Handbolti

Ahlm á förum frá Kiel

Ahlm er búinn að lyfta mörgum bikurum með Kiel.
Ahlm er búinn að lyfta mörgum bikurum með Kiel.
Einn besti línumaður heims undanfarin ár, Svíinn Marcus Ahlm, er á förum frá Evrópu- og Þýskalandsmeisturum Kiel næsta sumar. Félagið hefur tilkynnt þessa breytingu á liðinu.

Hinn 34 ára gamli Ahlm er á leið heim og ætlar að ljúka ferlinum í heimalandinu.

Ahlm er búinn að vinna allt í Evrópuboltanum með Kiel og hefur orðið Þýskalandsmeistari sjö sinnum.

Daninn Rene Töft Hansen mun taka við keflinu af Ahlm en hann gekk í raðir Kiel síðasta sumar frá AG í Danmörku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×