Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - Fram 25-18 | Titilvörnin byrjaði á tapi Birgir H. Stefánsson á Akureyri skrifar 19. september 2013 18:30 Akureyringar unnu öruggan sjö marka sigur á Íslandsmeisturum Fram, 25-18, í Höllinni á Akureyri í kvöld en þetta var leikur í fyrstu umferð Olís-deildar karla í handbolta. Bæði lið mæta til leiks með breytt lið en Framarar hafa þó misst nánast allt liðið sem skilaði félaginu Íslandsmeistaratitlinum síðasta vor. Valþór Guðrúnarsson átti flottan leik í liði norðanmanna og skoraði 8 mörk úr 11 skotum en Kristján Orri Jóhannsson skoraði fimm mörk fyrir Akureyri. Sigfús Páll Sigfússon var markahæstur hjá Fram með fimm mörk. Það var lítil spenna í boði þegar Akureyri tók á móti Fram í fyrsta leik tímabilsins í Olís deild karla. Leikurinn fór nokkuð rólega af stað og töluverður haustbragur var á leik flestra og þá sérstaklega í fyrri hálfleiknum. Báðum liðum gekk afar illa að koma boltanum í netið og eftir tæplega tuttugu mínútna leik þegar Bjarni Fritzson kom Akureyri í 3-2. Leikurinn var svo nokkuð jafn þangað til að heimamenn náðu góðum spretti rétt fyrir hálfleik sem skilaði þeim þriggja marka forustu í hálfleik, 9-6. Það var í raun aðeins eitt lið sem mætti til leiks í seinni hálfleik og sigur heimamanna því aldrei í hættu eftir að þeir voru búnir að ná fimm marka forskoti eftir um tíu mínútna leik í seinni hálfleik. Á sama tíma fékk Gunnar Þórsson sína þriðju brottvísun en það virtist ekki hafa nein áhrif á heimamenn sem héldu áfram að auka forskot sitt sem fór mest í átta mörk en endaði svo í sjö, 25-18. Það voru ungir og efnilegir menn sem voru í sviðsljósinu hjá heimamönnum en Valþór Guðrúnarson var markahæstur með átta, Kristján Orri Jóhannsson fimm og Sigþór Heimisson og Bjarni Fritszon komu þar á eftir með þrjú. Hjá heimamönnum var það Sigfús Páll Sigfússon sem var markahæstur með fimm en þeir Stefán Baldvin Stefánsson og Sigurður Örn Þorsteinsson komu þar á eftir með fjögur. Jovan Kukobat stóð sig vel í marki heimamanna og varði 14 skot á meðan Steffan Nielsen varði átta skot og virkaði afar pirraður í marki Fram. Valþór Guðrúnarson: Þetta er mjög spennandi tímabil„Þetta er mjög ljúft,“ sagði Valþór Guðrúnarson besti leikmaður Akureyrar strax eftir leik. „Það er gott að byrja þetta af krafti en þetta var brösug byrjun á þessum leik en heilt yfir þá spiluðum við þetta vel. Þetta er fyrsti leikur eftir frí, menn eru að stilla sig saman og það eru margir nýir en í heild erum við bara helvíti flottir.“ Valþór endaði með átta mörk í þessum leik og virðist vera með stærra hlutverk þetta tímabil en áður. „Já, þetta er mjög spennandi tímabil. Ég er ánægður hvernig ég kem undan vetri og ég ætla mér stóra hluti á þessu tímabili.“ Bjarni Fritszon: Vantar ekki efnivið hér á Akureyri„Flottur sigur,“ sagði Bjarni Fritzson annar þjálfari Akureyrar nokkuð sáttur eftir sigur í fyrsta leik gegn ríkjandi Íslandsmeisturum. „Það er búinn að vera góður stígandi í þessu í sumar. Með nýjum mönnum koma nýir vinklar og ég er mjög sáttur með þessa viðbót sem við fengum.“ Það er nokkuð ljóst að yngri strákar eru að fá stærri hlutverk þetta tímabilið. „Já, eins og við töluðum um í sumar þá vantar ekki efnivið hér á Akureyri. Við erum búnir að vera að vinna stíft í sumar og strákarnir mjög duglegir og hafa náð að bæta sig mikið. Sigþór Heimisson er að koma þarna inn líka og spilaði nánast 80% af leiknum sóknarlega og stóð sig mjög vel líka. Svo kemur Arnþór inn og setur eina sleggju sem og Jón Heiðar fer í gegn. Þetta eru strákar sem hafa verið við hópinn en ekki fengið mikinn tíma.“ Guðlaugur Arnarsson: Ósáttur við sóknarleikinn„Ég er ósáttur með sóknarleik liðsins í dag,“ sagði Guðlaugur Arnarsson strax eftir leik. „Við töpum þessu fyrst og fremst þar þrátt fyrir mörg barnaleg og léleg mistök varnarlega þá erum við samt að halda haus betur þar.“ „Það kemur ekkert endilega á óvart að tapa leik en ég vonaðist til þess að við færum að mæta grimmari til leiks. Munurinn á þessum liðum er ekki svona mikill að við eigum ekki að geta barist við þá. Við komum ekkert inn í seinni hálfleikinn og missum þetta frá okkur þá, baráttan dottin niður og við komum ekkert til baka eftir það. Það skiptir alltaf máli ef það vantar lykilmenn en þetta er hópurinn sem spilaði í dag og við lögðum upp með það að vinna með þennan hóp.“ Það gekk illa að skora, sérstaklega í fyrri hálfleiknum. „Já, þetta var brösug byrjun og ég get alveg trúað því að menn hafi verið pínu smeykir. Það var ákveðin haustbragur af þessu og það er erfitt fyrir þessa yngri að koma á Akureyri, þetta er góður heimavöllur.“ Olís-deild karla Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Fótbolti Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Sjá meira
