Íslenski boltinn

Ákvörðunin um að hætta í haust stendur óhögguð

"Ég ákvað að taka þetta bara alla leið síðasta vetur. Ég hef æft mjög vel, byrjaði í fótbolta strax í nóvember, eitthvað sem ég hef ekki gert undanfarin ár. Og allavega hingað til hefur þetta gengið ágætlega", sagði Bjarki Bergmann Gunnlaugsson, leikmaður FH í viðtali í Boltanum á X-inu í morgun.

Íslenski boltinn

"Neitaði engum um viðtal"

Guðjón Þórðarson, þjálfari Grindvíkinga í knattspyrnu segir það ekki rétt að hann hafi neitað að veita fjölmiðlum viðtal eftir tapleik liðsins í Pepsideild karla gegn FH í gærkvöld. Þetta sagði hann í viðtali við Hjört Hjartarson í útvarpsþættinum Boltanum á X-inu í morgun.

Íslenski boltinn

Rætt verður Guðjón Þórðarson á Boltanum á X-inu

Það verður komið víða við í íþróttaþættinum Boltanum á X-inu 977 á milli 11-12 í dag. Þar mun Hjörtur Hjartarson ræða m.a. við Guðjón Þórðarson þjálfara Grindavíkur. Bjarki Bergmann Gunnlaugsson leikmaður FH verður einnig í viðtali. Þátturinn hefst kl. 11. og er hægt að hlusta á hann með því að smella hér.

Íslenski boltinn

Leik ÍBV og Selfoss frestað til morguns

Viðureign ÍBV og Selfoss í 12. umferð Pepsi-deildar karla sem fara átti fram á Hásteinsvelli í Eyjum klukkan 16 í dag hefur verið frestað til morguns vegna veðurs. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Knattspyrnusambandi Íslands.

Íslenski boltinn

FH hugsanlega á leið til Póllands

Karlalið FH í knattspyrnu mætir annaðhvort liði frá Póllandi eða Aserbaidsjan nái félagið að slá út AIK í forkeppni Evrópudeildarinnar. FH og AIK mættust í Svíþjóð í gær og skildu jöfn, 1-1. Seinni leikur liðanna verður í Kaplakrika í næstu viku.

Íslenski boltinn

Garðar Gunnlaugsson: Gulur og graður

Stuðningsmannafélag ÍA hefur vakið athygli fyrir skemmtileg myndbönd þar sem núverandi og fyrrverandi leikmenn liðsins eru teknir tali. Í nýjasta þættinum af Návígi bregður Garðar Gunnlaugsson, framherji Skagamanna, á leik.

Íslenski boltinn

Glódís Perla valin í A-landsliðshópinn

Glódís Perla Viggósdóttir, varnarmaður úr Stjörnunni er eini nýliðinn í landsliðshópi Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar sem tilkynntur var á blaðamannafundi í dag. Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir Skotum í æfingaleik ytra 4.ágúst næstkomandi.

Íslenski boltinn

"KSÍ ráðlagði okkur að láta þá ekki skrifa undir samning"

Ráðleggingar frá starfsmanni Knattspyrnusambands Íslands urðu til þess að Ben Everson og Theodore Furness, leikmenn 1.deildarliðs Tindastóls eru báðir á leið frá félaginu, án greiðslu, Everson til Breiðabliks og Fuerness til ÍA. Forráðamenn Tindastóls fóru að ráðum sambandsins og ákváðu að láta erlendu leikmenn sína ekki skrifa undir svokallaðan KSÍ-samning.

Íslenski boltinn