Klínkið

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Þungur baggi Ís­lands­banka fælir Kviku frá sam­runa

Hartnær fimm mánuðum eftir að samrunaviðræður hófust milli Kviku banka og Íslandsbanka ákvað stjórn Kviku að slíta viðræðunum. Stjórnin vísaði til „atburða síðustu daga“ en fór ekki í saumana á því hvers vegna ákveðið var að slíta viðræðum þegar ljóst var að ávinningurinn af samruna gæti orðið verulegur. Að baki ákvörðuninni liggur sú staðreynd að sátt Íslandsbanka við fjármálaeftirlitið, sem var áfellisdómur yfir vinnubrögðum bankans við útboð á eigin hlutum, getur haft svo víðtækar afleiðingar, bæði í pólitískum og viðskiptalegum skilningi, að stórar forsendur bresta.

Klinkið
Fréttamynd

Eitt stykki RÚV er horfið af aug­lýsinga­markaði

Fall Fréttablaðsins er stórviðburður á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Ekki bara því þar hverfur sögufrægur miðill sem um tíma var ekki aðeins útbreiddasti fjölmiðill landsins, heldur sá langsamlega arðbærasti í þokkabót.

Klinkið
Fréttamynd

Konráð til liðs við nýja greiningardeild Arion banka

Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur og efnahagsráðgjafi Samtaka atvinnulífsins á meðan síðustu kjarasamningaviðræðum stóð, hefur gengið til liðs við Arion banka en í kjölfarið kemur bankinn á fót nýrri greiningardeild, Arion greiningu, undir sviðinu Mörkuðum.

Klinkið
Fréttamynd

Fjárfestahópur í Sýn nálgast yfirtökuskyldu

Fjárfestahópurinn sem tryggði sér meirihluta stjórnarsæta í Sýn er kominn með samtals 29 prósenta hlut í fjarskipta- og fjölmiðlunarfyrirtækinu. Eignarhluturinn nálgast því 30 prósenta mörkin sem virkja yfirtökuskyldu samkvæmt lögum ef fjárfestarnir ákveða, eða eru taldir, eiga með sér samstarf.

Klinkið
Fréttamynd

Útgildi sem afskræma umræðu um forstjóralaun

Launakjör forstjóra skráðra félaga í Kauphöllinni hafa verið í kastljósinu á undanförnum vikum. Nú þegar flest fyrirtækin hafa skilað ársuppgjöri fyrir síðasta ári er fyrirsjáanlegt að fjölmiðlar fari ofan í saumana á því hvernig forstjórunum er umbunað og ekkert athugavert við það í sjálfu sér. Það gagnast hluthöfum viðkomandi fyrirtækja, sjóðfélögum lífeyrissjóða og samfélaginu í heild sinni að stórum atvinnufyrirtækjum sé veitt aðhald í þessum efnum.

Klinkið
Fréttamynd

Sex milljarða króna tálsýn

Ríkisútvarpið greindi nýlega frá því að flutningur á starfsemi Borgarskjalasafnsins yfir til Þjóðskjalasafnsins sparaði Reykjavíkurborg heila sex milljarða króna á næstu sjö árum. Vísaði ríkisfjölmiðillinn til orða Dags B. Eggertssonar borgarstjóra sem aftur vísaði til kostnaðargreiningar sem KPMG vann fyrir Reykjavíkurborg.

Klinkið
Fréttamynd

Dýrmætum tíma sóað í dellukenningar

Opinn fundur efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í gærmorgun var einkar forvitnilegur. Áhorfendur fengu ýtarleg svör frá seðlabankastjóra um ákvarðanir peningastefnunefndar en upplýsingagildi fundarins fólst ekki síður í því hvernig sumar spurningar afhjúpuðu dellukenningarnar sem hafa hreiðrað um sig á Alþingi.

Klinkið
Fréttamynd

Sunna kemur ný inn í stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna

Sunna Jóhannsdóttir, sem er verkefnastjóri fjármála hjá Íslensku óperunni, hefur tekið sæti í stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna (LV). Kemur hún inn í stjórnina í kjölfar þess að Guðrún Johnsen, doktor í hagfræði, hætti í stjórninni eftir ráðningu hennar sem ráðgjafi yfirstjórnar Danska seðlabankans.

