Innherji

Fréttamynd

Sænska netverslunin Boozt fjárfestir í Dropp á Íslandi

Boozt, stærsta netverslunin á Norðurlöndunum, hefur bæst við hluthafahóp íslenska fyrirtækisins Dropp, sem býður upp á afhendingu á vörum netverslana, eftir að hafa tekið þátt í nýlegri hlutafjáraukningu. Eftir fjárfestinguna tók Hermann Haraldsson, forstjóri Boozt, sæti í stjórn Dropp.

Klinkið

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Leggur til að Sigríður komi inn í stjórn Haga í stað Katrínar Olgu

Tilnefningarnefnd Haga hefur lagt til að Sigríður Olgeirsdóttir, stjórnarmaður í Opnum kerfum og varamaður í bankaráði Landsbankans, verði kjörin ný inn í stjórn smásölurisans á aðalfundi félagsins sem fer fram 1. júní næstkomandi. Að öðru leyti mælir nefndin með því að stjórn Haga verði óbreytt.

Klinkið
Fréttamynd

Upplýsingaóreiða í Efstaleiti

Á fréttastofu Ríkisútvarpsins hvíla ríkari skyldur en á öðrum fjölmiðlum. Ástæðan er sú að tilvist stofnunarinnar, sem starfar í samkeppni við aðra miðla og er rekin með skattfé, er byggð á því að hún hafi eitthvað fram að færa, til dæmis hvað varðar gæði og fagleg vinnubrögð, umfram einkamarkaðinn.

Klinkið
Fréttamynd

Þaulsætnir embættismenn í íslenskri stjórnsýslu

Innherji greindi frá því í síðustu viku að forstjórar Fjarskiptastofu og Samkeppniseftirlitsins hefðu setið lengur í embætti en gengur og gerist á Norðurlöndum. Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Fjarskiptastofu hefur setið í 20 ár, mun lengur en norrænir starfsbræður hans, og það sama gildir um Pál Gunnar Pálsson, forstjóra Samkeppniseftirlitsins, sem hefur stýrt stofnuninni í nærri 17 ár.

Klinkið
Fréttamynd

Kristján snýr aftur til Kviku banka

Mikið var um hrókeringar í bankakerfinu á síðustu dögum fyrir páska þegar að tveir lykilstjórnendur í Arion banka og Kviku sögðu upp störfum til að taka við stjórnartaumunum í SKEL fjárfestingafélagi.

Klinkið
Fréttamynd

Að lepja upp gífuryrði frá samtökum úti í bæ

Íslandsdeild Transparency International hefur litla sem enga vigt í umræðu um spillingu. Til að nefna dæmi er vert rifja að samtökin sendu frá sér tilkynningu í fyrra þar sem fullyrt var að Ísland hefði fallið niður á svonefndum spillingarvísitölulista og átti það að vera mikið áhyggjuefni. 

Klinkið
Fréttamynd

Guðni stýrir einum stærsta banka Katars

Íslenski bankamaðurinn Guðni Aðalsteinsson, sem var á meðal stjórnenda Kaupþings banka þangað til hann féll haustið 2008, hefur verið ráðinn tímabundið sem forstjóri Doha Bank, sem er einn stærsti bankinn í Katar.

Klinkið
Sjá næstu 50 fréttir
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.