Íslenski boltinn

Soffía: Erum bestar á landinu

„Við lögðum ansi mikið á okkur og loksins náum við að uppskera eins og við sáðum, þetta er ljúft. Það er fullkomið að ná að landa titlinum á heimavelli,“ sagði sigurreif Soffía Arnþrúður Gunnarsdóttir eftir að hafa landað Íslandsmeistaratitlinum með Stjörnunni í kvöld.

Íslenski boltinn

Stjörnukonur Íslandsmeistarar - Valur felldi Þrótt

Stjörnukonur unnu í kvöld fyrsta Íslandsmeistaratitilinn í sögu félagsins í meistaraflokki karla og kvenna í fótbolta með því að vinna 3-0 sigur á Aftureldingu í 16. umferð Pepsi-deildar kvenna. Stjarnan þurfti bara einn sigur í síðustu þremur umferðunum en með þessum sigri er ljóst að Valskonur geta ekki náð Stjörnunni að stigum.

Íslenski boltinn

FH og Selfoss komin upp í Pepsi-deild kvenna

FH og Selfoss tryggðu sér örugglega sæti í Pepsi-deild kvenna á næsta sumri eftir sigra í seinni leikjum sínum í úrslitakeppni 1. deildar kvenna í kvöld. FH vann 6-0 sigur á Haukum og því 14-1 samanlagt en Selfoss vann 6-1 sigur á Keflavík og þar með 8-4 samanlagt.

Íslenski boltinn

KR-liðið fór í óvissuferð í dag

KR-ingar fögnuðu sigrinum á Fram í Pepsi-deildinni í gær með því að skella sér í árleg óvissuferð í dag. Það sást til alls hópsins við Búlluna á Geirsgötu og Vísir forvitnaðist um málið hjá þjálfaranum Rúnari Kristinssyni.

Íslenski boltinn

Sandra laus frá Jitex: Maður léttist um nokkur kíló í hjartanu

Sandra Sigurðardóttir, fyrrum markvörður sænska liðsins Jitex virðist loksins vera að losna undan samningi við félagið. Sandra rifti samningi sínum við Jitex fyrr í sumar vegna vanefnda en Svíarnir litu svo á að hún væri enn samningsbundinn sínu félagi og mætti því ekki fara heim til Stjörnunnar. FIFA hefur nú úrskurðað í málinu og það Söndru í vil.

Íslenski boltinn

Guðmundur og Matthías koma inn í landsliðshópinn

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, hefur kallað tvo leikmenn til viðbótar inn í landsliðshópinn fyrir leikina gegn Kýpur og Noregi, en þeir Matthías Vilhjálmsson, leikmaður FH, og Guðmundur Kristjánsson, leikmaður Breiðabliks, koma nýir inn í hópinn.

Íslenski boltinn

Hannes tekur sæti Gunnleifs í landsliðshópnum

Hannes Þór Halldórsson, markvörður KR, átti frábæran leik í kvöld í 2-1 sigri á Fram og eftir leikinn fékk hann þær fréttir að hann væri kominn inn í íslenska landsliðshópinn. Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður FH, meiddist á móti Stjörnunni í kvöld og varð að segja sig út úr hópnum. Þetta kom fram í markaþættinum "Íslenski boltinn" á RÚV í kvöld.

Íslenski boltinn

Heimir: Gerðum barnaleg mistök

Heimir Guðjónsson þjálfari FH segir lið sitt hafa gert barnarleg mistök í leik sem hann leit á sem úrslitaleik um hvort FH gæti gert alvöru atlögu að Íslandsmeistaratitlinum þegar FH steinlá 4-0 gegn Stjörnunni.

Íslenski boltinn

Tryggvi: Þetta var „soft“ víti

Tryggvi Guðmundsson átti skrautlegan leik í kvöld. Hann skoraði mark úr víti sem hann viðurkennir að hafi ekki verið víti, skoraði mark með hnénu og fékk svo fjölda tækifæra til að innsigla þrennuna og jafna frægt markamet Inga Björns Albertssonar.

Íslenski boltinn