Handbolti

Þjálfari Svartfellinga: Ísland er lið á uppleið

Dragan Adzic, þjálfari Svartfjallalands, hrósaði íslenska landsliðinu á blaðamannafundi fyrir leik þjóðanna á EM kvenna í handbolta í Serbíu í kvöld. Íslenska liðið vann Svartfjallaland á HM í Brasilíu í fyrra en síðan þá hefur lið Svartfjallalands farið á Ólympíuleikana í London og unnið silfur.

Handbolti

Hrafnhildur: Búin að hlakka til rosalega lengi

Hrafnhildur Skúladóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins, verður í stóru hlutverki í kvöld þegar stelpurnar mæta Svartfjallalandi í fyrsta leik sínum á EM í handbolta í Serbíu. Hún segir sig og stelpurnar vita miklu betur í dag hvað þær eru að fara út í en þegar þær stigu sín fyrstu spor fyrir tveimur árum.

Handbolti

Ahlm á förum frá Kiel

Einn besti línumaður heims undanfarin ár, Svíinn Marcus Ahlm, er á förum frá Evrópu- og Þýskalandsmeisturum Kiel næsta sumar. Félagið hefur tilkynnt þessa breytingu á liðinu.

Handbolti

Hefur ekki áhyggjur af feluleik Svartfellinga

Þjálfarateymi íslenska kvennalandsliðsins í handbolta er búið að skoða vel mótherja íslenska liðsins á Evrópumótinu í Serbíu og landsliðsþjálfarinn hefur ekki miklar áhyggjur af því að Svartfjallaland geti komið liðinu á óvart í fyrsta leik á morgun.

Handbolti

Allar með á æfingu í dag | Dagný er hörkutól

Stelpurnar í íslenska kvennalandsliðinu í handbolta ætla að hrista af sér meiðsli og veikindi og verða allar sextán með á æfingu í Vrsac seinna í dag. Íslenska liðið æfir þá í fyrsta sinn í Vrsac þar sem liðið mætir Svartfjallalandi á morgun í fyrsta leik sínum á EM í Serbíu.

Handbolti

Rúta stelpnanna strandaði fyrir framan hótelið | myndband

Það er óhætt að segja að stelpurnar okkar hafi mætt með látum á hótelið sitt í Vrsac í hádeginu. Þær voru reyndar stilltar og prúðar eins og venjulega en það gekk mikið á hjá rútubílsjóranum. Íslenska kvennalandsliðið í handbolta spilar sinn fyrsta leik á EM í Serbíu þegar liðið mætir Svartfjallalandi á morgun

Handbolti

Vængbrotið lið Flensburg lagði Montpellier

Flensburg gerði sér lítið fyrir og lagði Montpellier í viðureign liðanna í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í dag en leikið var í Frakklandi. Lokatölurnar urðu 27-25 gestunum frá Þýskalandi í vil.

Handbolti

Füchse Berlin tapaði í Hvíta-Rússlandi

Dinamo Minsk skellti lærisveinum Dags Sigurðsson í Füchse Berlin 31-24 í D-riðli Meistaradeildar Evrópu í Hvíta-Rússlandi í dag. Dinamo var 16-15 yfir í hálfleik en leiðir skildu á lokasprettinum.

Handbolti

Stelpurnar töpuðu með tveimur gegn Tékkum

Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik beið lægri hlut 25-23 í æfingaleik gegn Tékkum í gærkvöldi. Undirbúningur liðsins stendur sem hæst enda fyrsti leikurá EM í Serbíu gegn Svartfjallalandi á þriðjudag.

Handbolti