Hrafnhildur: Búin að hlakka til rosalega lengi Óskar Ófeigur Jónsson í Vrsac skrifar 4. desember 2012 11:00 Hrafnhildur Skúladóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins, verður í stóru hlutverki í kvöld þegar stelpurnar mæta Svartfjallalandi í fyrsta leik sínum á EM í handbolta í Serbíu. Hún segir sig og stelpurnar vita miklu betur í dag hvað þær eru að fara út í en þegar þær stigu sín fyrstu spor fyrir tveimur árum. "Ég sjálf er nokkuð yfirveguð og maður er aðeins orðin aðeins sjóaðari í þessu. Ég er búin að hlakka til rosalega lengi og hlakka náttúrulega ennþá meira til núna. Við getum ekki beðið," sagði Hrafnhildur en stelpurnar unnu Svartfjallaland á HM í fyrra. "Við viljum bara vinna aftur, vitum að við getum það og vitum hvað þarf til. Nú er bara að ná okkar allra allra besta varnarleik og skila okkur til baka. Þá eru okkur allir vegir færir," segir Hrafnhildur og bætir við: "Þær eru með gríðarlega öflugar skyttur, eru hávaxnar og geta skotið af 10 til 11 metrum. Við vitum að við þurfum að ganga langt út í þær og auðvelda markvörðunum aðeins fyrir," segir Hrafnhildur og það er ljóst að varnarleikurinn ræður miklu í leiknum í kvöld. "Við verðum líka að geta staðið vörnina á móti þeim til þess að fá hraðaupphlaupin. Við erum með gríðarlega fljóta hornamenn líka og getum því verið fljótar upp. Við þurfum þessi auðveldu mörk til þess að ná árangri," segir Hrafnhildur. Íslenska liðið byrjaði HM í Brasilíu fyrir ári síðan með því að vinna Svartfjallaland í fyrsta leik og getur því endurtekið leikinn í kvöld. "Það skiptir rosalega miklu máli að byrja vel, bara upp á sjálfstraustið og annað. Við fundum það á HM þegar við byrjuðum rosalega vel og stemningin var eftir því. Það verður léttara yfir hópnum og sjálfstraustið er í botni. Það skiptir rosalega miklu máli að byrja vel," segir Hrafnhildur. Stelpurnar sýndu á sér tvær hliðar í æfingaleikjum við Tékka um helgina en það góða var að seinni leikurinn var miklu betri. "Við vorum ekki ánægðar með fyrri leikinn en seinni leikurinn var gríðarlega góður.Það voru allar að spila mjög vel. Liðið spilaði frábæran varnarleik, við vorum fljótar fram og skoruðu mikið af auðveldum mörkum. Sá leikur lofar virkilega góðu," segir Hrafnhildur. Íslenska liðið er í gríðarlega erfiðum riðli með Svartfjalllandi, Rúmeníu og Rússlandi. "Við erum bara að spila á móti Austantjaldsþjóðum og eins og alltaf þá er mjög mikið af hávöxnum og sterkum leikmönnum. Við eigum oft í miklu basli í uppsettum sóknarleik á móti svona sterkum andstæðingum. Þeirra veikleiki er að skila sér til baka þannig að það er mjög mikilvægt að nýta hraðann á móti þeim," segir Hrafnhildur. Hún fagnar meiri breidd í íslenska liðinu. "Við getum alveg skipt okkur út um leið og við verðum þreyttar. Það er ekki vandamálið og gríðarlega jákvætt að vera með svona breiðan og flottan hóp. Það er líka frábært hvað sami hópurinn er búinn að haldast lengi. Þetta er búið að vera nánast sami hópur í þrjú ár og það skiptir miklu máli. Það er mikilvægt að við séum líka samæfðar þegar við erum að spila á móti heilu félagsliðunum og það bestu félagsliðum í heimi," segir Hrafnhildur en sem dæmi eru átta leikmenn Svartfjallalands í sama félagliðinu í heimalandi sínu. Það er hægt að sjá viðtalið með því að smella hér fyrir ofan. Mest lesið Svíþjóð - Ísland | Allt undir á útivelli Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Í beinni: Arsenal - Manchester United | Stórveldi slást um stigin þrjú Enski boltinn Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Með hendur fyrir aftan bak í fimm hundruð metra hæð Sport Fleiri fréttir Fram sótti sigur fyrir norðan og ÍR endaði langa taphrinu Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö Svíþjóð - Ísland | Allt undir á útivelli „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ Sjá meira
