Handbolti

Jicha skoraði 13 mörk í sigri Kiel á Atlético Madrid

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Filip Jicha fór á kostum í dag.
Filip Jicha fór á kostum í dag. Nordicphotos/Getty
Kiel vann góðan sigur á Alético Madrid á heimavelli sínum í Meistaradeild Evrópu í handknattleik í dag. Kiel vann fjögurra marka sigur 31-.27.

Heimamenn höfuð eins marks forskot í hálfleik 16-15 og sýndu, eins og svo oft áður, styrk sinn á lokakafla leiksins. Stórskyttan Filip Jicha skoraði þrettán mörk fyrir lærisveinar Alfreðs Gíslasonar.

Aron Pálmarsson lék ekki með Kiel vegna meiðsla og þá var Guðjón Valur Sigurðsson allan tímann á varamannabekknum. Liðin mættust einnig í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á síðustu leiktíð og þá hafði Kiel einnig betur.

Kiel er í 2. sæti B-riðils Meistaradeildar, fjórum stigum á eftir Veszprem frá Ungverjalandi. Fjögur lið fara upp úr hverjum riðli keppninnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×