Íslenski boltinn

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Selfoss - Fram 4-2

Selfyssingar komu með mikla spennu inn í fallbaráttuna með því að vinna Framara, 4-2, á Selfossi í kvöld í leik liðanna í 15. umferð Pepsi-deildar karla. Selfyssingar voru ekki búnir að vinna leik síðan í maí eða síðan að þeir spiluðu síðast við Framliðið.

Íslenski boltinn

Þórsarar upp í annað sætið - Chijindu með bæði mörkin

Þórsarar eru komnir upp í annað sætið í 1. deild karla í fótbolta eftir 2-1 sigur á Víkingum í Ólafsvík í dag en Ólafvíkur-Víkingar eru engu að síður með tveggja stiga forskot á toppnum. Þórsarar eiga leik inni og eru í góðum málum í baráttu sinni fyrir að endurheimta sæti sitt í Pepsi-deildinni.

Íslenski boltinn

Sölvi Geir missir af leiknum gegn Færeyjum

Sölvi Geir Ottesen, leikmaður danska liðsins FC Kaupmannahafnar, verður ekki með íslenska landsliðinu í vináttuleiknum gegn Færeyingum á Laugardalsvellinum á miðvikudag. Sölvi Geir á við meiðsli að stríða en hann missti líka af leikjunum við Svía og Frakka í maí.

Íslenski boltinn

Eyjakonur upp í þriðja sætið eftir stórsigur

ÍBV er komið upp í 3. sæti í Pepsi-deild kvenna í fótbolta eftir 6-1 stórsigur á Aftureldingu á Hásteinsvelli í Eyjum í kvöld í lokaleik þrettándu umferðar. ÍBV fór upp fyrir Val og Breiðablik með þessum sigri og er nú aðeins einu stigi á eftir Íslandsmeisturum Stjörnunnar sem sitja í öðru sætinu.

Íslenski boltinn

Pepsi-mörkin: Allur þátturinn um 14. umferð aðgengilegur á Vísi

Farið var yfir gang mála í öllum leikjunum í 14. umferð í Pepsideild karla í þættinum Pepsi-mörkin á Stöð 2 sport í gær. Þátturinn er aðgengilegur á Vísi í heild sinni. Í þættinum fóru þeir Hörður Magnússon, Reynir Leósson og Hjörvar Hafliðason yfir helstu atvikin í leikjunum sex og það var mikið fjör í leikjunum þar sem að 27 mörk voru skoruð og nokkur rauð spjöld fóru á loft.

Íslenski boltinn

Freyr leikjahæstur hjá FH-sló met Harðar í gær

Freyr Bjarnason varð í gærkvöld leikjahæsti leikmaður FH í efstu deild frá upphafi. Freyr lék sinn 175. leik fyrir FH í úrvalsdeildinni í gærkvöld þegar liðið burstaði Selfoss, 5-2. Metið átti markaskorarinn, Hörður Magnússon en hann lék á sínum tíma 174 leiki fyrir FH í efstu deild.

Íslenski boltinn

Baldock verður í herbúðum ÍBV út ágústmánuð

George Baldock, sem hefur leikið með ÍBV í Pepsi-deild karla að undanförnu mun leika með liðinu út ágústmánuð. Talið var að enski miðjumaðurinn færi af landi brott í þessari viku en Eyjamenn fá að njóta krafta hans í nokkrar vikur til viðbótar. Eyjafréttir greina frá.

Íslenski boltinn

Pepsi-mörkin: Ellismellurinn | Ólafur Þórðarson

Ólafur Þórðarson, fyrrum landsliðsmaður í fótbolta, og núverandi þjálfari Víkings í 1. deild karla, var í aðalhlutverki í ellismellinum í Pepsi-mörkunum á Stöð 2 sport í gærkvöld. Þar var birt bútur úr viðtali sem tekið var við Ólaf árið 1996 þegar hann hætti að leika með íslenska landsliðinu.

Íslenski boltinn

Pepsi-mörkin: Markaregnið úr 14. umferð

Það var mikið skorað af mörkum í gærkvöld þegar 14. umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta fór fram, alls 27 mörk. Að venju var farið yfir gang mála í öllum leikjunum í Pepsi-mörkunum á Stöð 2 sport. Öll mörkin má sjá með því að smella á örina hér fyrir ofan.

Íslenski boltinn

Eiður Smári, Grétar Rafn og Hallgrímur inn í hópinn fyrir Færeyjaleikinn

Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu, hefur gert breytingar á landsliðshóp sínum fyrir vináttuleikinn við Færeyjar eftir eina viku. Eiður Smári Guðjohnsen, Grétar Rafn Steinsson og Hallgrímur Jónasson bætast við áður tilkynntan leikmannahóp, en Björn Bergmann Sigurðarson á við meiðsli að stríða og verður því ekki með. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ.

Íslenski boltinn

Tryggvi og Eyþór í agabanni gegn KR í kvöld

Tryggvi Guðmundsson og Eyþór Helgi Birgisson, leikmenn ÍBV verða hvorugir í leikmannahópi félagsins sem mætir KR í Pepsideild karla í knattspyrnu í kvöld. Báðir brutu þeir agareglur liðsins um síðustu helgi og verða því fjarri góðu gamni í leiknum mikilvæga gegn Íslandsmeisturunum.

Íslenski boltinn

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - Fram 2-2

Grindavík náði mikilvægu 2-2 jafntefli gegn Fram á heimavelli í kvöld. Kristinn Ingi Halldórsson kom Fram tvisvar yfir í leiknum en Iain James Williamson og Hafþór Ægir Vilhljálmsson jöfnuðu jafn oft. Hafþór jafnaði þegar þrjár mínútur voru eftir en allt benti til þess að Fram myndi innbyrða sanngjarnan sigur. Enn munar því sex stigum á liðunum í fallbaráttunni.

Íslenski boltinn

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - Breiðablik 3-4

Blikar sýndu ótrúlegan karakter í 4-3 sigri á Val í leik liðanna í í 14. umferð Pepsi-deildar karla á Vodafonevellinum í kvöld. Blikar skoruðu fjögur mörk á síðustu tuttugu mínútum leiksins en þeir misstu markvörð sinn Ingvar Þór Kale að velli með rautt spjald á 66. mínútu.

Íslenski boltinn