Handbolti

Öruggur sigur hjá Guif

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Kristján Andrésson þjálfari Guif
Kristján Andrésson þjálfari Guif
Eskilstuna Guif sem Kristján Andrésson þjálfari vann öruggan sigur á Alingsås HK 30-23. Guif var 17-12 yfir í hálfleik.

Guif byrjaði leikinn betur en Alingsås náði að koma sér aftur inn í hann seint í fyrri hálfleik áður en Guif lagði grunninn að sigrinum með góðum endasprett á fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik var aldrei spurning hvoru megin sigurinn myndi lenda.

Guif var mun sterkara og vann sanngjarnan sigur að lokum. Liðið er með sex stig eftir fjóra leiki en Alingsås er með tvö stig úr þremur leikjum.

Haukur Andrésson skoraði þrjú mörk fyrir Guif og Heimir Óli Heimisson eitt en Heimir var auk þess í tvígang rekinn útaf með tvær mínútur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×