil. Diogo lék sinn síðasta leik fyrir KR, í bili a.m.k., þegar liðið vann Val örugglega 4-1 í kvöld.

Íslenski boltinn