Handbolti

Kristianstad marði Halmstad

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Ólafur Guðmundsson skoraði tvö mörk fyrir Kristianstad sem lagði Halmstad 25-24 í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag á útivelli. Halmstad var 13-12 yfir í hálfleik.

Leikurinn var jafn og spennandi allan leikinn og mikil spenna í loftinu. Segja má að spennan hafi borið menn ofurliði því Halmstad skoraði síðasta mark leiksins þegar enn voru sjö mínútur til leiksloka.

Kristianstad hefur farið mjög vel af stað í deildinni og er með sjö stig eftir fjóra leiki en Halmstad er aðeins með eitt stig úr fjórum leikjum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×