Hrafnhildur Skúladóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins, verður í stóru hlutverki í kvöld þegar stelpurnar mæta Svartfjallalandi í fyrsta leik sínum á EM í handbolta í Serbíu. Hún segir sig og stelpurnar vita miklu betur í dag hvað þær eru að fara út í en þegar þær stigu sín fyrstu spor fyrir tveimur árum. "Ég sjálf er nokkuð yfirveguð og maður er aðeins orðin aðeins sjóaðari í þessu. Ég er búin að hlakka til rosalega lengi og hlakka náttúrulega ennþá meira til núna. Við getum ekki beðið," sagði Hrafnhildur en stelpurnar unnu Svartfjallaland á HM í fyrra. "Við viljum bara vinna aftur, vitum að við getum það og vitum hvað þarf til. Nú er bara að ná okkar allra allra besta varnarleik og skila okkur til baka. Þá eru okkur allir vegir færir," segir Hrafnhildur og bætir við: "Þær eru með gríðarlega öflugar skyttur, eru hávaxnar og geta skotið af 10 til 11 metrum. Við vitum að við þurfum að ganga langt út í þær og auðvelda markvörðunum aðeins fyrir," segir Hrafnhildur og það er ljóst að varnarleikurinn ræður miklu í leiknum í kvöld. "Við verðum líka að geta staðið vörnina á móti þeim til þess að fá hraðaupphlaupin. Við erum með gríðarlega fljóta hornamenn líka og getum því verið fljótar upp. Við þurfum þessi auðveldu mörk til þess að ná árangri," segir Hrafnhildur. Íslenska liðið byrjaði HM í Brasilíu fyrir ári síðan með því að vinna Svartfjallaland í fyrsta leik og getur því endurtekið leikinn í kvöld. "Það skiptir rosalega miklu máli að byrja vel, bara upp á sjálfstraustið og annað. Við fundum það á HM þegar við byrjuðum rosalega vel og stemningin var eftir því. Það verður léttara yfir hópnum og sjálfstraustið er í botni. Það skiptir rosalega miklu máli að byrja vel," segir Hrafnhildur. Stelpurnar sýndu á sér tvær hliðar í æfingaleikjum við Tékka um helgina en það góða var að seinni leikurinn var miklu betri. "Við vorum ekki ánægðar með fyrri leikinn en seinni leikurinn var gríðarlega góður.Það voru allar að spila mjög vel. Liðið spilaði frábæran varnarleik, við vorum fljótar fram og skoruðu mikið af auðveldum mörkum. Sá leikur lofar virkilega góðu," segir Hrafnhildur. Íslenska liðið er í gríðarlega erfiðum riðli með Svartfjalllandi, Rúmeníu og Rússlandi. "Við erum bara að spila á móti Austantjaldsþjóðum og eins og alltaf þá er mjög mikið af hávöxnum og sterkum leikmönnum. Við eigum oft í miklu basli í uppsettum sóknarleik á móti svona sterkum andstæðingum. Þeirra veikleiki er að skila sér til baka þannig að það er mjög mikilvægt að nýta hraðann á móti þeim," segir Hrafnhildur. Hún fagnar meiri breidd í íslenska liðinu. "Við getum alveg skipt okkur út um leið og við verðum þreyttar. Það er ekki vandamálið og gríðarlega jákvætt að vera með svona breiðan og flottan hóp. Það er líka frábært hvað sami hópurinn er búinn að haldast lengi. Þetta er búið að vera nánast sami hópur í þrjú ár og það skiptir miklu máli. Það er mikilvægt að við séum líka samæfðar þegar við erum að spila á móti heilu félagsliðunum og það bestu félagsliðum í heimi," segir Hrafnhildur en sem dæmi eru átta leikmenn Svartfjallalands í sama félagliðinu í heimalandi sínu. Það er hægt að sjá viðtalið með því að smella hér fyrir ofan.
Mest lesið Svíþjóð - Ísland | Allt undir á útivelli Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Í beinni: Arsenal - Manchester United | Stórveldi slást um stigin þrjú Enski boltinn Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Með hendur fyrir aftan bak í fimm hundruð metra hæð Sport Fleiri fréttir Fram sótti sigur fyrir norðan og ÍR endaði langa taphrinu Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö Svíþjóð - Ísland | Allt undir á útivelli „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ Sjá meira