Anna Úrsúla: Komin spenna í fingurgómana og í tærnar Óskar Ófeigur Jónsson í Vrsac skrifar 4. desember 2012 10:00 Anna Úrsúla Guðmundsdóttir lætur ekki tannbrot og heilahristing stoppa sig því hún verður í miðju íslensku varnarinnar í kvöld þegar íslenska kvennalandsliðið í handbolta mætir Svartfjallalandi í fyrsta leik sínum á EM í Serbíu. „Þetta er mjög erfiður mótherji og við hlökkum bara til að takast á við þær á morgun (í dag). Við erum heppnar að hafa keppt við þær áður á tveimur stórmótum og við tökum úr reynslubankanum þar. Við notum undirbúninginn vel og mætum þeim af fullri hörku," segir Anna Úrsúla. Íslenska liðið vann Svartfjallaland í fyrsta leik á HM í Brasilíu fyrir ári síðan og komu þau úrslit mörgum á óvart. „Þær eru pottþétt í hefndarhug en það er bara gaman því það eru skemmtilegustu leikirnir þegar hvorugt liðið er fyrir framan talið eiga vinna leikinn. Við teljum að það vera þannig á morgun og því snýst þetta bara um hvort liðið vill þetta meira," segir Anna Úrsúla. Það mun reyna mikið á hana í vörn íslenska liðsins. „Ég er alltaf písl þegar ég kem á þessi Evrópu- og heimsmeistaramót," segir Anna í léttum tón aðspurð um hvernig verður að glíma við þessar stóru stelpur. „Við notum bara hraðann á hinum stelpunum og spilum góða vörn. Við erum að spila mjög góða vörn og náum oft að keyra á stærri liðin. Þegar við unnum þær á HM í fyrra þá fannst mér vörnin vinna þetta og svo komu hraðaupphlaupin í framhaldinu. Við þurfum að mæta þeim af fullri hörku sama hversu stórar þær eru," segir Anna. Anna Úrsúla segir liðið hafa spilað miklu betur í seinni æfingaleiknum á móti Tékkum sem fóru fram um helgina. „Við sýndum okkar rétta andlit í seinni leiknum og erum komnar í gírinn. Ég held að þetta hafi verið mjög gott fyrir okkur og það er komin spenna í fingurgómana og í tærnar," segir Anna Úrsúla sem segir allt annað að vera að mæta á sitt þriðja stórmót en þegar hún var á sínu fyrsta fyrir tveimur árum. „Það er rosalega mikið búið að breytast á þessum tveimur árum. Það er komin reynsla í liðið og ekki bara leikreynsla heldur líka reynsla á þessum stórmótum og hvernig er hægt að vinna best með hlutina við slíkar aðstæður, bæði sem heild og sem einstaklingar. Vonandi skilar þessi reynsla sér í þessu móti. Þó að það séu að koma einhverjar nýjar inn þá eru þær með einhverja landsleiki á bakinu. Ég tel þetta vera mjög góðan hóp og við eigum eftir að koma vel á óvart," segir Anna. „Markmiðið er að komast upp úr þessum riðli og í milliriðlana. Ég efast um að ég sé að ljúga þegar ég segi að það sé markmið allra liðanna í riðlinum. Það verður hart barist frá fyrstu mínútu sama hvaða leikur það er," sagði Anna Úrsúla. Það er hægt að sjá viðtalið með því að smella hér fyrir ofan. Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Í beinni: KA - KR | Krísa hjá gestunum Íslenski boltinn Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Enski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Íslenski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Formúla 1 Fleiri fréttir Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Sjá meira
Anna Úrsúla Guðmundsdóttir lætur ekki tannbrot og heilahristing stoppa sig því hún verður í miðju íslensku varnarinnar í kvöld þegar íslenska kvennalandsliðið í handbolta mætir Svartfjallalandi í fyrsta leik sínum á EM í Serbíu. „Þetta er mjög erfiður mótherji og við hlökkum bara til að takast á við þær á morgun (í dag). Við erum heppnar að hafa keppt við þær áður á tveimur stórmótum og við tökum úr reynslubankanum þar. Við notum undirbúninginn vel og mætum þeim af fullri hörku," segir Anna Úrsúla. Íslenska liðið vann Svartfjallaland í fyrsta leik á HM í Brasilíu fyrir ári síðan og komu þau úrslit mörgum á óvart. „Þær eru pottþétt í hefndarhug en það er bara gaman því það eru skemmtilegustu leikirnir þegar hvorugt liðið er fyrir framan talið eiga vinna leikinn. Við teljum að það vera þannig á morgun og því snýst þetta bara um hvort liðið vill þetta meira," segir Anna Úrsúla. Það mun reyna mikið á hana í vörn íslenska liðsins. „Ég er alltaf písl þegar ég kem á þessi Evrópu- og heimsmeistaramót," segir Anna í léttum tón aðspurð um hvernig verður að glíma við þessar stóru stelpur. „Við notum bara hraðann á hinum stelpunum og spilum góða vörn. Við erum að spila mjög góða vörn og náum oft að keyra á stærri liðin. Þegar við unnum þær á HM í fyrra þá fannst mér vörnin vinna þetta og svo komu hraðaupphlaupin í framhaldinu. Við þurfum að mæta þeim af fullri hörku sama hversu stórar þær eru," segir Anna. Anna Úrsúla segir liðið hafa spilað miklu betur í seinni æfingaleiknum á móti Tékkum sem fóru fram um helgina. „Við sýndum okkar rétta andlit í seinni leiknum og erum komnar í gírinn. Ég held að þetta hafi verið mjög gott fyrir okkur og það er komin spenna í fingurgómana og í tærnar," segir Anna Úrsúla sem segir allt annað að vera að mæta á sitt þriðja stórmót en þegar hún var á sínu fyrsta fyrir tveimur árum. „Það er rosalega mikið búið að breytast á þessum tveimur árum. Það er komin reynsla í liðið og ekki bara leikreynsla heldur líka reynsla á þessum stórmótum og hvernig er hægt að vinna best með hlutina við slíkar aðstæður, bæði sem heild og sem einstaklingar. Vonandi skilar þessi reynsla sér í þessu móti. Þó að það séu að koma einhverjar nýjar inn þá eru þær með einhverja landsleiki á bakinu. Ég tel þetta vera mjög góðan hóp og við eigum eftir að koma vel á óvart," segir Anna. „Markmiðið er að komast upp úr þessum riðli og í milliriðlana. Ég efast um að ég sé að ljúga þegar ég segi að það sé markmið allra liðanna í riðlinum. Það verður hart barist frá fyrstu mínútu sama hvaða leikur það er," sagði Anna Úrsúla. Það er hægt að sjá viðtalið með því að smella hér fyrir ofan.
Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Í beinni: KA - KR | Krísa hjá gestunum Íslenski boltinn Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Enski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Íslenski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Formúla 1 Fleiri fréttir Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Sjá meira