Handbolti

Fyrsta tapið hjá strákunum hans Geirs

HC Bregenz, lið Geir Sveinssonar, tapaði í kvöld sínum fyrsta leik á tímabilinu í austurrísku deildinni í handbolta. HC Bregenz tapaði þá 27-29 á heimavelli í nágrannaslag á móti austurrísku meisturunum í HC Hard en það dugði ekki að vera tveimur mörkum yfir þegar aðeins sjö mínútur voru eftir.

Handbolti

Kiel áfram með fullt hús

Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar í Kiel eru áfram með fullt hús í þýsku úrvaldeildinni í handbolta eftir 32-29 heimasigur á MT Melsungen í kvöld. Rhein-Neckar Löwen er tveimur stigum á eftir en lærisveinar Guðmundar Guðmundssonar unnu 38-26 útisigur á Hannover-Burgdorf í kvöld.

Handbolti

Enn og aftur naumt tap hjá Kára og félögum

Kári Kristjánsson og félagar í Bjerringbro-Silkeborg töpuðu í kvöld með minnsta mun á heimavelli á móti Team Tvis Holstebro í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta. Team Tvis Holstebro vann leikinn 26-25 eftir að hafa verið 15-14 yfir í hálfleik.

Handbolti

Myrhol áfram hjá Ljónunum

Bjarte Myrhol verður í herbúðum Rhein-Neckar Löwen fram á sumar 2015. Norðmaðurinn skrifaði undir nýjan samning við félagið á dögunum.

Handbolti

Strákarnir hans Kristjáns byrja tímabilið vel

Eskilstuna Guif, lið Kristjáns Andréssonar, byrjar tímabilið vel en liðið vann níu marka útisigur á Redbergslids IK, 31-22, í kvöld í fyrstu umferð sænsku úrvalsdeildarinnar í handbolta. Þrír íslenskir leikmenn spila með Eskilstuna Guif.

Handbolti

FH-stelpur stóðu í meisturunum

Fram hóf titilvörnina í kvennahandboltanum á því að sækja tvö stig í Kaplakrika í kvöld en Framkonur unnu þá 21-18 marka sigur á FH. Þetta var fyrsti leikurinn í Ólís-deild kvenna í vetur en fyrsta umferðin klárast síðan á morgun.

Handbolti

Umfjöllun og viðtöl: Valur - Haukar 27-22 |

Valsmenn unnu fimm marka sigur á Haukum, 27-22, í fyrstu umferð Olís-deildar karla í handbolta en þetta var fyrsti deildarleikur liðsins undir stjórn Ólafs Steánssonar. Valsmenn unnu síðustu níu mínútur leiksins 7-1.

Handbolti

Alexander spilaði á ný með Löwen

Rhein-Neckar Löwen gerði 31-31 jafntefli í kvöld við úkraínska liðið HC Motor Zaporozhye í fyrsta leik sínum í Meistaradeildinni í handbolta í kvöld en þessi úrslit verðast telja mikil vonbrigði fyrir Guðmund Guðmundsson og lærisveina hans.

Handbolti

Fannst tennurnar vera skakkar

Landsliðsmaðurinn Arnór Þór Gunnarsson mun ekki geta leikið með spútnikliði þýsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik, Bergischer, næstu mánuði þar sem hann kjálkabrotnaði í leik um síðustu helgi. Mikið áfall fyrir norðanmanninn sem hafði verið að spila fr

Handbolti