Klinkið
Fréttamynd

Ríkisstjórnin þarf að virða leikreglurnar

Dramatískar yfirlýsingar formanns Eflingar héldu áfram um helgina. Þeim fjölgar ört óvinum hennar og greinilegt er að leikfléttan sem lengi hefur verið í undirbúningi, að ætla aldrei að semja eins og aðrir aðilar á vinnumarkaði en efna þess í stað til verkfalla til að knýja fram pólitísk áherslumál, er í uppnámi eftir útspil ríkissáttasemjara.

Klinkið
Fréttamynd

Sigþór ráðinn til Arctica Finance

Sigþór Jónsson, sem hefur meðal annars starfað sem framkvæmdastjóri Íslenskra verðbréfa og Landsbréfa, er að ganga til liðs við verðbréfafyrirtækið Arctica Finance.

Klinkið
Fréttamynd

RÚV aftur úti á þekju í bankasölumálinu

Allt frá því að fjármálaráðherra lýsti yfir áhuga á því að selja eignarhluti ríkisins í Íslandsbanka hafa fullyrðingar um söluferlið verið eins misjafnar og þær eru margar. Ásakanir um spillingu, markaðsmisnotkun og svívirðilega undirverðlagningu á ríkiseign rötuðu beint á forsíður fjölmiðla án þess að mikið lægi að baki. Málið var teiknað upp sem pólitískur skandall en þegar kurlin koma til grafar virðist niðurstaðan vera sú að helstu brestina í söluferlinu megi rekja til Íslandsbanka sem hefur nú viðurkennt brot sín í hlutverki innlends umsjónaraðila í útboðinu.

Klinkið
Fréttamynd

Hættir hjá ACRO og fer yfir til Kviku banka

Sigurður Hreiðar Jónsson, sem hefur starfað í markaðsviðskiptum ACRO verðbréfa undanfarin fimm ár, hefur látið af störfum hjá félaginu en hann er jafnframt einn af hluthöfum þess. Mun hann hafa ráðið sig yfir til Kviku banka, samkvæmt upplýsingum Innherja.

Klinkið
Fréttamynd

Fjárplógsstarfsemi leigusala eða rekstrarleg nauðsyn?

Þriðjungshækkun á mánaðarlegri leigu óvinnufærs einstaklings sem býr í einni íbúða Ölmu leigufélags var stærsti atburður liðinnar viku – það minnsta með tilliti til hversu mikið pláss hann fékk í fréttum. Í kjölfarið sendu forsvarsmenn Ölmu frá sér hefðbundinn heimastíl um endurskoðun verkferla og annað í þeim dúr. Að öðru leyti náðu fjölmiðlar ekki tali af forsvarsmönnum eða eigendum Ölmu.

Klinkið
Fréttamynd

Rándýr seinagangur Orkustofnunar

Eftir tæplega 18 mánaða bið hefur Orkustofnun séð sér fært að afhenda Landsvirkjun virkjanaleyfi vegna Hvammsvirkjunar til yfirlestrar. Fram hefur komið í máli Harðar Arnarsonar, forstjóra Landsvirkjunar, að meðferðartími virkjanaleyfa hafi jafnan verið þrír til fjórir mánuðir.

Klinkið
Fréttamynd

Einnar lóðar forysta Einars

Enn og aftur hefur kastast í kekki milli Samtaka iðnaðarins og Reykjavíkurborgar vegna húsnæðisuppbyggingar (eða skorti á henni) í höfuðborginni. Ingólfur Bender, hagfræðingur Samtaka iðnaðarins, var til viðtals í kvöldfréttum Stöðvar 2 þann 28.nóvember og gagnrýndi þar borgina fyrir lóðaskort. Uppbygging íbúðarhúsnæðis í borginni mætti ekki þörf og að skipulagsferlið tæki of langan tíma.

Klinkið
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.