Klinkið

Sunna kemur ný inn í stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna

Ritstjórn Innherja skrifar
Sunna Jóhannsdóttir kom fyrst inn í stjórnina sem varamaður á aðalfundi sjóðsins í fyrra.
Sunna Jóhannsdóttir kom fyrst inn í stjórnina sem varamaður á aðalfundi sjóðsins í fyrra.

Sunna Jóhannsdóttir, sem er verkefnastjóri fjármála hjá Íslensku óperunni, hefur tekið sæti í stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna (LV). Kemur hún inn í stjórnina í kjölfar þess að Guðrún Johnsen, doktor í hagfræði, hætti í stjórninni eftir ráðningu hennar sem ráðgjafi yfirstjórnar Danska seðlabankans.

Sunna, sem er tilnefnd af VR og kom fyrst inn í stjórn lífeyrissjóðsins eftir ársfund hans fyrir tæplega einu ári síðan, er menntaður viðskiptafræðingur, Cand. Oecon, frá Háskóla Íslands auk þess að hafa lokið diplóma í alþjóðasamskiptum frá sama skóla.

Lífeyrissjóður verslunarmanna er annar stærsti lífeyrissjóður landsins með eignir upp á liðlega 1.200 milljarða króna í stýringu.

Sunna hefur verið hjá Íslensku óperunni frá 2019 en var áður með eigin rekstur í reikningshaldi og tengdri ráðgjöf. Hún hefur einnig starfað við reikningshald og endurskoðun hjá PwC á Íslandi og í Noregi gegndi um tíma starfi framkvæmdastjóri fjölmiðils. Þá á hún sæti í endurskoðunarnefnd Reykjavíkurborgar, tilnefnd af stjórn Orkuveitunnar frá árinu 2014, og hefur verið í stjórn Parkinsonsamtakanna á Íslandi síðan 2020.

Guðrún Johnsen hefur setið í stjórn sjóðsins frá árinu 2019.

Guðrún Johnsen hafði setið í stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna frá árinu 2019 og var um tíma efnahagsráðgjafi VR. Hún var einn fjög­urra stjórn­ar­manna sem VR skipaði í stjórn sjóðsins það ár eft­ir að full­trúaráð fé­lags­ins ákvað að aft­ur­kalla umboð þáverandi stjórn­ar­manna. Áður­­­­­­ hafði stjórn­­­­­­ VR­­­ lýst yfir trún­­­­­­­­að­­­­­­­­ar­bresti gagn­vart stjórn­­­­­­­­­­­­­­­ar­­­­­­­­mönnum félags­­­­­­­­ins hjá LV vegna sam­­­­­­­­þykktar stjórnar hans um hækkun breyt­i­­­­­­­­legra vaxta verð­­­­­­­­tryggðra sjóð­­­­­­­­fé­laga­lána.

Stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna er skipuð átta mönnum. Fjórir eru tilnefndir af VR, þrír af Samtökum atvinnulífsins og einn af Félagi atvinnurekenda. Núverandi stjórnarformaður sjóðsins er Jón Ólafur Halldórsson, fyrrverandi forstjóri Olís, en Stefán Sveinbjörnsson, framkvæmdastjóri VR, er varaformaður.


Klinkið er vettvangur  Innherja þar sem dregin er upp mynd og veitt innsýn í bakherbergi viðskipta, stjórnmála og atvinnulífs á landinu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.



×