Handbolti

Enn vinnur Kiel | Oddur skoraði sex

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Nordicphotos/Getty
Guðjón Valur Sigurðsson skoraði fjögur mörk fyrir Kiel sem vann 34-25 sigur á Minden í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag.

Kiel hafði frumkvæðið frá fyrstu mínútu og leiddi í hálfleik 19-11. Aron Pálmarsson skoraði tvö mörk fyrir Kiel en hann er að jafna sig eftir uppskurð á hné. Vignir Svavarsson skoraði þrjú mörk fyrir Minden.

Kiel hefur unnið alla sjö leiki sína í deildinni á leiktíðinni. Rhein-Neckar Löwen getur náð Kiel að stigum á toppnum með sigri á Füchse Berlín á morgun.

Oddur Gretarsson skoraði sex mörk fyrir TV Emsdetten í ellefu marka tapi á heimavelli gegn Magdeburg 25-26. Ólafur Bjarki Ragnarsson skoraði þrjú mörk og Ernir Hrafn Arnarson eitt mark.

Emsdetten er í botnsætinu með tvö stig.

Björgvin Gústavsson stóð í marki Bergischer sem gerði 29-29 jafntefli á heimavelli gegn Balingen-Weilstetten.

Heimamenn jöfnuðu metin þegar mínúta lifði leiks. Arnór Þór Gunnarsson er frá keppni vegna kjálkabrots. Bergischer hefur níu stig í fimmta sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×