Anna Úrsúla: Komin spenna í fingurgómana og í tærnar Óskar Ófeigur Jónsson í Vrsac skrifar 4. desember 2012 10:00 Anna Úrsúla Guðmundsdóttir lætur ekki tannbrot og heilahristing stoppa sig því hún verður í miðju íslensku varnarinnar í kvöld þegar íslenska kvennalandsliðið í handbolta mætir Svartfjallalandi í fyrsta leik sínum á EM í Serbíu. „Þetta er mjög erfiður mótherji og við hlökkum bara til að takast á við þær á morgun (í dag). Við erum heppnar að hafa keppt við þær áður á tveimur stórmótum og við tökum úr reynslubankanum þar. Við notum undirbúninginn vel og mætum þeim af fullri hörku," segir Anna Úrsúla. Íslenska liðið vann Svartfjallaland í fyrsta leik á HM í Brasilíu fyrir ári síðan og komu þau úrslit mörgum á óvart. „Þær eru pottþétt í hefndarhug en það er bara gaman því það eru skemmtilegustu leikirnir þegar hvorugt liðið er fyrir framan talið eiga vinna leikinn. Við teljum að það vera þannig á morgun og því snýst þetta bara um hvort liðið vill þetta meira," segir Anna Úrsúla. Það mun reyna mikið á hana í vörn íslenska liðsins. „Ég er alltaf písl þegar ég kem á þessi Evrópu- og heimsmeistaramót," segir Anna í léttum tón aðspurð um hvernig verður að glíma við þessar stóru stelpur. „Við notum bara hraðann á hinum stelpunum og spilum góða vörn. Við erum að spila mjög góða vörn og náum oft að keyra á stærri liðin. Þegar við unnum þær á HM í fyrra þá fannst mér vörnin vinna þetta og svo komu hraðaupphlaupin í framhaldinu. Við þurfum að mæta þeim af fullri hörku sama hversu stórar þær eru," segir Anna. Anna Úrsúla segir liðið hafa spilað miklu betur í seinni æfingaleiknum á móti Tékkum sem fóru fram um helgina. „Við sýndum okkar rétta andlit í seinni leiknum og erum komnar í gírinn. Ég held að þetta hafi verið mjög gott fyrir okkur og það er komin spenna í fingurgómana og í tærnar," segir Anna Úrsúla sem segir allt annað að vera að mæta á sitt þriðja stórmót en þegar hún var á sínu fyrsta fyrir tveimur árum. „Það er rosalega mikið búið að breytast á þessum tveimur árum. Það er komin reynsla í liðið og ekki bara leikreynsla heldur líka reynsla á þessum stórmótum og hvernig er hægt að vinna best með hlutina við slíkar aðstæður, bæði sem heild og sem einstaklingar. Vonandi skilar þessi reynsla sér í þessu móti. Þó að það séu að koma einhverjar nýjar inn þá eru þær með einhverja landsleiki á bakinu. Ég tel þetta vera mjög góðan hóp og við eigum eftir að koma vel á óvart," segir Anna. „Markmiðið er að komast upp úr þessum riðli og í milliriðlana. Ég efast um að ég sé að ljúga þegar ég segi að það sé markmið allra liðanna í riðlinum. Það verður hart barist frá fyrstu mínútu sama hvaða leikur það er," sagði Anna Úrsúla. Það er hægt að sjá viðtalið með því að smella hér fyrir ofan. Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Fleiri fréttir Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Sjá meira
Anna Úrsúla Guðmundsdóttir lætur ekki tannbrot og heilahristing stoppa sig því hún verður í miðju íslensku varnarinnar í kvöld þegar íslenska kvennalandsliðið í handbolta mætir Svartfjallalandi í fyrsta leik sínum á EM í Serbíu. „Þetta er mjög erfiður mótherji og við hlökkum bara til að takast á við þær á morgun (í dag). Við erum heppnar að hafa keppt við þær áður á tveimur stórmótum og við tökum úr reynslubankanum þar. Við notum undirbúninginn vel og mætum þeim af fullri hörku," segir Anna Úrsúla. Íslenska liðið vann Svartfjallaland í fyrsta leik á HM í Brasilíu fyrir ári síðan og komu þau úrslit mörgum á óvart. „Þær eru pottþétt í hefndarhug en það er bara gaman því það eru skemmtilegustu leikirnir þegar hvorugt liðið er fyrir framan talið eiga vinna leikinn. Við teljum að það vera þannig á morgun og því snýst þetta bara um hvort liðið vill þetta meira," segir Anna Úrsúla. Það mun reyna mikið á hana í vörn íslenska liðsins. „Ég er alltaf písl þegar ég kem á þessi Evrópu- og heimsmeistaramót," segir Anna í léttum tón aðspurð um hvernig verður að glíma við þessar stóru stelpur. „Við notum bara hraðann á hinum stelpunum og spilum góða vörn. Við erum að spila mjög góða vörn og náum oft að keyra á stærri liðin. Þegar við unnum þær á HM í fyrra þá fannst mér vörnin vinna þetta og svo komu hraðaupphlaupin í framhaldinu. Við þurfum að mæta þeim af fullri hörku sama hversu stórar þær eru," segir Anna. Anna Úrsúla segir liðið hafa spilað miklu betur í seinni æfingaleiknum á móti Tékkum sem fóru fram um helgina. „Við sýndum okkar rétta andlit í seinni leiknum og erum komnar í gírinn. Ég held að þetta hafi verið mjög gott fyrir okkur og það er komin spenna í fingurgómana og í tærnar," segir Anna Úrsúla sem segir allt annað að vera að mæta á sitt þriðja stórmót en þegar hún var á sínu fyrsta fyrir tveimur árum. „Það er rosalega mikið búið að breytast á þessum tveimur árum. Það er komin reynsla í liðið og ekki bara leikreynsla heldur líka reynsla á þessum stórmótum og hvernig er hægt að vinna best með hlutina við slíkar aðstæður, bæði sem heild og sem einstaklingar. Vonandi skilar þessi reynsla sér í þessu móti. Þó að það séu að koma einhverjar nýjar inn þá eru þær með einhverja landsleiki á bakinu. Ég tel þetta vera mjög góðan hóp og við eigum eftir að koma vel á óvart," segir Anna. „Markmiðið er að komast upp úr þessum riðli og í milliriðlana. Ég efast um að ég sé að ljúga þegar ég segi að það sé markmið allra liðanna í riðlinum. Það verður hart barist frá fyrstu mínútu sama hvaða leikur það er," sagði Anna Úrsúla. Það er hægt að sjá viðtalið með því að smella hér fyrir ofan.
Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Fleiri fréttir Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Sjá meira