Akureyringar unnu öruggan sjö marka sigur á Íslandsmeisturum Fram, 25-18, í Höllinni á Akureyri í kvöld en þetta var leikur í fyrstu umferð Olís-deildar karla í handbolta. Bæði lið mæta til leiks með breytt lið en Framarar hafa þó misst nánast allt liðið sem skilaði félaginu Íslandsmeistaratitlinum síðasta vor. Valþór Guðrúnarsson átti flottan leik í liði norðanmanna og skoraði 8 mörk úr 11 skotum en Kristján Orri Jóhannsson skoraði fimm mörk fyrir Akureyri. Sigfús Páll Sigfússon var markahæstur hjá Fram með fimm mörk. Það var lítil spenna í boði þegar Akureyri tók á móti Fram í fyrsta leik tímabilsins í Olís deild karla. Leikurinn fór nokkuð rólega af stað og töluverður haustbragur var á leik flestra og þá sérstaklega í fyrri hálfleiknum. Báðum liðum gekk afar illa að koma boltanum í netið og eftir tæplega tuttugu mínútna leik þegar Bjarni Fritzson kom Akureyri í 3-2. Leikurinn var svo nokkuð jafn þangað til að heimamenn náðu góðum spretti rétt fyrir hálfleik sem skilaði þeim þriggja marka forustu í hálfleik, 9-6. Það var í raun aðeins eitt lið sem mætti til leiks í seinni hálfleik og sigur heimamanna því aldrei í hættu eftir að þeir voru búnir að ná fimm marka forskoti eftir um tíu mínútna leik í seinni hálfleik. Á sama tíma fékk Gunnar Þórsson sína þriðju brottvísun en það virtist ekki hafa nein áhrif á heimamenn sem héldu áfram að auka forskot sitt sem fór mest í átta mörk en endaði svo í sjö, 25-18. Það voru ungir og efnilegir menn sem voru í sviðsljósinu hjá heimamönnum en Valþór Guðrúnarson var markahæstur með átta, Kristján Orri Jóhannsson fimm og Sigþór Heimisson og Bjarni Fritszon komu þar á eftir með þrjú. Hjá heimamönnum var það Sigfús Páll Sigfússon sem var markahæstur með fimm en þeir Stefán Baldvin Stefánsson og Sigurður Örn Þorsteinsson komu þar á eftir með fjögur. Jovan Kukobat stóð sig vel í marki heimamanna og varði 14 skot á meðan Steffan Nielsen varði átta skot og virkaði afar pirraður í marki Fram. Valþór Guðrúnarson: Þetta er mjög spennandi tímabil„Þetta er mjög ljúft,“ sagði Valþór Guðrúnarson besti leikmaður Akureyrar strax eftir leik. „Það er gott að byrja þetta af krafti en þetta var brösug byrjun á þessum leik en heilt yfir þá spiluðum við þetta vel. Þetta er fyrsti leikur eftir frí, menn eru að stilla sig saman og það eru margir nýir en í heild erum við bara helvíti flottir.“ Valþór endaði með átta mörk í þessum leik og virðist vera með stærra hlutverk þetta tímabil en áður. „Já, þetta er mjög spennandi tímabil. Ég er ánægður hvernig ég kem undan vetri og ég ætla mér stóra hluti á þessu tímabili.“ Bjarni Fritszon: Vantar ekki efnivið hér á Akureyri„Flottur sigur,“ sagði Bjarni Fritzson annar þjálfari Akureyrar nokkuð sáttur eftir sigur í fyrsta leik gegn ríkjandi Íslandsmeisturum. „Það er búinn að vera góður stígandi í þessu í sumar. Með nýjum mönnum koma nýir vinklar og ég er mjög sáttur með þessa viðbót sem við fengum.“ Það er nokkuð ljóst að yngri strákar eru að fá stærri hlutverk þetta tímabilið. „Já, eins og við töluðum um í sumar þá vantar ekki efnivið hér á Akureyri. Við erum búnir að vera að vinna stíft í sumar og strákarnir mjög duglegir og hafa náð að bæta sig mikið. Sigþór Heimisson er að koma þarna inn líka og spilaði nánast 80% af leiknum sóknarlega og stóð sig mjög vel líka. Svo kemur Arnþór inn og setur eina sleggju sem og Jón Heiðar fer í gegn. Þetta eru strákar sem hafa verið við hópinn en ekki fengið mikinn tíma.“ Guðlaugur Arnarsson: Ósáttur við sóknarleikinn„Ég er ósáttur með sóknarleik liðsins í dag,“ sagði Guðlaugur Arnarsson strax eftir leik. „Við töpum þessu fyrst og fremst þar þrátt fyrir mörg barnaleg og léleg mistök varnarlega þá erum við samt að halda haus betur þar.“ „Það kemur ekkert endilega á óvart að tapa leik en ég vonaðist til þess að við færum að mæta grimmari til leiks. Munurinn á þessum liðum er ekki svona mikill að við eigum ekki að geta barist við þá. Við komum ekkert inn í seinni hálfleikinn og missum þetta frá okkur þá, baráttan dottin niður og við komum ekkert til baka eftir það. Það skiptir alltaf máli ef það vantar lykilmenn en þetta er hópurinn sem spilaði í dag og við lögðum upp með það að vinna með þennan hóp.“ Það gekk illa að skora, sérstaklega í fyrri hálfleiknum. „Já, þetta var brösug byrjun og ég get alveg trúað því að menn hafi verið pínu smeykir. Það var ákveðin haustbragur af þessu og það er erfitt fyrir þessa yngri að koma á Akureyri, þetta er góður heimavöllur.“
Olís-deild karla Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Fótbolti Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Sjá meira