Íslenski boltinn

Við erum of grandalausir

Mál tengd veðmálasvindli og hagræðingu úrslita leikja hafa komið upp hér á Íslandi síðustu ár. Framkvæmdastjóri KSÍ, Þórir Hákonarson, hefur miklar áhyggjur af þessari þróun. "Félögin halda að þetta eigi ekkert við á Íslandi,“ segir Þórir í viðtali við Fréttablaðið.

Íslenski boltinn

Lars vill spila við sterk lið

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætir Rússlandi í vináttulandsleik í Marbella á Spáni á morgun en þetta er fyrsti leikur liðsins á árinu 2013. KSÍ birti í gær svör landsliðsþjálfarans Lars Lagerbäck á blaðamannafundi með rússnesku pressunni.

Íslenski boltinn

Skorin upp herör gegn einelti

Myndband sem leikmenn A-landsliðs kvenna í knattspyrnu sendu frá sér í haust varð kveikjan að samstarfi KSÍ við yfirvöld um þátttöku knattspyrnuhreyfingarinnar í baráttunni gegn einelti í íslensku samfélagi.

Íslenski boltinn

Elín Metta með fernu að meðaltali í leik

Valskonan Elín Metta Jensen skoraði fimm mörk í 10-0 sigri á KR í Reykjavíkurmóti kvenna í gær og hefur þar með skorað tólf mörk í þremur fyrstu leikjum sínum á mótinu í ár. Elín Metta hefur skorað þrennu, fernu og fimmu í leikjunum þremur.

Íslenski boltinn

Stelpurnar spila við Svía 6. apríl

Knattspyrnusambönd Íslands og Svíþjóðar hafa komist að samkomulagi um að kvennalandslið þjóðanna leiki vináttulandsleik ytra 6. apríl næstkomandi. Leikið verður í Växjö en á þeim velli mun íslenska liðið leika tvo af þremur leikjum sínum í riðlakeppni úrslitakeppni EM í sumar. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ.

Íslenski boltinn

Eiður og Kolbeinn snúa aftur í landsliðið

Lars Lagerbäck, A-landsliðsþjálfari í knattspyrnu, valdi Eið Smára Guðjohnsen í landsliðshóp sinn fyrir vináttulandsleikinn gegn Rússum í byrjun febrúar. Sá leikur fer fram á Spáni. Kolbeinn Sigþórsson er líka aftur kominn inn í hópinn eftir meiðsli.

Íslenski boltinn

KR vann 3-0 í fyrsta leik Andra Ólafs

KR-ingar hafa unnið tvo fyrstu leiki sína í Reykjavíkurmóti karla en Vesturbæjarliðið vann 3-0 sigur á Þrótti í Egilshöllinni í gærkvöldi. Andri Ólafsson kom frá ÍBV á sunnudaginn og lék sinn fyrsta leik með liðinu í gær.

Íslenski boltinn

Guðmundur Steinarsson skiptir yfir í Njarðvík

Guðmundur Steinarsson, markahæsti leikmaður Keflavíkur frá upphafi, mun leika með C-deildarliði Njarðvíkur í sumar en þetta kom fram í viðtali við hann á mbl.is í dag. Guðmundur var að hugsa um að leggja skóna á hilluna eftir síðasta tímabil en ákvað að slá til og spila með nágrönnunum í Njarðvík.

Íslenski boltinn

Leikmenn fá greitt eins og sjómenn

Grindavík réð Milan Stefán Jankovic sem þjálfara meistaraflokks í gær. Hann tekur við starfinu af Guðjóni Þórðarsyni. Grindvíkingar, sem féllu í 1. deild síðasta sumar, hafa tekið reksturinn rækilega í gegn. Leikmenn hafa tekið á sig 25 prósenta launalækkun.

Íslenski boltinn