Íslenski boltinn

Lars Lagerbäck: Gunnleifur og Hannes eru mjög jafnir

Lars Lagerbäck, þjálfari íslenska landsliðsins, hrósaði markvörðunum Gunnleifi Gunnleifssyni og Hannesi Þór Halldórssyni á blaðamannafundi eftir sigurinn á Færeyjum í gær. Hannes hefur byrjað leikina að undanförnu en Gunnleifur fékk tækifærið í gærkvöldi og hélt hreinu.

Íslenski boltinn

Nær Þór/KA sex stiga forskoti?

Þór/KA getur stigið stórt skref í átt að fyrsta Íslandsmeistaratitli sínum í kvöld þegar liðið sækir Breiðablik heim á Kópavogsvöllinn. Þór/KA, sem er búið að vinna fimm af síðustu sex leikjum sínum, nær sex stiga forskoti á Íslandsmeistara Stjörnunnar með sigri en aðeins fjórar umferðir eru eftir.

Íslenski boltinn

Kolbeinn: Er ekki kominn í toppform

"Við erum ánægðir með sigurinn, það er jákvæði punkturinn í leiknum að við náðum loksins að sigra en eins og flestir sáu þá var þetta ekki nógu góður leikur hjá okkur og tempóið ekki nógu hátt. Við verðum að taka jákvæðu punktana úr leiknum og vinna í þeim neikvæðu, þá er ég nokkuð bartsýnn fyrir Noregs leikinn," sagði Kolbeinn Sigþórsson framherji Íslands sem skoraði bæði mörk liðsins.

Íslenski boltinn

Gylfi Þór: Alveg sama hvar ég spila

"Þetta var hægur leikur en það er alltaf gott að ná að sigra Færeyinga. Við héldum hreinu og það var fín stemning á leiknum. Það voru margir sem sungu allan leikinn og vonandi heldur það áfram,“ sagði Gylfi Sigurðsson en það vakti athygli að hann tók ekki horn- og aukaspyrnur Íslands í leiknum.

Íslenski boltinn

Byrjunarlið Íslands á móti Færeyjum

KSÍ hefur tilkynnt byrjunarlið íslenska landsliðsins fyrir vináttulandsleikinn á móti Færeyjum á Laugardalsvelli í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19.45 og er síðasti undirbúningsleikur Íslands fyrir undankeppni HM 2014.

Íslenski boltinn

Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Færeyjar 2-0 | Fyrsti sigur Lagerbäck í höfn

Íslenska landsliðið í fótbolta vann sinn fyrsta leik undir stjórn Lars Lagerbäck þegar liðið lagði Færeyinga að velli, 2-0, á Laugardalsvellinum í kvöld. Eftir töp í fjórum fyrstu leikjunum á útivelli móti sterkum þjóðum tókst íslensku strákunum að landa sigri í frumraun Svíans í Laugardalnum. Sigurinn var fyrir öllu því frammistaðan var ekki alltof sannfærandi sérstaklega í seinni hálfleiknum.

Íslenski boltinn

Alfreð: Hef aldrei verið í betra formi

Alfreð Finnbogason hefur farið á kostum með Helsingborg í sænsku úrvalsdeildinni. Skorar og leggur upp mörk í nánast hverjum leik. Þeir eru því margir sem vilja sjá hann í byrjunarliðinu gegn Færeyingum í kvöld.

Íslenski boltinn

Við verðum að fara að vinna leiki

Íslenska karlalandsliðið leikur í kvöld sinn fyrsta heimaleik undir stjórn Svíans Lars Lagerbäck. Þá koma Færeyingar í heimsókn á Laugardalsvöllinn en þetta er vináttulandsleikur á milli þjóðanna.

Íslenski boltinn

Pepsi-mörkin: Umfjöllun um 15. umferð karla í heild sinni á Vísi

Hörður Magnússon og félagar hans í Pepsi-mörkunum á Stöð 2 sport fóru yfir gang mála í leikjunum úr 15. umferð Pepsideildar karla. Það gekk mikið á í leikjunum sex og alls voru skoruð 28 mörk og höfðu sérfræðingar þáttarsins, Hjörvar Hafliðason og Tómas Ingi Tómasson, um nóg að ræða. Þátturinn er aðgengilegur í heild sinni á sjónvarpshluta Vísis.

Íslenski boltinn

Jón Daði: Fagmennskan meiri en 2010

Jón Daði Böðvarsson, miðjumaður Selfyssinga, er leikmaður 15. umferðar að mati Fréttablaðsins. Jón Daði skoraði tvívegis í 4–2 sigri á Fram en sigurinn var lífsnauðsynlegur í baráttu Sunnlendinga á botni deildarinnar.

Íslenski boltinn

Fimmti sigur Valsmanna á KR-velli á sex árum - myndir

Valsmenn kunna einstaklega vel við sig á KR-vellinum og það breyttist ekki í kvöld þegar þeir unnu 3-2 sigur á Íslands- og bikarmeisturnum. Kristinn Freyr Sigurðsson skoraði sigurmarkið eftir að KR-ingar höfðu unnið upp tveggja marka forystu nágranna sinna af Hlíðarenda.

Íslenski boltinn