
Sænska netverslunin Boozt fjárfestir í Dropp á Íslandi
Boozt, stærsta netverslunin á Norðurlöndunum, hefur bæst við hluthafahóp íslenska fyrirtækisins Dropp, sem býður upp á afhendingu á vörum netverslana, eftir að hafa tekið þátt í nýlegri hlutafjáraukningu. Eftir fjárfestinguna tók Hermann Haraldsson, forstjóri Boozt, sæti í stjórn Dropp.