Íslenski boltinn

Þú veist aldrei hver á eftir að skara fram úr

"Hættan er að þjálfarar yngstu barnanna vilji vinna leiki eða mót, oft undir pressu frá foreldrum, og velji þá sterkari og fljótari sem yfirleitt eru fæddir snemma á árinu. Þeir krakkar fá svo meiri athygli þjálfarans sem stjórnar stundum A-liðinu en lætur aðstoðarmenn um að stjórna hinum liðunum.,“ segir Sigurður Ragnar Eyjólfsson fræðslustjóri Knattspyrnusambands Íslands. Hann segir þjóðfélagið vissulega ósanngjarnt gagnvart börnum fædd seint á árinu.

Íslenski boltinn

Forréttindi að fæðast snemma á árinu

Óvenjuhátt hlutfall drengjanna sem skipa stórefnilegt landslið Íslands 17 ára og yngri, sem hefur leik í úrslitakeppni Evrópumótsins á morgun, eru fæddir á fyrri hluta ársins. Í átján manna hópi eiga fimmtán afmæli í júní eða fyrr. Fæðingardagurinn getur

Íslenski boltinn

Sunnudagsmessan: Steingrímur Jóhannesson | minning

Knattspyrnumaðurinn Steingrímur Jóhannesson úr Vestmannaeyjum var jarðsunginn í dag og fór útförin fram í Bústaðakirkju í Reykjavík. Steingrímur var aðeins 38 ára gamall þegar hann lést þann 1. mars en hann hafði síðustu mánuði háð harða baráttu við krabbamein. Steingríms var minnst í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 sport 2 í gær þar sem þetta myndband var frumsýnt.

Íslenski boltinn

Áfram á Stöð 2 Sport

365 miðlar hafa komist að samkomulagi við Sportfive um sýningarrétt frá leikjum Pepsi-deildar karla og kvenna sem og bikarkeppnum. Gildir samningurinn til næstu tveggja ára.

Íslenski boltinn

Pepsi-deildin á Stöð 2 Sport í sumar

Sýnt verður frá keppni í efstu deild karla og kvenna í knattspyrnu, Pepsi-deildinni, á Stöð 2 Sport í sumar eins og undanfarin ár. Pálmi Guðmundsson, framkvæmdarstjóri dagskrársviðs 365, staðfesti það við Vísi.

Íslenski boltinn

Erum sátt við sjötta sætið

Ísland hafnaði í sjötta sæti á Algarve-æfingamótinu í Portúgal eftir 3-1 tap fyrir Danmörku í leik um fimmta sætið í gær. "Góður undirbúningur fyrir mikilvægasta leik okkar í undankeppni EM,“ segir Sigurður Ragnar Eyjólfsson þjálfari.

Íslenski boltinn

Stolt af litlu systur

Margrét Lára Viðarsdóttir spilar ekki með íslenska kvennalandsliðinu í dag á móti Dönum í leiknum um 5. sætið í Algarve-bikarnum en gat byrjað inn á með litlu systur í sigrinum á Kína. Margrét Lára hefur áhyggjur af meiðslunum.

Íslenski boltinn

Sjáið sigurmark Fanndísar á móti Kína

Fanndís Friðriksdóttir opnaði markareikning sinn með íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta í gær þegar hún tryggði íslensku stelpunum 1-0 sigur á Kína og þar með leik á móti Dönum um fimmta sætið í Algarvebikarnum.

Íslenski boltinn

Er enginn dauðadómur

Markahrókurinn Tryggvi Guðmundsson má ekkert æfa næstu mánuði eftir að hann fékk blóðtappa í fótinn. Tryggvi verður frá í þrjá til sex mánuði.

Íslenski boltinn

Sigurður Ragnar ánægður með Elísu

Elísa Viðarsdóttir, fékk sitt fyrsta tækifæri í byrjunarliði kvennalandsliðsins í 1-0 sigri á Kína í gær. Elísa og systir hennar Margrét Lára Viðarsdóttir voru því saman í byrjunarliði í fyrsta sinn en Elísa lék við hlið fyrirliðans Katrínar Jónsdóttur í miðri vörninni.

Íslenski boltinn

Þær náðu mér allavega ekki í þetta skiptið

Íslenska kvennalandsliðið spilar um fimmta sætið í Algarve-bikarnum í ár eftir 1-0 sigur á Kína í lokaleik riðilsins í gær. Fanndís Friðriksdóttir kom inn á sem varamaður og tryggði íslenska liðinu leik um fimmta sætið sem verður á móti Dönum á miðvikudaginn.

Íslenski boltinn

Vill ekki taka áhættu með Katrínu og Þórunni

Þórunn Helga Jónsdóttir og Katrín Ómarsdóttir gátu ekki spilað með íslenska kvennalandsliðinu í sigrinum á Kína í Algarvebikarnum í dag og Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, telur ólíklegt að þær geti verið með í leiknum um fimmta sætið sem verður á móti Dönum á miðvikudaginn. Þórunn Helga hefur ekkert spilað á mótinu og Katrín spilaði 27 síðustu mínúturnar í fyrsta leiknum á móti Þýskalandi.

Íslenski boltinn

Sigurður Ragnar: Íslensku stelpurnar voru mun betri

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, kvennalandsliðsþjálfari, var ánægður með leik liðsins í dag en íslensku stelpurnar unnu þá 1-0 sigur á Kína og tryggðu sér leik um fimmta sætið á mótinu. Sigurður Ragnar sagði það hafa aðeins verið tímaspursmál hvenær sigurmarkið kæmi en varamaðurinn Fanndís Friðriksdóttir skoraði það ellefu mínútum fyrir leikslok.

Íslenski boltinn

KR vann dramatískan sigur

Kjartan Henry Finnbogason tryggði KR nauman sigur á Víkingi frá Ólafsvík í Lengjubikarkeppni karla í kvöld. Hann skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu á fjórðu mínútu uppbótartíma leiksins.

Íslenski boltinn

Arnar leggur skóna á hilluna

Knattspyrnumaðurinn Arnar Gunnlaugsson hefur endanlega lagt skóna á hilluna.Þetta staðfesti hann í samtali við fréttastofu í dag og sagðist vera sáttur að hætta á þessum tímapunkti eftir gott tímabil með með Fram í fyrra.

Íslenski boltinn

Leikmenn ÍA og Leiknis rændir í Egilshöll

Leiknir og ÍA áttust við í æfingaleik knattspyrnu karla í Egilshöllinni í gær þar sem að bæði lið skoruðu 2 mörk. Leikurinn sjálfur fer ekki í sögubækurnar en það er öruggt að nokkrir leikmenn úr báðum liðum gleyma þessum leik seint. Þegar liðin fóru í búningsklefann eftir leik kom í ljós að þjófar höfðu látið greipar sópa og stolið miklum verðmætum.

Íslenski boltinn