Íslenski boltinn

Gylfi Orra: Dómarar vilja ekki að menn taki út refsingu fyrir þeirra mistök

"Gagnrýnin á störf dómara hefur ekki verið neitt öðruvísien undanfarin ár. Mér finnst sem betur hafa verið minna um hana en undanfarin ár sem ég tel vera merki um að dómarahópurinn hafi staðið sig mjög vel í sumar", sagði Gylfi Orrason, varaformaður KSÍ og formaður dómaranefndar sambandsins í viðtali við Hjört Hjartarson í Boltanum á X-inu í morgun.

Íslenski boltinn

Hundrað ár liðin frá fyrsta leik í Íslandsmótinu í fótbolta

Í dag, 28. júní, eru liðin nákvæmlega 100 ár frá fyrsta leiknum sem fram fór í Íslandsmóti í knattspyrnu. Þennan dag árið 1912 mættust Fram og KR, sem þá hét reyndar Fótboltafélag Reykjavíkur, í kappleik á Melavellinum. Úrslit leiksins urðu jafntefli, 1-1, og var það Framarinn Pétur J. Hoffmann Magnússon sem skoraði fyrsta markið. Þetta kemur fram á KSÍ.is.

Íslenski boltinn

Tryggvi: Var búinn að spá því að við mættum KR

"Nei, KR var svo sannarlega ekki óskamótherjinn í þessari umferð. Ég var reyndar búinn að spá því að við þyrftum að fara í vesturbæinn í þessari umferð en sem betur fer fáum við KR-inga til Eyja. Það er töluvert betra", sagði Tryggvi Guðmundsson, leikmaður ÍBV að loknum bikardrættinum í hádeginu í dag.

Íslenski boltinn

Guðjón vill nota bikarkeppnina til að koma Grindavík af stað í deildinni

Dregið var í átta liða úrslitum Borgunarbikarsins í knattspyrnu karla nú í hádeginu. Grindvíkingar, sem sitja í neðasta sæti úrvalsdeildarinnar, án sigurs mæta Víkingum í Fossvoginum. Víkingar voru annað af tveimur liðum í pottinum í dag sem leika í næstefstu deild. Það lá því beinast við að spyrja Guðjón hvort hann telji sína menn ekki hafa verið heppna með andstæðing í næstu umferð.

Íslenski boltinn

KR-ingar fara til Eyja í 8 liða úrslitum bikarsins

Íslands- og bikarmeistarar KR þurfa að fara til Vestmannaeyja í átta liða úrslitum Borgunarbikars karla en dregið var núna í hádeginu í höfuðstöðvum KSÍ. 1. deildarlið Víkinga og Þróttar fá bæði heimaleik á móti liðum í neðri hluta Pepsi-deildar karla.

Íslenski boltinn