Handbolti

Vængbrotið lið Flensburg lagði Montpellier

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mattias Anderson átti stórleik í liði gestanna.
Mattias Anderson átti stórleik í liði gestanna. Nordicphotos/Getty
Flensburg gerði sér lítið fyrir og lagði Montpellier í viðureign liðanna í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í dag en leikið var í Frakklandi. Lokatölurnar urðu 27-25 gestunum frá Þýskalandi í vil.

Hafnfirðingurinn Ólafur Gústafsson er ekki löglegur með Flensburg í riðlakeppninni og gat því ekki tekið þátt í leiknum. Íslendingar áttu þó sína fulltrúa því Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson dæmdu leikinn.

Leikurinn var jafn og spennandi frá upphafi en Þjóðverjarnir höfðu betur eftir æsispennandi lokamínútur. Flensburg hefur tíu stig í 3. sæti riðilsins en Montpellier fimm í 4. sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×