Klinkið

Konráð til liðs við nýja greiningardeild Arion banka

Ritstjórn Innherja skrifar
Konráð var efnahagsráðgjafi SA á meðan síðustu kjarasamningaviðræðum stóð. 
Konráð var efnahagsráðgjafi SA á meðan síðustu kjarasamningaviðræðum stóð.  Vísir/Ívar Fannar

Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur og efnahagsráðgjafi Samtaka atvinnulífsins á meðan síðustu kjarasamningaviðræðum stóð, hefur gengið til liðs við Arion banka en í kjölfarið kemur bankinn á fót nýrri greiningardeild, Arion greiningu, undir sviðinu Mörkuðum.

Konráð vann í þrjú ár í greiningardeild Arion banka til ársins 2018, starfaði síðan sem hagfræðingur og aðstoðarframkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands til ársbyrjunar 2022 og var síðan ráðinn aðalhagfræðingur Stefnis, sjóðastýringarfélags Arion. Síðasta haust var hann ráðinn tímabundið sem efnahagsráðgjafi Samtaka atvinnulífsins og tók jafnframt sæti í samninganefnd samtakanna.

Konráð er með meistaragráðu í hagfræði frá Warwick-háskóla í Bretlandi og B.Sc. gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands.

Hinu nýju Arion greiningu skipa Konráð og Erna Björg Sverrisdóttir sem hefur starfað sem aðalhagfræðingur á skrifstofu bankastjóra frá því að fyrri greiningardeild bankans var lögð niður árið 2019. Hún fer í fæðingarorlof í maí og mun Konráð þá taka tímabundið við sem aðalhagfræðingur bankans.

Klinkið er vettvangur Innherja þar sem dregin er upp mynd og veitt innsýn í bakherbergi viðskipta, stjórnmála og atvinnulífs á landinu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.