Handbolti

Danir vildu Dag sem næsta landsliðsþjálfara

Íslenskir handknattleiksþjálfarar halda áfram að vekja athygli erlendis en danska handknattleikssambandið mun hafa reynt ítrekað að ráða Dag Sigurðsson, þjálfara Fuchse Berlin, sem næsta landsliðsþjálfara.

Handbolti

Gistu saman í kofum án klósetta

"Ég er ekkert rosalega bjartsýn á að þetta verði nokkurn tímann eins og fyrir tveimur árum,“ segir Þorgerður Anna Atladóttir, leikmaður Flint/Tönsberg í norsku úrvalsdeildinni.

Handbolti

Öruggur sigur hjá Guif

Eskilstuna Guif sem Kristján Andrésson þjálfari vann öruggan sigur á Alingsås HK 30-23. Guif var 17-12 yfir í hálfleik.

Handbolti

Kristianstad marði Halmstad

Ólafur Guðmundsson skoraði tvö mörk fyrir Kristianstad sem lagði Halmstad 25-24 í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag á útivelli. Halmstad var 13-12 yfir í hálfleik.

Handbolti

Íslendingaliðin skildu jöfn

Rhein-Neckar Löwen stal stigi í Berlín þegar liðið náði 21-21 jafntefli gegn Füchse Berlin. Patrick Groetzki jafnaði metin á síðustu sekúndu leiksins með umdeildu marki.

Handbolti

Kolbeinn byrjaði í sigri Ajax

Ajax lyfti sér upp í annað sæti hollensku úrvalsdeildarinnar með 3-0 sigri á Utrecht á heimavelli í dag. Kolbeinn Sigþórsson var í byrjunarliði Ajax.

Handbolti

Sigurbergur í flottu formi

Haukamaðurinn Sigurbergur Sveinsson er kominn í gamla landsliðsformið ef marka má frammistöðu hans í síðustu tveimur leikjum Hauka í Olísdeildinni.

Handbolti

Afturelding með fullt hús eftir þrjá leiki

Afturelding hélt sigurgöngu sinni áfram í 1. deild karla í handbolta í kvöld þegar liðið vann eins marks sigur á ÍH, 22-21, í uppgjöri tveggja ósigraða liða. Mosfellingar hafa nú unnið þrjá fyrstu leiki sína á tímabilinu.

Handbolti

Atli Ævar og Anton markahæstir í tapleik

Atli Ævar Ingólfsson og Anton Rúnarsson voru markahæstir hjá Nordsjælland Håndbold í kvöld þegar liðið tapaði 24-29 á heimavelli á móti Århus Håndbold í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Handbolti

Næ ekki fullum krafti í skotin

Alexander Petersson kom fljótt til baka eftir aðgerð á öxl í sumar en hann er ekki með fullan skotkraft og getur því ekki beitt sér að fullu. Alexander hefur áhyggjur af litlum spilatíma landsliðsmanna í atvinnumennsku.

Handbolti

Umfjöllun og viðtöl: Valur - Fram 25-26

Sterkur kafli í seinni hálfleik tryggði Frömurum nauman sigur á Valsmönnum í Vodafone höllinni í kvöld. Eftir að hafa verið fimm mörkum undir um miðbik seinni hálfleiks settu Framarar í lás, unnu lokamínútur leiksins 7-1 og skiluðu sigri.

Handbolti